„Orð gegn orði“ réttlætir ekki niðurfellingu
Rannsókn

„Orð gegn orði“ rétt­læt­ir ekki nið­ur­fell­ingu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu seg­ir það brot gegn sátt­mál­an­um að láta kyn­ferð­is­brot við­gang­ast refsi­laust. Fast­mót­uð dóma­fram­kvæmd rétt­ar­ins lof­ar góðu fyr­ir átta ís­lensk mál sem bíða í Strass­borg. Taka þurfi kær­ur af mik­illi al­vöru og rann­saka mál til fulls þótt fram­burð­ir stang­ist á. Sak­sókn­ari seg­ir mik­inn metn­að ríkja inn­an kerf­is­ins til að full­rann­saka kyn­ferð­is­brota­mál. Tölu­verð fram­þró­un hafi orð­ið við sönn­un mála. Sta­f­ræn gögn geti skipt sköp­um. Ný­ir dóm­ar frá Strass­borg gætu gef­ið til­efni til nýrra kæru­mála frá Ís­landi.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Segir banaslys við Reykjanesvirkjun „alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“
Rannsókn

Seg­ir bana­slys við Reykja­nes­virkj­un „al­veg á mörk­un­um að vera gá­leys­is­dráp“

Slys varð ár­ið 2017 í Reykja­nes­virkj­un. Einn mað­ur lést og ann­ar var hætt kom­inn af völd­um eitr­un­ar vegna brenni­steinsvetn­is. Gas­ið komst í gegn­um neyslu­vatns­lögn sem HS Orka hafði nýtt til að kæla bor­holu. Áð­ur óbirt­ar nið­ur­stöð­ur í rann­sókn Vinnu­eft­ir­lits­ins varpa ljósi á al­var­legt gá­leysi í verklagi. Svip­að at­vik átti sér stað ár­ið 2013, gas komst upp úr sömu bor­holu og inn í neyslu­vatns­kerf­ið, en HS Orka lag­aði ekki vanda­mál­ið.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Stoppaður 23 sinnum af lögreglu á þremur mánuðum
Rannsókn

Stopp­að­ur 23 sinn­um af lög­reglu á þrem­ur mán­uð­um

Ný meist­ara­rit­gerð í Há­skóla Ís­lands seg­ir frá nið­ur­stöð­um við­tals­rann­sókn­ar við albanska inn­flytj­end­ur á Ís­landi og skertu trausti þeirra til lög­regl­unn­ar. All­ir við­mæl­end­urn­ir hafa reglu­lega ver­ið stopp­að­ir af lög­reglu án sýni­legr­ar ástæðu og lýsa þannig of-lög­gæslu sem jaðri við áreiti, ásamt þeim for­dóm­um sem þeir upp­lifa oft frá sam­fé­lag­inu. Rann­sak­andi seg­ir fræðslu lyk­il­inn að því að hindra út­skúf­un hópa í sam­fé­lag­inu.
Milljónir flæða frá Ozempic lyfjarisa til íslenskra lækna
Rannsókn

Millj­ón­ir flæða frá Ozempic lyfjarisa til ís­lenskra lækna

Danski lyfjaris­inn Novo Nordisk greiddi ís­lensku heil­brigð­is­starfs­fólki, -stofn­un­um og fé­lög­um rúma 21 millj­ón króna á þrem­ur ár­um. Greiðsl­urn­ar átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­anna rauk upp. Lækn­ir­inn sem hef­ur feng­ið mest hef­ur tal­að fyr­ir op­in­berri nið­ur­greiðslu lyfja fyr­ir­tæk­is­ins sem not­uð eru gegn syk­ur­sýki og við þyngd­ar­stjórn­un, þeirra á með­al Ozempic. Hún seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa áhrif á henn­ar mál­flutn­ing.
Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið undanfarið ár