Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Lífið er dýrara hérna með barn“

Mynd­listar­fólk­ið Ólaf­ur Ólafs­son og Li­bia Castro hef­ur und­an­farna ára­tugi deilt tíma sín­um á milli Hol­lands, Ís­lands, Þýska­lands og Spán­ar. Þau segja kostn­að við hús­næði, sam­göng­ur og veit­inga­staði á Ís­landi til­finn­an­lega hærri en á hinum stöð­un­um, auk þess sem dýr­ara sé að ala hér upp barn. Öll Evr­ópa glími þó við hækk­andi verð­lag.

„Lífið er dýrara hérna með barn“
Libia og Ólafur Tvíeykið hlaut Myndlistarverðlaun ársins 2021 fyrir verk sitt Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Mynd: Golli

Verðbólguskeið í Evrópu og sviptingar á húsnæðismörkuðum í borgum álfunnar hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Listafólkið Libia Castro og Ólafur Ólafsson þekkir þessa þróun vel á eigin skinni, enda þurfa þau að vera meðvituð um verðlag og samfélagsaðstæður hverju sinni víða um Evrópu.

Þrátt fyrir að búa formlega í Rotterdam í Hollandi og vera með son sinn þar í skóla eyða þau löngum stundum á Íslandi, í Berlín og í Málaga, bæði vegna verkefna sinna og fjölskyldutengsla. Þau hafa því einstaka sýn á kostnaðinn sem fylgir því að reka barnafjölskyldu í þessum löndum og áskorunum sem því fylgja.

„Við kynntumst í myndlistarnámi í Groningen í Hollandi,“ útskýrir Ólafur. „Við fluttum til Rotterdam árið 2001 og höfum búið þar síðan. Á milli 2008 og 2018 vorum við í Berlín líka. Vegna vinnunnar okkar og uppruna höfum við deilt tímanum okkar á milli þessara landa, Spánar, Íslands, Hollands og Þýskalands.“

Libia …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár