Á vettvangi í Úkraínu

Á vettvangi í Úkraínu

mars 2022 20 greinar
Bjartmar Oddyr Þeyr Alexandersson blaðamaður og Art Bicnick myndatökumaður eru á vettvangi í vesturhluta Úkraínu. Þar er stríður straumur flóttafólks frá austurhluta landsins en íbúar búa sig undir átök og stríð við rússneskar hersveitir.
Skoða nánar
Kerfi sem bregst barnafjölskyldum

Kerfi sem bregst barnafjölskyldum

júlí 2024 5 greinar
Ís­lensk­ir for­eldr­ar segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Dæmi eru um að konur hafi farið í þungunarrof vegna þess að þær sjá ekki fram á að geta séð fyrir fleiri börnum. Fæðingartíðni hefur aldrei mælst jafn lág á Íslandi og í fyrra. Aðjunkt í félagsfræði segir kerfið að vissu leyti hafa brugðist fjölskyldum, ekki síst mæðrum.
Skoða nánar

Dýr skyldi Haraldur allur

maí 2024 4 greinar
Haraldur Johannesen, fyrrverandi Ríkislögreglustjóri, framkvæmdi ólögmætan örlætisgjörning þegar hann samdi við níu útvalda undirmenn sína um stórbætt lífeyrisréttindi haustið 2019, að mati Hæstaréttar. Sömu undirmenn lýstu opinberlega yfir suðningi við Harald á sama tíma þegar hann var rúinn trausti lögreglumanna og lögreglustjóra um allt land. Seinagangur ráðherra við að vinda ofan af samkomulaginu varð til þess að ríkið varð að standa við samningana, sem kosta munu skattgreiðendur hálfan milljarð króna að lágmarki. Stjórn Lögreglustjórafélagsins hafði bent ráðherra á að samkomulagið stæðist ekki skoðun tæpu ári áður en fyrst var reynt að afturkalla það og töldu að færa mætti rök fyrir því að Haraldur hefði brotið af sér í starfi.
Skoða nánar

Starfsumhverfi klassískra söngvara

febrúar 2024 4 greinar
Guja Sand­holt og Thelma Hrönn Sig­ur­dórs­dótt­ir eru vel kunn­ug­ar starfs­um­hverfi söngv­ara. Þær unnu saman viða­mikla rann­sókn á starfs­um­hverfi fag­lærðra söngv­ara á Ís­landi og var hún gerð í sam­vinnu við Nýsköp­un­ar­sjóð og Heim­ild­ina
Skoða nánar
Sjávarútvegsskýrslan

Sjávarútvegsskýrslan

október 2021 8 greinar
Guðmundur Kristjánsson í Brim er sá einstaklingur sem fer með stærstan hlut kvótans. Eignatengsl á milli útgerðarfélaga og eigenda þeirra sýna þrjár blokkir fara með völdin. Þetta kemur fram í upplýsingum sem sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, var gagnrýndur fyrir að veita ekki Alþingi og almenningi aðgang að í gegnum sjávarútvegsskýrsluna.
Skoða nánar
Súðavíkurflóðið

Súðavíkurflóðið

apríl 2023 11 greinar
Rannsókn Heimildarinnar varpar nýju ljósi á snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995 sem kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra, að yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
Skoða nánar

Brjóstapúðaveiki

ágúst 2023 7 greinar
Konur sem rekja alvarleg veikindi til brjóstapúða hafa þurft að taka lán fyrir aðgerð þar sem púðarnir eru fjarlægðir. Aðgerðin, sem kostar mörg hundruð þúsund krónur, er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Kon­ur sem Heim­ild­in hef­ur rætt við hafa all­ar orð­ið óvinnu­fær­ar, ým­ist tíma­bund­ið eða til fram­búð­ar, vegna veik­inda sem þær rekja til brjóstapúða.
Skoða nánar
Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

nóvember 2019 133 greinar
Ný gögn um starfsemi Samherja í Namibíu sýna hvernig fyrirtækið kemst yfir fiskveiðikvóta með mútugreiðslum til spilltra stjórnmála- og embættismanna og flytur hagnaðinn í skattaskjól. Vegna gruns um peningaþvætti hafa erlendir bankar stöðvað millifærslur Samherja.
Skoða nánar

Ísland í mútum

september 2023 2 greinar
Nærri tuttugu manns eru ýmist til rannsóknar eða hafa þegar fengið dóm fyrir að bjóða eða þiggja mútur. Á hálfum mánuði í í haust komu tvö ný mál fram í dagsljósið þar sem vísbendingar voru um mútugreiðslur íslenskra fyrirtækja og fjögur önnur mál eru til rannsóknar. Í 70 ár þar á undan höfðu fjórir dómar fallið í mútumálum. Hvað hefur breytst?
Skoða nánar
Martröðin á Júllanum

Martröðin á Júllanum

október 2022 6 greinar
„Þarna voru peningar settir ofar mannslífum,“ segir skipverji um alræmdan Covid-túr á Júlíusi Geirmundssyni. Það að áhöfninni var haldið fárveikri á sjó hefur valdið varanlegu heilsuleysi skipverja. Útgerðin reyndi að fá lækni til að taka á sig sökina. Málsókn er framundan.
Skoða nánar

Hátekjulistinn 2022

ágúst 2023 1 greinar
Stundin birtir tekjur tekjuhæsta 1% Íslendinga. Tölurnar í listanum eru áætlaðar tekjur fyrir árið 2021, reiknaðar útfrá greiddu útsvari og fjármagnstekjuskatti.
Skoða nánar
Fæðingarþunglyndi

Fæðingarþunglyndi

febrúar 2023 3 greinar
Áhrif áfalla á líðan kvenna á meðgöngu geta verið mikil, eins og kemur fram í íslenskri rannsókn. Blaðamaður þekkir það af eigin raun hvernig hugurinn veiktist á meðgöngu, þungar hugsanir sóttu að þar til hún greindist með fæðingarþunglyndi og síðar áfallastreituröskun sem leiddu hana í kulnun. Um leið og hún lýsir eigin reynslu, ræðir hún við fleiri konur sem upplifðu sama skilnings- og úrræðaleysi fyrir konur í þessari stöðu.
Skoða nánar
Plastið fundið

Plastið fundið

desember 2021 20 greinar
Íslenskir neytendur borguðu gjald til þess að láta endurvinna plast sem Stundin fann í haug í vöruskemmu í Svíþjóð. Úrvinnslusjóður og Umhverfisstofnun hafa talið það með í tölum um endurvinnslu og íslensk endurvinnslufyrirtæki rukkuðu um 100 milljónir króna fyrir að koma því í réttan farveg.
Skoða nánar
Ein í heiminum

Ein í heiminum

júlí 2022 5 greinar
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
Skoða nánar
Neyð á leigumarkaði

Neyð á leigumarkaði

maí 2022 10 greinar
„Risið er dauðagildra,“ segir slökkviliðið um aðstæður í húsi þar sem herbergi hafa verið hólfuð niður til að koma fleiri leigjendum fyrir. „Ég neyði engan til að leigja hjá mér,“ segir eigandinn. Ófremdarástand ríkir á leigumarkaði og fólk greiðir fyrir með aleigunni og heilsunni, á meðan stjórnvöld hlúa að millistéttinni og tekjuhærri hópum á kostnað leigjenda.
Skoða nánar
Stórveldi sársaukans

Stórveldi sársaukans

apríl 2022 14 greinar
Actavis seldi 32 milljarða taflna, eða þriðjung allra morfínlyfja í Banda­ríkjunum 2006 til 2012, á meðan notkun slíkra lyfja varð að faraldri í landinu. Fyrirtækinu var stýrt af Róberti Wessman hluta tímans og var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar allan tímann.
Skoða nánar
Spítalinn er sjúklingurinn

Spítalinn er sjúklingurinn

júní 2021 16 greinar
„Fólk er í heljarþröm að komast í gegnum daginn,“ segir Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Sérfræðilæknar á bráðamóttöku segja spítalann „vísvitandi setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“. „Ábyrgðin er allra,“ segir framkvæmdastjóri á spítalanum.
Skoða nánar
Viku vegna ásakana

Viku vegna ásakana

febrúar 2022 5 greinar
Á liðnu ári hefur sú þróun átt sér stað að æ fleiri karlmenn víkja úr áhrifa- eða valdastöðum vegna ásakana um meiðandi framkomu gagn­vart konum.
Skoða nánar
Pandóruskjölin

Pandóruskjölin

október 2021 9 greinar
Aflandsviðskipti íslenskra athafnamanna sjást í Pandóruskjölunum. Einn rekur hýsingu fyrir klám, nýnasistaáróður og nafnlaust níð. Ummerki sjást um hagsmunaárekstur sem Fjármálaeftirlitið sektaði Kviku fyrir. Jón Ólafsson skráði vatnsverksmiðjuna í Ölfusi á son sinn og félag Icelandair keypti þrjár þotur til Tortólu.
Skoða nánar
Ný Samherjaskjöl

Ný Samherjaskjöl

september 2021 7 greinar
Ný gögn sem eru undir í rannsóknum héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda varpa ljósi á hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur og háttsemi Samherja í Namibíu innan útgerðarrisans. Frjálslega var talað um mútugreiðslur og hótanir í skriflegum samskiptum lykilstjórnenda. Þorsteinn Már Baldvinsson fékk stöðugar upplýsingar um gang mála.
Skoða nánar
Kosningastundin

Kosningastundin

september 2021 8 greinar
Blaðamenn Stundarinnar spyrja forystufólk stjórnmálaframboða sem mælast með kjörfylgi fyrir alþingiskosningar 2021 gagnrýninna spurninga um stefnu þeirra og feril. Miðflokkurinn afþakkaði þátttöku.
Skoða nánar

Heimavígi Samherja

febrúar 2021 12 greinar
92 prósent Íslendinga trúa því að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu. Marktækur munur er á viðhorfum fólks til Samherja í Eyjafirði, þar sem ríflega 500 manns vinna hjá Samherja, og annars staðar á landinu. Samherji hefur gefið 685 milljónir til góðra málefna í Eyjafirði og gefið með sér af hagnaði sem varð meðal annars til við fiskveiðar í Afríku.
Skoða nánar
Tekjulistinn 2021

Tekjulistinn 2021

ágúst 2021 11 greinar
Stærðfræðikennari í Verzlunarskóla Íslands og fjölskylda græddu tvo og hálfan milljarð króna vegna Covid-19 faraldursins og eru skattakóngar ársins 2020. Stundin birtir tekjur 3.125, tekjuhæsta 1% Íslendinga. „Ég er allavega ekki skattsvikari,“ segir Gylfi Viðar Guðmundsson, skattakóngur Vestmannaeyja.
Skoða nánar

Hamfarahlýnun

mars 2015 25 greinar
Stundin greinir afleiðingar loftlagsvandans, aðgerðir stjórnvalda og ræðir við fólk sem breytir lífsstíl sínum til þess að draga úr skaða.
Skoða nánar
Konur sem missa hárið

Konur sem missa hárið

júlí 2021 2 greinar
Konur segja frá reynslu sinni af því að missa hárið. Þær finna fyrir því að öðruvísi er komið fram við þær eftir hármissinn, en jafnvel þannig að það hjálpi þeim. Viðbrögð þeirra hafa verið að byggja sig upp eftir niðurrifið.
Skoða nánar
Hvað gerðist á Landakoti?

Hvað gerðist á Landakoti?

nóvember 2020 17 greinar
Höfuðmarkmiðið í Covid-19 faraldrinum, að vernda elstu og viðkvæmustu hópana, mistókst þegar hópsmit dreifðist innan og milli öldrunarstofnana vegna skorts á úrræðum í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu áður,“ segir hjúkrunarfræðingur á stofnun sem fékk inn smit frá Landakoti. „Þetta var tímasprengja,“ segir dóttir konu sem smitaðist.
Skoða nánar
Framtíðin sem þau vilja

Framtíðin sem þau vilja

maí 2021 6 greinar
Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Skoða nánar
Kynlífsvinna á Íslandi

Kynlífsvinna á Íslandi

apríl 2021 9 greinar
Í úttekt Stundarinnar á kynlífsvinnu á Íslandi er rætt við fræðimenn, lögreglu og fólk sem hefur unnið í samfélagskimanum sem þögn hefur ríkt um.
Skoða nánar
Peningaþvætti á Íslandi

Peningaþvætti á Íslandi

apríl 2021 4 greinar
„Það er eins og skatturinn sé ekkert að pæla í þessu,“ segir viðmælandi Stundarinnar, sem hefur stundað peningaþvætti. Áhætta vegna peningaþvættis er helst tengd lögmönnum, endurskoðendum, fasteignasölum og bílasölum. Sárafáar ábendingar berast um grun um peningaþvætti frá þessum stéttum, þrátt fyrir tilkynningaskyldu.
Skoða nánar
Fátæk börn

Fátæk börn

apríl 2020 5 greinar
Börn bera aldrei ábyrgð á eigin lífskjörum. Engu að síður eru þau sá þjóðfélagshópur sem líður einna mest fyrir fátækt foreldra sinna. Um 10% íslenskra barna búa á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum. Þrjú þessara barna segja hér sögu sína.
Skoða nánar
Lífið eftir pólitík

Lífið eftir pólitík

apríl 2020 4 greinar
Eitt þeirra er afi og aðgerðasinni, annað er verslunarstjóri í bókaverslun, það þriðja rekur verktakafyrirtæki og er í fæðingarorlofi og það fjórða er kokkanemi og húsbyggjandi. Öll voru þau þingmenn og ráðherrar og hafa nú hætt öllum formlegum afskiptum af stjórnmálum. Þau eru sammála um að lífið eftir pólitík sé svo sannarlega bæði gjöfult og skemmtilegt.
Skoða nánar
Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

apríl 2020 15 greinar
COVID-19 mun líklega koma aftur og aftur, segir faraldsfræðingur. Sérfræðingur í efnahagskreppum spáir verstu kreppu sögunnar, í viðtali við Stundina. Seðlabankastjóri segir kreppuna munu „ekki jafnast á við hrunið“. Horft er fram á veginn.
Skoða nánar
Fólkið sem fékk að vera

Fólkið sem fékk að vera

nóvember 2019 4 greinar
Inn á milli fjölda frásagna af fólki sem sent er úr landi og út í óvissuna þrátt fyrir augljósa neyð leynast sigursögur hinna, sem íslensk stjórnvöld buðu velkomin. Hér eru sagðar sögur þriggja ólíkra fjölskyldna sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið tækifæri til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hefur heppnast það vel. Allar þakka fjölskyldurnar velgengni sína stuðningi og hlýhug annars fólks.
Skoða nánar