Ráðuneyti breytir ekki tollum vegna tæknilegs eggjaskorts

Tækni­leg­ur eggja­skort­ur er á Ís­landi, en fyr­ir­tæki eiga í mikl­um vand­ræð­um með að þjón­usta við­skipta­vini þeg­ar kem­ur að eggj­um. Bænd­ur eru and­víg­ir því að fella nið­ur inn­flutn­ing­stolla tíma­bund­ið og at­vinnu­vega­ráðu­neyt­ið hef­ur tek­ið und­ir þau sjón­ar­mið.

Ráðuneyti breytir ekki tollum vegna tæknilegs eggjaskorts
Skortur Eggjabændur hafa ekki haft undan að framleiða egg undanfarin misseri. Mynd: EPA

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hafnað beiðni Félags atvinnurekenda (FA) um að fella niður tímabundið tolla vegna innflutnings á eggjum til Íslands. Tæknilegur eggjaskortur er hér á landi þótt neytendur verði lítið varir við skortinn. Fyrirtæki hafa hins vegar neyðst til þess að flytja inn egg frá Danmörku til þess að anna eftirspurn, með tilheyrandi kostnaði. Varaformaður deildar eggjabænda innan Bændasamtaka Íslands, sem eru hagsmunasamtök þeirra sem stunda eggjaframleiðslu í atvinnuskyni, vonast til þess að framleiðsla íslenskra eggja verði meiri fyrir lok sumars og slái þar með á skortinn.

Tollar leiða til hækkana

„Það er deginum ljósara að innlend framleiðsla á eggjum hefur ekki annað eftirspurn, langt því frá. Neytendur hafa kannski orðið minna varir við þetta en fyrirtækin, því innlendir framleiðendur reyna að beina framleiðslunni í verslanir,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem gagnrýnir ákvörðun ráðherra um að hafna tímabundinni niðurfellingu á eggjatollum. Tollar valda verðhækkunum, að sögn Ólafs, sem …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Held að það sé alveg óþarfi að flytja inn egg, þetta kemur hjá bændum fljótlega. Heildsölubirgjar, sem er reyndar rangnefni, því miðað við verðin hjá þeim, eru alvöru heildsölur ekki til lengur. Því þessar heildsölur eru oft með hærri verð en Bónus, Krónan , Prís og hvað þetta heitir allt saman.
    Þetta eru hins vegar þjónustuaðilar sem safna saman vörum og senda verslunum.
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Er lítið fyrir blessuð eggin svo mer er sama með það hvort þau eru til eða ekki
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ég hef fengið ýmislegt að smakka þegar ég vari Kaupmannahöfn á meðan hún mútta mín var að læra þar bæði hárgreiðslu og fótsnyrtíngu blessuð konan sú gamla fékk einhverja danska fjölskyldu til að hugsa um mig á meðan hún var í læri í danaveldi þar var á borðum svínakjöt og seinn las ég mer það til að það kjötmeti væri fátækrafæða þar í landi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár