Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan
Gríðarleg aukning ferðamanna og fjölgun þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hefur aukið eftirspurn eftir íbúðum á Íslandi verulega. Íbúafjöldinn nálgast 400 þúsund og íbúum fjölgar um þúsund á mánuði. Seðlabankastjóra var brugðið þegar þessar tölur voru settar fyrir framan hann og hvatti hann banka til að sýna samfélagslega ábyrgð.
Greining
1
25 prósent aukin raforkuþörf til 2040
Orkustofnun gerir ekki ráð fyrir að full orkuskipti náist fyrir árið 2040 líkt og ríkisstjórnin stefnir að. Í nýrri spá er reiknað með að komist verði áleiðis að settu marki en að siglingar og flug eigi langt í land. En ný tækni gæti snarbreytt stöðunni.
Greining
2
Þurfum að vera tilbúin að hafa vindorkuver „nær okkur en við vildum áður“
Viljið þið vindorkuver í byggð eða í óbyggðum? Viljið þið stór og fá ver eða lítil og mörg? Þetta eru meðal spurninga sem starfshópur um vindorkunýtingu veltir upp og að auki hvort núverandi kynslóð þurfi ekki að axla ábyrgð á loftslagsvandanum „með því að forgangsraða þeim gæðum sem tengjast óspilltri náttúru umfram þau gæði að hafa slík mannvirki ekki í sjónmáli í daglegu lífi”.
Greining
1
Verðið á bensíni lækkar mun hægar en innkaupaverð olíufélaganna
Álagning íslensku olíufélaganna á hvern seldan bensínlítra er nú um 17,2 prósent eftir að hafa verið nokkuð stöðugt í kringum 20 prósent frá síðasta hausti. Í fyrrasumar var hún í kringum tíu prósent.
Greining
Bótakrafa Vinnslustöðvarinnar vegna makrílkvóta hefur lækkað um þriðjung en er samt 1,2 milljarðar
Fyrir fjórum árum ákváðu sjö útgerðir að stefna íslenska ríkinu vegna þess að þær töldu sig hafa orðið fyrir fjártjóni vegna makrílkvóta sem fór ekki til þeirra. Alls vildu þær fá 10,2 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum. Þegar fjölmiðlar greindu frá umgangi krafna þeirra reis upp gagnrýnisalda og fimm útgerðir hættu við. Tvær tengdar útgerðir héldu hins vegar áfram málarekstri og krefjast enn að ríkið greiði þeim 1,2 milljarða króna í skaðabætur.
Greining
Það sem þótti „mjög ólíklegt“ gerðist og 160 milljarðar þurrkuðust út
Alvotech ætlaði sér að verða ný stoð undir íslenskt efnahagslíf og að útflutningstekjur fyrirtækisins yrðu um fimmtungur af vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Til þess að ná því markmiði þurfti Alvotech að fá markaðsleyfi fyrir hliðstæðu mest selda lyfs Bandaríkjanna þar í landi. Því var synjað, að minnsta kosti tímabundið, 13. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur virði Alvotech hríðfallið og mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins.
Greining
Alvotech fékk ekki markaðsleyfið í Bandaríkjunum sem beðið hefur verið eftir
Alvotech, sem tapaði næstum 70 milljörðum króna, hefur boðað að félagið muni skila hagnaði á síðari hluta yfirstandandi árs. Þau áform hvíldu meðal annars á því að fá markaðsleyfi fyrir líftæknihliðstæðu á Bandaríkjamarkaði. Í gær lá fyrir að það markaðsleyfi fáist ekki innan þess tíma sem stefnt var að.
Greining
Fjármálaráð gagnrýnir stjórnvöld fyrir að sleppa ekki bensíngjöfinni í ríkisútgjöldum
Ríkið ætti að nota sterka stöðu til að minnka skuldir og komast undir tölusett viðmið fjármálareglna strax árið 2026, að mati fjármálaráðs. Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ekki ráð fyrir því að þeim viðmiðum verði náð fyrr en 2028.
Erlent
2
Heimsveldi í smíðum
Kína er á flesta mælikvarða annað öflugasta ríki heims, á suma jafnvel það sterkasta, og vex hratt. Stríðið í Úkraínu hefur stóraukið mátt Kína með því að gera Rússland að undirsáta stjórnarinnar í Peking. Kína er orðið að heimsveldi sem enginn getur litið framhjá.
Greining
Tekjur RÚV af auglýsingasölu hafa aukist um næstum 50 prósent á tveimur árum
Þrátt fyrir að auglýsingasala hafi skilað RÚV 372 milljónum krónum meira í kassann í fyrra en árið áður, og þær tekjur hafi aukist um 774 milljónir króna á tveimur árum, þá tapaði RÚV 164 milljónum króna á árinu 2022.
Greining
4
Icelandair ætlar að kaupa 25 vélar frá Airbus – Áratugalöngu sambandi við Boeing lokið
Í dag eru allar flugvélar sem Icelandair notar í millilandaflugi frá bandaríska framleiðandanum Boeing. Það mun breytast á næstu árum, eftir að félagið ákvað að kaupa allt að 25 vélar frá helsta samkeppnisaðila þess, Airbus. Fyrstu vélarnar verða afhentar 2025.
Greining
Endalok Fréttablaðsins sem flestir sáu fyrir en komu samt á óvart
Árum saman hefur blasað við að rekstrarmódel Fréttablaðsins, sem dreift var frítt inn um lúgur tugþúsunda heimila, stóð völtum fótum. Stafræn bylting, hratt minnkandi lestur og aukinn kostnaður mynduðu saman gríðarlegt rekstrartap. Tilraun til að breyta um stefnu í byrjun árs mistókst hrapallega, og nú er blaðið allt. Eftir standa tugir blaðamanna og annarra starfsmanna án atvinnu og fjöldi lesenda sem í meira en tvo áratugi hafa vanist því að lesa Fréttablaðið á degi hverjum.
Greining
2
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Fimm ára fjármálaáætlun er ætlað að hjálpa til við að berja niður verðbólgu og slá á þenslu. Þar eru boðaðar skattahækkanir, sem sumar eru útfærðar og aðrar alls ekki, aðhaldsaðgerðir og eignasala. Heimildin greindi það helsta sem er að finna í áætluninni.
Greining
1
400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Stuðningur ríkissjóðs við einkarekna fjölmiðla verður aukinn um 400 milljónir króna á ári samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun. Framlag til þeirra verður því rúmlega tvöfaldað. Framlög til RÚV úr ríkissjóði verða 1,5 milljarði krónum hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr umsvifum ríkismiðilsins á auglýsingamarkaði.
Greining
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greiðslubyrði af óverðtryggðu 50 milljón króna láni á breytilegum vöxtum nálgast nú 400 þúsund krónur á mánuði. Um fjórðungur allra lána eru óverðtryggð og fastir óverðtryggðir vextir þúsunda heimila losna í ár.
Greining
4
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Vinstri græn hafa á síðustu fimm og hálfu ári tapað trausti og trúverðugleika, gefið afslátt af mörgum helstu stefnumálum sínum og varið hegðun og aðgerðir sem flokkurinn talaði áður skýrt á móti. Samhliða hefur róttækt fólk úr grasrótinni yfirgefið Vinstri græn, kjósendahópurinn breyst, hratt gengið á pólitíska inneign Katrínar Jakobsdóttur og fylgi flokksins hrunið. Þetta er fórnarkostnaður þess að komast að völdum með áður yfirlýstum pólitískum andstæðingum sínum.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.