Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði um fjórðung milli ára á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um níu prósent. Þolendur voru undir 18 ára aldri í 42 prósentum tilvika þegar horft er til allra kynferðisbrota.
Fréttir
1
Dökk mynd dregst upp af stöðu innflytjenda
Innflytjendur standa mun verr en innfæddir Íslendingar þegar kemur að efnahag, stöðu á húsnæðismarkaði og andlegri heilsu samkvæmt yfirgripsmikilli nýrri könnun. Fjórðungur innflytjenda gat ekki keypt afmælis- eða jólagjafir fyrir börn sín á síðustu tólf mánuðum.
Úttekt
Bílaleigubíll sjö sinnum dýrari á Íslandi en á Kanarí
Tugþúsunda munur er á verði á bílaleigubílum milli mismunandi bílaleiga hér á landi. Þá er margfaldur munur á leiguverði á Íslandi annars vegar og nokkrum vinsælum áfangastöðum Íslendinga erlendis hins vegar.
Fréttir
1
Ráðherrar og þingmenn trassa hagsmunaskráningu
Fjölmörg dæmi eru um að þingmenn og ráðherrar færi ekki til bókar hagsmuni eða eignir í hagsmunaskrá í samræmi við reglur. Úttekt Heimildarinnar sýnir að hagsmunaskráning í það minnsta sex þingmanna var í ólestri í byrjun síðustu viku.
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
5
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Veitingamaðurinn Hlal Jarah var í síðasta mánuði dæmdur fyrir að hafa ráðist með ofbeldi á Kefsan Fatehi, slegið og sparkað í hana, rifið í hár hennar og hrint henni. Kefsan lýsti því í viðtali hvernig Hlal hefði áður ógnað henni, hótað henni lífláti og áreitt hana kynferðislega.
Fréttir
2
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og embætti ríkislögmanns neita að afhenda dóminn í máli Jóhanns Guðmundssonar. Hann starfaði sem skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og lét fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi um sumarið en var sagt upp í kjölfarið og kærður til lögreglu.
Fréttir
6
Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf
Raforkufyrirtækin hérlendis búa að lítilli sem engri orku sem hægt er að selja einkaaðilum til að jafna orkuframboð frá vindmyllum. Af þeim sökum eru áform um stórfellda uppbyggingu vindorkuvera í eigu einkaaðila svo gott sem óraunhæf.
Greining
4
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Vinstri græn hafa á síðustu fimm og hálfu ári tapað trausti og trúverðugleika, gefið afslátt af mörgum helstu stefnumálum sínum og varið hegðun og aðgerðir sem flokkurinn talaði áður skýrt á móti. Samhliða hefur róttækt fólk úr grasrótinni yfirgefið Vinstri græn, kjósendahópurinn breyst, hratt gengið á pólitíska inneign Katrínar Jakobsdóttur og fylgi flokksins hrunið. Þetta er fórnarkostnaður þess að komast að völdum með áður yfirlýstum pólitískum andstæðingum sínum.
Fréttir
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst meiri frá kosningum. Karlar eru mun óánægðari en konur og höfuðborgarbúar eru óánægðari en íbúar á landsbyggðinni.
MenningLaxeldi
3
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
Tveir bandarískir blaðamenn, Douglas Frantz og Catherine Collins, hafa gefið út bók um sjókvíaeldi á laxi. Bókin fjallar fyrst og fremst um laxeldi í Bandaríkjunum og Kanada en svo er einnig rætt um eldið í Evrópu, meðal annars í Noregi og á Íslandi. Kjarni bókarinnar snýst um að draga upp stóru myndina af laxeldi í heiminum, bæði kostum þess og göllum.
Fréttir
3
Umboðsmaður Alþingis: Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu
Með ákvörðun sinni um að breyta reglum um rafbyssur fylgdiJón Gunnarsson dómsmálaráðherra ekki góðum stjórnsýsluháttum að mati umboðsmanns Alþingis. Þá braut hann gegn formreglu um samskipti innan ríkisstjórnar.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.