Ráðherra hefur kynnt áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis í samráðsgátt stjórnvalda.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
Starfsemi þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs er umdeild víða um heim. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir að starfa á hernumdum svæðum, bæði í Palestínu og Vestur-Sahara. Fyrirtækið hyggst byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn þar sem móberg verður unnið í sement.
Fréttir
Hvað er hæfileg neysla?
Ummæli fyrrverandi heilbrigðisráðherra Danmerkur um hlutverk áfengis, einkum bjórs, hvað sé hæfileg neysla og tilgangurinn með neyslunni, hafa vakið mikla athygli í Danmörku. Ráðherrann fyrrverandi er núverandi framkvæmdastjóri samtaka bjór- og gosframleiðenda.
Flækjusagan
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Fyrir 250 milljónum ára voru öll meginlönd Jarðar samankomin í einni tröllaukinni heimsálfu sem við köllum Pangeu. Sú hafði verið við lýði í tæp 100 milljón ár og var reyndar byrjuð að trosna svolítið í sundur. Enn liðu þó tugir milljóna ára áður en Pangea klofnaði endanlega í tvær minni risaálfur, Lárasíu og Gondwanaland, sem löngu síðar leystust upp í...
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg vill byggja verksmiðju sem er á stærð við fyrirhugaðan þjóðarleikvang inni í miðri Þorlákshöfn. Framkvæmdin er umdeild í bænum og styrkveitingar þýska Heidelbergs til félagasamtaka í bænum hafa vakið spurningar um hvort fyrirtækið reyni að kaupa sér velvild. Bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir vill ekki að Þorlákshöfn verði að verksmiðjubæ þar sem móberg úr fjöllum Íslands er hið nýja gull.
Fréttir
Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Stjórnvöld vinna að gerð mælaborðs um farsæld barna. Svo það verði að veruleika telur mennta- og barnamálaráðuneytið nauðsynlegt að innleiða sérstök lög sem heimila stjórnvöldum að afla gagna um líðan, velferð og farsæld barna.
Fréttir
1
Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Rekstrartölur Bjargs íbúðafélags benda til að fólk noti barnabætur til greiða niður vanskil á leigugreiðslum. Sömu tölur sýna að vanskil hafa aukist verulega síðasta hálfa árið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og varaformaður stjórnar Bjargs, vill að Alþingi setji neyðarlög sem stöðvi hækkun leigugreiðslna.
Fréttir
Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fyrrverandi leikmaður Aftureldingar fær ekki að spila fótbolta á komandi keppnistímabili, vegna veðmála hans á fótbolta á síðasta sumri. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ segir hann hafa brotið gegn grundvallarreglu með veðmálum á leiki sem hann sjálfur tók þátt í.
Viðtal
1
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Tveir drengir hafa verið á vergangi ásamt föður sínum í Reykjavík frá því síðasta sumar og hafast nú við í hjólhýsi. Félagsráðgjafi kom því til leiðar að þeir fengju að vera þar áfram eftir að vísa átti þeim af tjaldsvæðinu í október. Axel Ayari, faðir drengjanna, segir lítið um svör hjá borginni varðandi hvenær þeir komist í viðunandi húsnæði. „Þetta er ekkert líf fyrir strákana mína.“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
Þýska sementsfyrirtækið ver peningum í styrkveitingar í Ölfusi til að reyna að auka velvild íbúa í sinn garð í aðdraganda byggingar mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Þetta er mat meirihluta íbúa í sveitarfélaginu, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina. Talsmaður Heidelbergs, Þorsteinn Víglundsson. hefur lýst andstæðri skoðun í viðtölum um styrkina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyrir þýska fyrirtækinu.
GreiningSalan á Íslandsbanka
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Afar líklegt er að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti ítarlega greinargerð eða skýrslu um rannsóknina á aðkomu Íslandsbanka að útboði hlutabréfa ríkisins í honum í fyrra. Fordæmi er fyrir slíku. Það sem Íslandsbanki hræðist hvað mest í rannsókninni er ekki yfirvofandi fjársekt heldur birting niðurstaðna rannsóknarinnar þar sem atburðarásin verður teiknuð upp með ítarlegum hætti.
Fréttir
2
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Efling stéttarfélag neitar að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt og telur að hann hafi engar heimildir til að fá það afhent. Meðan svo er er ekki hægt að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gagnrýnir Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara harðlega og segir hann hafa kynnt fulltrúum annarra stéttarfélaga að hann hyggðist leggja fram miðlunartillögu en aldrei hafa haft samráð við Eflingu.
Úttekt
Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Þegar kemur að framlögum fyrirtækja til stjórnmálaflokka á kosningaári skera sjávarútvegsfyrirtæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðrir atvinnuvegir. Alls fóru næstum níu af hverjum tíu krónum sem fyrirtæki í sjávarútvegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú ríkisstjórn.
Fréttir
2
Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Doktor í fjármálum, fyrrverandi bæjarstjóri og fyrrverandi sparisjóðsstjóri eru á meðal umsækjenda um ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi eru mjög eða fremur andvígir byggingu mölunarverksmiðjunnar í bænum. Til samanburðar eru einungis 19,3 prósent íbúa fremur eða mjög hlynntir byggingu verksmiðjunnar. Þetta er niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal 382 íbúa í Ölfusi. Könnunin olli titringi í Ölfusi þegar hún var gerð á síðustu dögum.
Fréttir
Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Nú stendur til að breyta því. Í umræðum um þær breytingar kom til tals hvort slíkt feli í sér samþjöppun valds og hvort það kunni að vera varhugavert.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.