Emmanuel Macron vildi sigur Úkraínumanna en án þess þó að Rússar töpuðu, var sagt í frönskum fjölmiðlum.
Aðsent
Ingrid Kuhlman
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Alþjóðadagur hamingju er haldinn hátíðlegur í dag, mánudaginn 20. mars. Meðfylgjandi er grein um vináttu en hún spilar stóran þátt í hamingju og vellíðan okkar.
Aðsent
Anna María Ágústsdóttir
Himinblámi, gullnir kornakrar og svört mold Úkraínu
Á síðastliðnu ári var þetta endurtekið efni: Samstarfsfélagar úr Evrópu um jarðvegsvernd norpa á Teams-fundum klæddir ullarjökkum og treflum, en úkraínski félaginn er þreyttur, fölur og andvarpar endurtekið og ósjálfrátt líkt og fólk gerir sem er undir miklu álagi og örmagna af þreytu. Það gæti líka orðið rafmagnslaust án nokkurs fyrirvara og hann hverfur af fundi þegar loftvarnarviðvörunin fer í gang. Í lífshættu, rétt eins og aðrir íbúar Úkraínu.
Það sem ég hef lært
2
Sigrún Erla Hákonardóttir
Valdið til að bregðast við áföllum
„Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera,“ sagði faðir Sigrúnar Erlu Hákonardóttur við hana þegar hún missti eiginmann sinn í hörmulegu slysi fyrir aldarfjórðungi. Lífið hefur kennt henni að þó að áföllin breyti lífinu og sjálfinu á afdrifaríkan hátt, skiptir jafn miklu máli hvernig við tökumst á við þau, með góðra manna hjálp.
Aðsent
Guðrún Schmidt
Sjálfbærni krefst þess að hugsa út fyrir kassann
Guðrún Schmidt, sérfræðingur hjá Landvernd, segir það lofsvert hvað meðvitund um sjálfbærni hefur aukist en mikilvægt sé að auka þekkingu fólks á því hvað sjálfbærni þýðir í raun og koma í veg fyrir ranga notkun á orðinu og ýmsan grænþvott.
Aðsent
3
Sigfús Bjarnason og Sigurður H. Magnússon
Kolefnisrækt, kolefnisjöfnun og vottun
Sigfús Bjarnason og Sigurður H. Magnússon stofnfélagar Vina íslenskrar náttúru, svara gagnrýni stjórnarformanns Kolviðar og skógræktarstjóra á viðtal við Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Aðsent
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Samfélagsmiðlar og geðheilsa
Formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir að á hinu pólitíska sviði sé einboðið að takmarka frekar framleiðslu á efni sem verst hefur áhrif á sjálfsmynd barna og ungmenna.
Aðsent
1
Örn Bárður Jónsson
Ævintýri um réttlætisráðherra
Örn Bárður Jónsson kemur með nýja uppástungu um hvað dómsmálaráðherra skyldi kalla.
Aðsent
Sigurður Guðmundsson
Römm er sú taug
Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um atvinnuþátttöku innflytjenda á Íslandi og þróun hennar.
Aðsent
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Við viljum að það sé tekið mark á reynslu okkar
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar um hvernig það er að vera Íslendingur af erlendum uppruna. „Við erum einungis að biðja um að komið sé fram við okkur eins og allt annað fólk hér á landi, eins og við séum mennsk.“
Ingrid Kuhlman segir að það að leyfa einstaklingum með banvænan sjúkdóm að binda enda á þjáningar sínar sé mannúðlegur valkostur og ákvörðun sem enginn annar geti tekið en þeir sjálfir. Því þegar allt kemur til alls sé það hvernig við ákveðum að lifa og deyja persónuleg ákvörðun hvers og eins.
Pistill
1
Þorvaldur Gylfason
ESB: Ný viðhorf, ný staða
Innrás Rússa í Úkraínu fyrir ári hefur þjappað Evrópuþjóðunum saman, svo mjög að Finnar og Svíar búast nú til inngöngu í NATO og ný skoðanakönnun sýnir að 67% kjósenda styðja nú inngöngu Norðmanna í ESB.
Aðsent
Þórarinn Eyfjörð
Stormur í grunnþjónustunni
Þó að logn sé skollið á í heimsfaraldrinum er enn stormur í heilbrigðiskerfinu. „Stormurinn sem hlífir engu í fjársveltum innviðum þar sem krafa dagsins er niðurskurður og samdráttur. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar gagnvart málaflokknum er algjör,“ skrifar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.
Aðsent
Guðmundur Guðmundsson
Rannsóknir á perlusteini í Sementsverksmiðju ríkisins 1970–1980
Dr. Guðmundur Guðmundsson fer yfir rannsóknir, sem þau í Sementsverksmiðju ríkisins gerðu, á möguleikum á vinnslu perlusteins árin 1970 til 1980. Niðurstaðan var sú að perlusteinninn væri enn eftirsótt vara með hagstæða eiginleika og ætti því að vera áfram til skoðunar hér á landi.
Aðsent
Kristín Ástgeirsdóttir
40 ár frá stofnun Kvennalistans: Hvar stöndum við nú?
Launamisrétti er enn til staðar. Hópur kvenna býr við sára fátækt. Ofbeldi gegn konum er ógnvænlegt. Álag á mörgum konum er mikið og ástæða til að beina sjónum að heilsu kvenna, ungra sem aldinna, jafnvel unglinga. Og eldri konum er refsað fyrir að hafa tekið hlé á vinnumarkaði til að eignast börn.
Pistill
1
Stefán Ingvar Vigfússon
Heimili foreldra minna
Það er allt í röð og reglu á heimili foreldra minna. Allt á sinn stað. Þau vaska upp eftir kvöldmat og raða skálum, bollum og lyfjum á borðið fyrir svefninn, til þess að það sé frágengið þegar þau vakna. Þau mæta ekki of seint til vinnu og reyna aldrei á mörk skilafrests, eins og ég er til að mynda að gera með þennan pistil.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.