Flokkaflakk Íslands – þvert á flokka

Marg­ir ræðu­manna á mót­mæl­um gegn hæl­is­leit­end­um hafa leit­að hug­mynd­um sín­um far­veg inn­an stjórn­mála­flokka und­an­farna ára­tugi en ekki haft er­indi sem erf­iði. „Aug­ljós mark­að­ur fyr­ir þessi sjón­ar­mið,“ sagði einn á leyniupp­töku áð­ur en hann steig á svið fyr­ir hóp­inn.

Flokkaflakk Íslands – þvert á flokka
Leitað heimilis fyrir málefnið Ræðumenn Íslands - þvert á flokka hafa komið víða við til að finna stefnu sinni í innflytjendamálum farveg.

Flestir ræðumanna sem komið hafa fram á mótmælum hópsins Ísland – þvert á flokka, hafa beitt sér í flokkum á hægri væng stjórnmálanna um nokkurt skeið. Flest eiga það sameiginlegt að hafa komið við í Sjálfstæðisflokknum á einhverjum tímapunkti en fæst hafa fundið sér samastað til lengri tíma.

Hópurinn, sem er með yfir fimm þúsund meðlimi á Facebook, hætti við þriðju boðuðu mótmæli sín vegna sumarfría en til stóð að halda þau laugardaginn 28. júní. Fyrsti útifundur hópsins á Austurvelli í lok maí vakti mikla athygli þegar Brynjar Barkarson tónlistarmaður flutti ræðu þar sem viðstaddir bauluðu þegar hann talaði um trúarbrögð múslima.

Sigfús Aðalsteinsson, stofnandi hópsins og stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins alla tíð, segir meðlimi hópsins hafa fjölbreyttar stjórnmálaskoðanir en nokkuð hefur verið um umræður í Facebook-hópnum um hvað „þvert á flokka“ í nafni hans þýði. „Þessi flokkur heitir Ísland – þvert á …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þjóðernishyggja er ekki "rasismi" og þau sem halda slíku fram hafa rangan skilning á hugtökum. Sjált hugtakið "rasismi" er falshugmynd því kynþættir eru ekki til sem vísindaleg staðreynd. Þjóðerni er aftur á móti staðreynd, þú ert Íslendingur ef það stendur í vegabréfinu þínu.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár