Trumpískir tollar: Tæta og trylla um heimshagkerfið
Greining

Trumpísk­ir toll­ar: Tæta og trylla um heims­hag­kerf­ið

Fyrsta hálfa ár­ið er lið­ið af síð­ara kjör­tíma­bili Trumps for­seta. Eng­inn veit hvernig tolla­stríð­ið þró­ast þó ljóst sé orð­ið að heims­hag­kerf­inu hef­ur ver­ið um­bylt. Snilld­ar­lög­gjöf og stór­fag­urt fjár­laga­frum­varp virð­ast þó einnig fela í sér að rétt­ar­rík­ið á und­ir högg að sækja og fram­tíð lýð­ræð­is­ins er mik­illi óvissu háð.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
Ísland vaknar
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“
Sögulegt einvígi innan Sjálfstæðisflokksins
Greining

Sögu­legt ein­vígi inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Tveir öfl­ug­ir fram­bjóð­end­ur sækj­ast eft­ir for­mann­sembætti elsta stjórn­mála­afls Ís­lands, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þar sem þær eru báð­ar kon­ur er ljóst að ald­ar­göm­ul hefð verði brot­in á fund­in­um. Þá gæti flokk­ur­inn eign­ast sinn fyrsta formann sem er ekki bú­sett­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nái Guð­rún kjöri.

Mest lesið undanfarið ár