Aðskilin vegna veirunnar
Greinaröð mars 2020

Aðskilin vegna veirunnar

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
„Yndislegt að fá að sjá hann“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Ynd­is­legt að fá að sjá hann“

Ein­ar Þór Jóns­son fékk loks að hitta eig­in­mann sinn, Stig Vand­et­oft, eft­ir að­skiln­að vegna heim­sókn­ar­banns. Með hjálp lausnamið­aðr­ar starfs­konu gátu Ein­ar og Stig, sem er með Alzheimer-sjúk­dóm­inn, séð hvorn ann­an í gegn­um gler sól­skála á heim­il­inu og rætt sam­an í síma.
Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Kór­óna­veir­an á Spáni: Flúði elli­heim­il­ið af ótta við að deyja einn

Tala lát­inna vegna kór­óna­veirunn­ar á Spáni er orð­in hærri en í Kína. Á föstu­dag­inn höfðu 1.000 lát­ist á Spáni en nú hafa tæp­lega 3.500 beð­ið bana. Kór­óna­veir­an hef­ur herj­að á mörg elli­heim­ili í land­inu, með­al ann­ars á eitt í Madríd þar sem 89 ára heim­il­is­mað­ur ákvað að taka til sinna ráða áð­ur en röð­in kæmi að hon­um.
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja eig­in­mann­inn: „Þarf nánd, snert­ingu og kær­leik“

Ein­ar Þór Jóns­son fær ekki að heim­sækja eig­in­mann sinn, sem glím­ir við Alzheimer-sjúk­dóm­inn, á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna heim­sókn­ar­banns. Hann seg­ir þörf á að end­ur­skoða ákvörð­un­ina strax. Ein­ari finnst bann­ið mjög erfitt og seg­ir mjög veikt fólk þurfa nánd og kær­leik, al­veg eins og að­stand­end­ur.
Mæðgurnar loksins sameinaðar á ný
MyndirAðskilin vegna veirunnar

Mæðg­urn­ar loks­ins sam­ein­að­ar á ný

„Mamma er kom­in, ekki sleppa“ sagði Lísa María þriggja ára, þeg­ar hún fékk loks að hitta móð­ur sína aft­ur eft­ir tveggja vikna að­skiln­að. Móð­ir henn­ar, Lilja Rún Kristjáns­dótt­ir, lauk sótt­kví um helg­ina og seg­ist vera frels­inu feg­in.
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Mik­il­vægt að halda í já­kvæðn­ina

Kjart­an Jarls­son er dval­ar­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi. Al­gjört bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna COVID-19 far­ald­urs­ins veld­ur því að kona hans, dæt­ur og barna­börn munu ekki geta heim­sótt hann næstu mán­uði, fari svo að bann­ið verði ekki end­ur­skoð­að. Kjart­an læt­ur þetta þó ekki á sig fá og held­ur sem fast­ast í já­kvæðn­ina.
Fær ekki að heimsækja lífsförunaut sinn til 60 ára
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja lífs­föru­naut sinn til 60 ára

Birg­ir Guð­jóns­son lækn­ir seg­ir al­gjört heim­sókn­ar­bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vera allt of harka­legt, auk þess sem það sé með öllu raka­laust út frá lækn­is­fræði­leg­um for­send­um. Bann­ið veld­ur því að hann get­ur ekki hitt konu sína, lífs­föru­naut til 60 ára sem er með Alzheimer. Birg­ir seg­ir bann sem þetta koma verst nið­ur á Alzheimer-sjúk­ling­um.
„Farið fram af meira kappi en forsjá“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Far­ið fram af meira kappi en for­sjá“

Sigrún Huld Þor­gríms­dótt­ir, öldrun­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Drop­laug­ar­stöð­um, gagn­rýn­ir al­gjört heim­sókn­ar­bann að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili harð­lega. Hún seg­ir ekk­ert til­lit tek­ið til ómet­an­legs fram­lags að­stand­enda og mik­il­vægi nánd­ar.
Reiknar með að amma sín verði í marga mánuði í sóttkví
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Reikn­ar með að amma sín verði í marga mán­uði í sótt­kví

Ónefnd kona seg­ir að amma sín, sem er með lungnakrabba­mein og bælt ónæmis­kerfi, muni þurfa að bíða COVID-19 far­ald­ur­inn af sér al­ein í sótt­kví á heim­ili sínu. Hún hef­ur þeg­ar ver­ið í sótt­kví í um hálf­an mán­uð og mun lík­lega þurfa að vera í nokkra mán­uði til við­bót­ar.
Lausnamiðaðar mæðgur í heimsóknarbanni
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Lausnamið­að­ar mæðg­ur í heim­sókn­ar­banni

Mæðg­urn­ar Guð­rún Karls­son og Rann­veig Jóns­dótt­ir deyja ekki ráða­laus­ar þó að heim­sókn­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­ið, þar sem Rann­veig dvel­ur, hafi ver­ið bann­að­ar.
Líf í sóttkví: Sárast að fá ekki að sjá börnin
ViðtalAðskilin vegna veirunnar

Líf í sótt­kví: Sár­ast að fá ekki að sjá börn­in

Na­tal­ía Ósk Ríkarðs­dótt­ir er ein með fjög­ur börn og þar af eitt fjög­urra mán­aða á með­an eig­in­mað­ur­inn er í sótt­kví. Ír­is Þórs­dótt­ir hitt­ir börn­in að­eins í fjarska, aðr­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem send­ir voru í sótt­kví hitta börn­in jafn­vel ekk­ert með­an á þessu stend­ur. Þeg­ar þetta er skrif­að eru hátt í 4.000 Ís­lend­ing­ar í sótt­kví og þeim fjölg­ar hratt. Við rædd­um við fólk um þá reynslu.
Hefur áhyggjur af depurð ömmu eftir heimsóknarbann
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Hef­ur áhyggj­ur af dep­urð ömmu eft­ir heim­sókn­ar­bann

Þor­gerð­ur María Gísla­dótt­ir er 94 ára göm­ul kona á Hrafn­istu. Fjöl­skylda henn­ar hef­ur áhyggj­ur af því hvaða af­leið­ing­ar heim­sókn­ar­bann og ein­angr­un hafa á hana og segja að hún sé nú þeg­ar far­in að sýna merki dep­urð­ar og leiða.