Fyrir 25 árum fór fyrsti þáttur gamanþáttanna Fóstbræðra í loftið á Stöð 2 eftir að deilur pólitískra viðskiptablokka drápu nær verkefnið í startholunum. Í tilefni af afmælinu deila Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Helga Braga Jónsdóttir, Benedikt Erlingsson, Óskar Jónasson og fjöldi annarra sem komu að þáttunum minningum sínum af gerð þeirra eins og þær hafa varðveist í munnlegri geymd. Þetta er þeirra framlag.
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
Fréttir
4
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
Fréttir
1
Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
Meirihluti þeirra sem deila sviði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á ráðstefnu í Svíþjóð hafa starfað með hægriöfgasamtökum, sumir í flokki sem vill senda milljón innflytjendur úr landi. Forsætisráðherrann fyrrverandi svarar ekki spurningum.
Afhjúpun
4
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
Pistill
Steindór Grétar Jónsson
Þotuliðið í skreppitúr
Steindór Grétar Jónsson fær stundum að leggja frítt eins og þotuliðið á Reykjavíkurflugvelli.
Fréttir
Íslandsbanki hagnast um 5,9 milljarða eftir umdeilda sölu
Á fyrsta ársfjórðungi eftir að íslenska ríkið varð minnihlutaeigandi í Íslandsbanka var arðsemi eigin fjár bankans yfir væntingum og hagnaður meiri en á sama fjórðungi fyrir ári.
Úttekt
Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og þar með einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi, kemst reglulega í fjölmiðla fyrir umdeild ummæli, oft sett fram á Facebook. Samtökin '78 hafa kært nýjustu ummælin og ríkissaksóknari þarf nú sem áður að svara fyrir það sem Helgi skrifar í frítíma sínum.
Fréttir
Mikilvægt að vera á varðbergi með einkenni apabólu um helgina
Bólusetning vegna apabólu er hafin á landinu. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hvetur alla, óháð kynhneigð, til að kynna sér smitleiðir og einkenni veirunnar enda mikið samneyti meðal fólks um verslunarmannahelgina.
FréttirCovid-19
1
Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Að minnsta kosti tvö kórónaveirusmit urðu úr lifandi dýrum yfir í fólk á Huanan-markaðnum í Wuhan í Kína samkvæmt nýrri ritrýndri rannsókn hóps vísindamanna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenningu um að veiran hafi sloppið frá tilraunastofu.
Fréttir
Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki
20 ára afmæli Innipúkans verður fagnað með þriggja daga dagskrá í miðborginni um helgina. „Svo getur fólk bara farið heim til sín og sofið í eigin rúmi,“ segir Ásgeir Guðmundsson skipuleggjandi sem hefur óbeit á útihátíðum.
Fréttir
Jón Skaftason fer fyrir nýju Sýnarblokkinni
Eiginmaður Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, fer fyrir hópnum sem er nú stærsti hluthafinn í Sýn, sem á Vodafone og fjölmiðlana Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til margra ára.
Fréttir
Selur hlut sinn í Sýn og hættir sem forstjóri
Heiðar Guðjónsson hefur sagt skilið við Sýn, fyrirtækið sem rekur meðal annars Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.