Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Stoppaður 23 sinnum af lögreglu á þremur mánuðum
Rannsókn

Stopp­að­ur 23 sinn­um af lög­reglu á þrem­ur mán­uð­um

Ný meist­ara­rit­gerð í Há­skóla Ís­lands seg­ir frá nið­ur­stöð­um við­tals­rann­sókn­ar við albanska inn­flytj­end­ur á Ís­landi og skertu trausti þeirra til lög­regl­unn­ar. All­ir við­mæl­end­urn­ir hafa reglu­lega ver­ið stopp­að­ir af lög­reglu án sýni­legr­ar ástæðu og lýsa þannig of-lög­gæslu sem jaðri við áreiti, ásamt þeim for­dóm­um sem þeir upp­lifa oft frá sam­fé­lag­inu. Rann­sak­andi seg­ir fræðslu lyk­il­inn að því að hindra út­skúf­un hópa í sam­fé­lag­inu.
Milljónir flæða frá Ozempic lyfjarisa til íslenskra lækna
Rannsókn

Millj­ón­ir flæða frá Ozempic lyfjarisa til ís­lenskra lækna

Danski lyfjaris­inn Novo Nordisk greiddi ís­lensku heil­brigð­is­starfs­fólki, -stofn­un­um og fé­lög­um rúma 21 millj­ón króna á þrem­ur ár­um. Greiðsl­urn­ar átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­anna rauk upp. Lækn­ir­inn sem hef­ur feng­ið mest hef­ur tal­að fyr­ir op­in­berri nið­ur­greiðslu lyfja fyr­ir­tæk­is­ins sem not­uð eru gegn syk­ur­sýki og við þyngd­ar­stjórn­un, þeirra á með­al Ozempic. Hún seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa áhrif á henn­ar mál­flutn­ing.
Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Valdablokkir í Matador um Marel
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Kýpur hunsar ódæðisverk Rússa og þvingunaraðgerðir Vesturlanda til að skýla auðæfum ólígarka
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur huns­ar ódæð­isverk Rússa og þving­un­ar­að­gerð­ir Vest­ur­landa til að skýla auðæf­um ólíg­arka

Rann­sókn­in Leynd­ar­mál Kýp­ur, leidd af al­þjóð­leg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaða­manna ICIJ, af­hjúp­ar hvernig Kýp­ur hef­ur knú­ið pen­inga­vél stjórn­valda í Kreml með því að flytja fjár­magn fyr­ir auð­kýf­inga, harð­stjóra og glæpa­menn, þar með tal­ið eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.
Séra Friðrik og fermingardrengirnir: „Lét þá setjast í fangið á sér og kyssti þá á munninn“
RannsóknSr. Friðrik og drengirnir

Séra Frið­rik og ferm­ing­ar­dreng­irn­ir: „Lét þá setj­ast í fang­ið á sér og kyssti þá á munn­inn“

Skömmu áð­ur en fað­ir Jak­obs Smára Magnús­son­ar lést úr krabba­meini um alda­mót­in sagði hann hon­um frá því þeg­ar séra Frið­rik Frið­riks­son kyssti hann á munn­inn í ferm­ing­ar­fræðslu þeg­ar hann var fjór­tán ára. Frá­sögn­in bæt­ist við fleiri sög­ur sem hafa kom­ið fram um hegð­un séra Frið­riks gagn­vart drengj­um í kjöl­far út­gáfu ævi­sögu hans.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu