Hallgrímur Helgason stígur ölduna í brimróti listanna á árinu sem var að líða ...
GagnrýniVillibráð
Meiri stéttavinkill í íslensku útgáfunni
Í þessu tilfelli verður til spegill sem þegar hefur speglað tugi leikstjóra frá jafnmörgum löndum, skrifar Ásgeir H. Ingólfsson sem skellti sér á bíómyndina Villibráð.
Menning
Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tileinkar Eiríki Guðmundssyni heitnum, vini sínum, nýjustu skáldsögu sína. Eiríkur lést í ágúst á síðasta ári eftir að hafa glímt við alkóhólisma um árabil. Í bók Jóns Kalmans eru áhrifamiklar lýsingar á áhrifum alkóhólisma á einstaklinga og aðstandendur þeirra.
Menning
Bíó Tvíó snýr aftur
Hlaðvarpið um íslenskar kvikmyndir hefur aftur göngu sína á Stundinni með aðstoð Kvikmyndasafns Íslands. Vikulegir aukaþættir um íslenskar heimildarmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsþætti verða einnig í boði.
Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður á Þjóðarbókhlöðunni, er sérlegur fréttaritari bókablaðsins í jólabókaflóðinu. Hún skrifar um hinar og þessar bækur og slúðrar um bókapartí og höfunda.
GagnrýniDáin heimsveldi
Hugmyndaauðgi og spenna
Dáin heimsveldi er verulega áhrifarík og vel skrifuð bók. Framvindan er spennandi og sviptir lesandanum fram og til baka, hugmyndaauðgin mikil en Steinar fellur þó aldrei í þá gryfju að týna skáldskapnum í hugmyndaflóði.
GagnrýniAllt og sumt
Bæði allt og sumt
Þetta er dillandi skemmtileg bók og ekki öll þar sem hún er séð, skrifar Jón Yngvi.
GagnrýniBrimhólar
Nemandi gefur prófessor einkunn
Það er sérstök spenna í þessari bók sem gerir hana göldrótta, spenna á milli ensku og pólsku skáldanna, þótt þau séu öll löngu dauð, enda pólskir kirkjugarðar „fullir af nýdauðum skáldum“.
GagnrýniBreytt ástand
Íslensku dýragarðsbörnin
Ein mikilvægasta bók ársins, bók sem fær fjórar stjörnur frá nískum gagnrýnanda sem veit að þessi skáldkona er með fimm stjörnu bók einhvers staðar í hausnum á sér ...
GagnrýniFarsótt
Farsóttarhús
Nú kann lesanda að þykja smámunasemi ráða skrifum, en þá er til þess að líta að hér er á ferðinni frábært rit um einstakt efni unnið af alúð og góðri yfirsýn. Ekki verður aftur gefin út bók af þessu tagi. Hér verður því að gera ítrustu kröfur til útgefanda en þær stenst höfundur að nær öllu leyti, skrifar Páll Baldvin um bókina Farsótt.
GagnrýniStóri bróðir
Hið illa sigrar þegar góðir menn sitja hjá ...
Arnór Ingi Hjartarson skrifar um fyrstu skáldsögu Skúla Sigurðssonar og segir: Öðrum þræði er þetta sumsé eins konar ofurhetjusaga að forminu til, en um leið sækir hún margt til millenium-bálksins eftir Stieg Larsson og ógrynni hefndarsagna.
Menning
Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar
Ásgeir H. Ingólfsson heimsótti prentbæinn Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir jólin.
GagnrýniLóa og Börkur: Langskot í lífsháska
Geggjuð bók
Snæbjörn Oddsson, tólf ára körfuboltastrákur, skrifar um skáldsöguna Langskot í lífsháska, eftir Kjartan Atla Kjartansson og Braga Pál Sigurðarson, og fagnar því að finna bók sem þessa.
GagnrýniÉg var nóttin
Gömul á besta mögulega hátt
Að lesa þessa skáldsögu er eins og að stíga inn til frændfólks sem þú vissir ekki að þú ættir og ráfa um einkennilegt heimili þar sem engu hefur nokkru sinni verið fleygt og ekkert nýtt keypt heldur.
GagnrýniSólrún
Barn náttúrunnar
Sólrún er ein þeirra sem verður hissa – en er núna í kapphlaupi við að framkalla aftur alla litina sem lífið gaf henni, áður en hún fellur af þessari grein.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.