Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Afar líklegt er að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti ítarlega greinargerð eða skýrslu um rannsóknina á aðkomu Íslandsbanka að útboði hlutabréfa ríkisins í honum í fyrra. Fordæmi er fyrir slíku. Það sem Íslandsbanki hræðist hvað mest í rannsókninni er ekki yfirvofandi fjársekt heldur birting niðurstaðna rannsóknarinnar þar sem atburðarásin verður teiknuð upp með ítarlegum hætti.
GreiningLeigufélagið Alma
1
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
Leigufélagið Alma hefur um eitt þúsund heimili til útleigu til einstaklinga. Íbúðirnar eru aðallega staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum; um 800 íbúðir. Í hverjum mánuði tikka 220 milljónir inn í kassann vegna þessara íbúða, auk þess sem virði þeirra hefur vaxið verulega á síðustu árum. Nær allir samningar Ölmu við einstaklinga eru verðtryggðir.
GreiningSamherjaskjölin
1
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
Útgerðarfélagið Samherji þarf að borga skatta á Íslandi vegna launagreiðslna til íslenskra starfsmanna sinna erlendis sem fengu greidd laun frá skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS. Samherji reyndi ítrekað að hafna tengslum sínum við Cape Cod FS og sagði fjölmiðla illgjarna. Niðurstaða samkomulags Skattsins við Samherja sýnir hins vegar að skýringar Samherja á tengslum sínum við félagið voru rangar.
Greining
„Áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu“
Í greiningu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni aukast á árinu 2023 og að þær verði að 590 þúsund krónur á mánuði hjá meðaleinstaklingi. Þar er hins vega ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar sem ráðuneytið segir að muni hafa mikil áhrif á buddu heimila á árinu. Umsamdar launahækkanir geti leitt til um 0,5 prósent meiri verðbólgu en Seðlabankinn hefur reiknað með og ráðuneytið segir að hætt sé við því að efnahagslegur óstöðugleiki aukist.
GreiningLeigufélagið Alma
3
Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðisflokkurinn er eini ríkisstjórnarflokkurinn sem hefur ekki opnað á möguleikann á leiguþaki. Umræðan um Ölmu leigufélag leiddi til þess að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson ræddu þann möguleika. Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa mælt fyrir frumvörpum á þingi um að setja leiguþak en þessum frumvörpum var hafnað á þingi.
GreiningLeigufélagið Alma
3
Yfirlýsingar Ölmu leigufélags standast ekki: Hafa hækkað leiguna hjá fólki um 20 til 30 prósent allt þetta ár
Alma leigufélag hefur hækkað leiguna hjá viðskiptavinum sínum um 20 til 30 prósent í mörgum tilfellum í ár. Þetta er allt að tíu sinnum meira en fyrirtækið þyrfti að gera miðað við kostnaðarhækkanir sínar. Fyrirtækið hefur hins vegar sagt að tilfelli Brynju Bjarnadóttur sé ekki lýsandi fyrir stefnu fyrirtækisins. Gögn sem Stundin hefur séð segja hins vegar allt aðra sögu.
Greining
1
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið vel en að bæði VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft að gera nauðsynlegar „málamiðlanir“ í pólitísku samstarfi. Þau telja líka bæði að flokkarnir hafi náð sínu fram í samstarfinu. Munurinn á flokkunum tveimur er hins vegar meðal annars sá að VG hefur misst mikið fylgi í kosningum og stuðning í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert það.
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
Fáir ef nokkrir sáu fyrir þá stöðu sem nú er uppi, níu mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvort heldur sem var, vanmat á úkraínska hernum, eða ofmat á þeim rússneska, er erfitt að segja til um. En er einhver von til þess að hömungunum linni? Og þá hvernig? Valur Gunnarsson rýnir í fjórar mögulegar leiðir til að enda stríð.
Greining
2
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Aldrei hafa fleiri fulltrúar olíufyrirtækja sótt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en nú. Vildarkjör á flug, drykkir í flöskum frá risafyrirtækjunum Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eftir sig af plastmengun, var selt á ráðstefnunni. Mörgu virðist ábótavant á ráðstefnu sem ætti að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum segir vísindafólk.
GreiningSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Afleiðingar Samherjamálsins: 19 sakborningar og allt hitt
Samherjamálið í Namibíu hefur haft víðtækar afleiðingar í Namibíu, á Íslandi , í Noregi og víðar síðastliðin ár. Um er að ræða stærsta spillingarmál sem hefur komið upp í Namibíu og Íslandi og eru samtals 19 einstaklingar með réttarstöðu sakbornings. Svo eru allar hinar afleiðingarnar af málinu.
GreiningUppgangur þjóðernishyggju
Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
Ferðalag sænska stjórnmálaflokksins Svíþjóðardemókrata frá því að vera jaðarflokkur í sænskum stjórnmálum yfir í að vera samstarfsflokkur ríkisstjórnarinnar er einstakt segir stjórnmálaskýrandi. Flokkurinn hefur náð að straumlínulaga sig og fjarlægja sig frá nasískri og rasískri fortíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokkinn.
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin
6
Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
Eftir fjölmiðlaumræðu og spurningar í nærri fimm ár hefur eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds loksins afskrifað að fullu seljandalán sem fyrirtækið fékk frá Samherjafélagi til að kaupa hlutabréf útgerðarinnar í Morgunblaðinu. Eyþór þrætti alltaf fyrir það á meðan hann var borgarfulltrúi að viðskiptin með hlutabréfin væru sýndarviðskipti.
Greining
4
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Frá því að Guðrúnar Harðardóttir steig fram fyrir 10 árum síðan og opinberaði bréf sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi þegar hún var unglingur hafa tugir annarra frásagna um háttsemi hans komið fram. Jón Baldvin hefur reynt að fá fólk til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu en á sama tíma eiga sér stað ný atvik þar sem konur upplifa hann sem ógn.
GreiningHátekjulistinn 2022
Fjármagnstekjur bera uppi íslenska eina prósentið
Íslendingarnir sem höfðu hæstar tekjur á síðasta ári höfðu flestir drjúgar fjármagnstekjur sem höfðu þannig mest um það að segja hverjir raða sér í flokk tekjuhæsta 1 prósents landsmanna. Aðeins um helmingur 1 prósentsins hafði minna en hálfa milljón í fjármagnstekjur á síðasta ári og minna en þriðjungur þess hafði engar fjármagnstekjur.
GreiningHátekjulistinn 2022
Ofurlaun og -auður: Eittprósentið í félagslegu samhengi
Efsta prósentið er frábrugðið okkur hinum að tvennu leyti. Það fyrra er að þau eiga umtalsvert meiri peninga. Það seinna er að þessi hópur hefur hærra hlutfall af heildartekjum sínum í formi fjármagnstekna sem eru skattlagðar lægra en tekjur sem fólk hefur af vinnu.
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.