Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna

Ís­land er tölu­vert dýr­ara en Sví­þjóð, Dan­mörk og Þýska­land þeg­ar inn­kaupalisti fyr­ir sal­a­trétt með kjúk­lingi og gril­losti er bor­inn sam­an. Verð­lag­ið er svip­að Nor­egi þeg­ar leið­rétt er fyr­ir kaup­mætti. Marga­rít­an á Dom­in­os er þó lang­dýr­ust á Ís­landi.

Innkaup í kjúklingasalat koma við pyngjuna
Krónan Þrátt fyrir að Krónan sé með ódýrari verslunum Íslands kosta innkaupin þar meira en í flestum samanburðarlöndum. Mynd: Davíð Þór

Kostnaður við innkaup í kjúklingasalat er töluvert hærri á Íslandi en í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, samkvæmt athugun Heimildarinnar. Aðeins í Noregi er innkaupalistinn dýrari en kostnaðurinn fyrir íslensk heimili er svipaður þegar litið er til þess að kaupmáttur er töluvert meiri í Noregi.

Heimildin tók saman innkaupalista fyrir öll hráefni sem þarf í „Litríkt og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti“ sem Val­gerður Gréta Grön­dal mat­ar­blogg­ari gerði fyrir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn og birt var nýlega á matarvef Mbl.is.

Innkaupin fyrir salatið kostuðu 9.522 kr. í Krónunni, sem mælist reglulega með ódýrari matvöruverslunum landsins. Þó salatið sé matarmikið og seðji ábyggilega fjögurra manna fjölskyldu hið minnsta hlýtur þetta að teljast nokkuð hátt verð fyrir heimatilbúinn rétt. Það útskýrist að miklu leyti af því að kaupa þurfti inn heila flösku af ólífuolíu, dollu af hunangi, pakka af salti og ýmiss konar krydd sem nýtast munu síðar í eldhúsinu.

Munur á …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í öllum samanburði á matvælaverði hér á landi og í öðrum löndum gleymist alltaf að hér á landi er matvara ekki í almenna virðisaukaskattþrepinu, sem er 24%, heldur í lægra skattþrepi sem er 11%. Í Danmörku er virðisaukaskattur á matvöru 25% en samt er verðið á vörunum á innkaupalistanum mun hærra hér en í Danmörku.

    Það má velta því fyrir sér hver staðan væri hér á landi ef virðisaukaskattur á matvöru væri í almenna virðisaukaskattþrepinu (24%), eins og einu sinni var, en ekki 11% eins og nú er. Það má gera ráð fyrir vörurnar á innkaupalistanum kostuðu þá rúmar 10.600 kr. en ekki rúmar 9.500 kr.

    Svo má spyrja sig að því hvort etv. einhverjir aðrir en neytendur hafi fyrst og frems notið góðs af lækkun matarskattsins úr 24% í 11% á sínum tíma?
    1
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Það mætti gera smá athugsemd við þessa frétt, Helgu Meny buðirnar eru dyrustu matvælaubúðir í Noregi. Ekki taka ódýsrustu búðina á Íslandi til samanburðar við þá dýrustu í Noregi
    4
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Ef tekin er Coop í Svíþjóð ætti að taka Coop í Noregi og Nettó á Íslandi, þær eru allar í sömu keðjunni. Veit ekki hvaða verslun er sambærileg í Danmörk. En eitt er víst að þessi matarkarfa er dýrust á Íslandi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
3
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.
Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
6
Fréttir

Ís­lensk­ur trans mað­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ast öfga­fullt ástand sem raun­ger­ist á ógn­ar­hraða

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár