Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
Slökkviliðinu var tilkynnt um eldhættu í kolakjallaranum úr Kveik fyrir einu ári. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir að út frá tilkynningunni hafi slökkviliðið ekki áttað sig á því að um væri að ræða atvinnuhúsnæði. Leigusalinn er hættur að leigja íbúðina því hann vill ekki brjóta lög. Fjölskylda frá Venesúela sem bjó í íbúðinni er komin með nýja íbúð í Breiðholtinu.
FréttirNeyð á leigumarkaði
Missti leiguíbúðina við brunann
Sögu Nazari dreymir um að eignast íbúð en er að eigin sögn föst á óöruggum leigumarkaði þar sem leiguverð sé óbærilega hátt og lífsgæði leigjenda mun lakari en flestra íbúðaeigenda, aðeins ungt fólk sem eigi efnaða foreldra geti keypt íbúð. Saga er nú í endurhæfingu, meðal annars vegna áfalls sem hún varð fyrir í september í fyrra en þá kviknaði í íbúð sem hún leigði.
FréttirNeyð á leigumarkaði
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem hefur starfað að geðheilbrigðsmálum í fjörutíu ár, segir að leigumarkaðurinn grafi undan geðheilsu fólks. Kvíði leigjenda yfir því að ná ekki endum saman og að þurfa jafnvel að flytja gegn vilja sínum sé mjög skaðlegur. Það sé umhugsunarefni að sumt fólk græði á óförum annarra og að yfirvöld leyfi það.
FréttirNeyð á leigumarkaði
2
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir neyðist til að flytja með fjölskyldu sína úr íbúð sem hún hefur leigt frá því síðastliðið haust. Hún segir leigusalann hafa rift samningi við þau í kjölfar þess að hún kvartaði undan myglu í íbúðinni. Hún telur að lítil viðbrögð við fyrirspurnum hennar um leiguíbúðir helgist af því að maðurinn hennar er af erlendum uppruna.
ÚttektNeyð á leigumarkaði
1
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
Samtök leigjenda kalla eftir regluverki til að koma í veg fyrir ömurlegt ástand á leigumarkaði þar sem fólk neyðist til að sækja í ósamþykkt og óleyfilegt húsnæði vegna hás leiguverðs. Ráðherrar og þingmenn virðast vel meðvitaðir um ástandið og flúðu sjálfir leigumarkaðinn við fyrsta tækifæri. Engu að síður er það niðurstaða nýlegrar rannsóknar að leigusalar hafi umboð stjórnvalda til að herja á leigjendur.
FréttirLeigumarkaðurinn
Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden hagnaðist um 126 milljarða
Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden ehf., sem áður hét Heimavellir, jók hagnað sinn um 55 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Fyrirtækið sem á íslenska leigufélagið á nú 116 þúsund íbúðir í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars rúmlega 1.600 á Íslandi.
FréttirLeigumarkaðurinn
Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
Berlínarþingið samþykkti nýlega sérstök lög um leiguþak og leigufrost í borginni. Sett hefur verið hámark á leigu íbúða auk þess sem leigusölum verður meinað að hækka leigu á næstu fimm árum. Gert til þess að veita leigjendum andrými segir húsnæðismálaráðherra.
FréttirLeigumarkaðurinn
Björgólfur Thor lítið sýnilegur á Íslandi
Björgólfur Thor er aðeins stjórnarmaður í einu íslensku félagi, þrátt fyrir að vera langríkasti Íslendingurinn. Tveir helstu samverkamenn Björgólfs Thors eru stærstu hluthafar leigufélagsins Ásbrúar á gamla varnarliðssvæðinu. Eignarhaldið er í gegnum Lúxemborg. Talskona Björgólfs segir hann ekki tengjast félaginu, þótt heimilisföngin fari saman.
ErlentLeigumarkaðurinn
Berlínarbúar vilja banna sína Gamma
Íbúar höfuðborgar Þýskalands ræða nú um það í fullri alvöru hvort rétt sé að banna stóru leigufélögin í borginni, taka hús þeirra eignarnámi, og leigja íbúðirnar aftur út á samfélagslegum forsendum. Meirihluti Berlínarbúa eru hlynntir hugmyndinni sem gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en langt um líður.
FréttirLeigumarkaðurinn
Spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi þrýst upp leiguverði
Ásgeir Jónsson hagfræðidósent segir að Ísland þurfi á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Segist grátt leikinn af netverjum sem hafi um sig ljót orð.
FréttirLeigumarkaðurinn
Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum
Móðir í fullu starfi, sem er með þrjár háskólagráður, er að bugast á íslenskum leigumarkaði sem hún segir að sé að murka úr henni lífið. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, missir leiguíbúð sína á vormánuðum og íhugar að flytjast í ósamþykkt iðnaðarhúsnæði eða úr landi. Hún furðar sig á aðgerðarleysi stjórnvalda.
FréttirLeigumarkaðurinn
Fjármálaeftirlitið þegir um hæfi Hauks
Fjármálaeftirlitið segir ekki hvort viðskipti stjórnarformanns Íbúðalánasjóðs geri hann vanhæfan
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.