Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Allt sem ég vil er að ömmu líði vel“

Þor­gerð­ur María Gísla­dótt­ir er 94 ára göm­ul kona á Hrafn­istu. Fjöl­skylda henn­ar hef­ur áhyggj­ur af því hvaða af­leið­ing­ar heim­sókn­ar­bann og ein­angr­un hafa á hana og segja að hún sé nú þeg­ar far­in að sýna merki dep­urð­ar og leiða.

„Allt sem ég vil er að ömmu líði vel“

Þorgerður María Gísladóttir er 94 ára gömul kona sem búsett er á öldrunarheimilinu Hrafnistu þar sem heimsóknarbann hefur ríkt frá 7. mars vegna kórónaveirunnar. Barnabarn hennar, Þorgerður María Halldórsdóttir, gagnrýnir þá ákvörðun harðlega. Fram til þessa hefur amma hennar fengið daglegar heimsóknir frá fjölskyldunni en nú er hún einangruð og einmana. Nú þegar rúm vika er liðin frá því að heimsóknarbann var sett á er hún strax orðin mjög döpur, leið og illa stödd andlega.

Þorgerður María hin eldri er kona sem á sér langa sögu, starfaði lengst af sem sund- og leikfimiskennari í Hafnarfirði, var einn stofnenda fimleikafélagsins Björk og fyrsti formaður þess. Hún kenndi einnig sund á Hrafnistu þar sem hún dvelur nú, þegar hún hætti að kenna í Flensborg, og sinnti því þar til hún hætti alfarið að vinna. Þá kom hún að stofnun Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og sinnti eflingu íþróttastarfs fyrir aldraða um tíma. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aðskilin vegna veirunnar

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Kór­óna­veir­an á Spáni: Flúði elli­heim­il­ið af ótta við að deyja einn

Tala lát­inna vegna kór­óna­veirunn­ar á Spáni er orð­in hærri en í Kína. Á föstu­dag­inn höfðu 1.000 lát­ist á Spáni en nú hafa tæp­lega 3.500 beð­ið bana. Kór­óna­veir­an hef­ur herj­að á mörg elli­heim­ili í land­inu, með­al ann­ars á eitt í Madríd þar sem 89 ára heim­il­is­mað­ur ákvað að taka til sinna ráða áð­ur en röð­in kæmi að hon­um.
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja eig­in­mann­inn: „Þarf nánd, snert­ingu og kær­leik“

Ein­ar Þór Jóns­son fær ekki að heim­sækja eig­in­mann sinn, sem glím­ir við Alzheimer-sjúk­dóm­inn, á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna heim­sókn­ar­banns. Hann seg­ir þörf á að end­ur­skoða ákvörð­un­ina strax. Ein­ari finnst bann­ið mjög erfitt og seg­ir mjög veikt fólk þurfa nánd og kær­leik, al­veg eins og að­stand­end­ur.
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Mik­il­vægt að halda í já­kvæðn­ina

Kjart­an Jarls­son er dval­ar­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi. Al­gjört bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna COVID-19 far­ald­urs­ins veld­ur því að kona hans, dæt­ur og barna­börn munu ekki geta heim­sótt hann næstu mán­uði, fari svo að bann­ið verði ekki end­ur­skoð­að. Kjart­an læt­ur þetta þó ekki á sig fá og held­ur sem fast­ast í já­kvæðn­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár