„Allar hennar eigur hefðu komist fyrir í einni kistu“
Efnislegt líf Íslendinga fyrr á öldum var allt annars eðlis en það er í dag. Þó okkur sé tamt að tala um „fátækt“ í því samhengi var skilgreining fólks á fátækt, velgengni og stéttaskiptingu að mörgu leyti frábrugðin því sem hún er í dag. Um þetta og margt annað fjallar sýningin „Heimsins Hnoss“ í Þjóðminjasafninu.
RannsóknSúðavíkurflóðið
Yfirvöld ítrekað neitað að rannsaka Súðavíkurflóðið
Yfirvöld höfnuðu ítrekað beiðni aðstandenda fórnarlamba Súðavíkurflóðsins um opinbera rannsókn. Almannavarnir ríkisins voru látnar um að gera skýrslu um flóðið þrátt fyrir augljósa hagsmunaárekstra.
Rannsókn
Ísland ekki sú „jafnréttis-paradís“ sem oft er látið í veðri vaka
Í kjölfar metoo-opinberana sem hófust árið 2017 leituðu konur af erlendum uppruna sér hjálpar vegna kynbundins áreitis og ofbeldis í ríkari mæli en áður. Samkvæmt rannsókn um innflytjendakonur sem enn stendur yfir hafa þær ekki fengið fullnægjandi þjónustu frá opinberum stofnunum sem ættu að veita þolendum ofbeldis aðstoð. Einn rannsakandinn segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit sé ekki nægilega mikið gert fyrir þennan hóp og að úrræðaleysið sé áberandi.
RannsóknSúðavíkurflóðið
13
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
Rannsókn
1
Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði, segir að femínisminn eigi enn eftir að gera upp móðurhlutverkið, kröfurnar sem gerðar séu til mæðra í dag séu í raun bakslag við réttindabaráttu kvenna. Ný rannsókn Sunnu sýnir hvernig þessar kröfur stuðla að lækkandi fæðingartíðni á Íslandi.
Rannsókn
7
Eigandi Norðuráls gengst við stórfelldum mútugreiðslum: „Enginn vill vera tengdur við spillingu“
Stærsti eigandi álversins á Grundartanga, Glencore international, hefur samþykkt að greiða metsekt vegna umfangsmikilla og kerfisbundinna mútubrota sem spanna meira en áratug. Glencore bæði kaupir allar afurðir Norðuráls og selur því stóran hluta af hráefninu til framleiðslunnar. Saga Glencore og stjórnenda þess, er lygileg en ljót.
Rannsókn
5
Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
Norðurál fjármagnaði og skipulagði áróðursherferð sem átti að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar um raforkuverð. Eigandi fyrirtækisins gekkst við þessu og baðst afsökunar áður en samningar náðust árið 2016. Herferðin hafði ásýnd grasrótarhreyfingar en var í raun þaulskipulögð og fjármögnuð með milligöngu lítt þekkts almannatengils.
Rannsókn
2
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Steinsteypta húsið í kastalastil sem stendur við veginn í Ísafirði vekur bæði undrun og hrifningu margra ferðalanga sem keyra niður í Djúpið. Húsið er einstakt í íslenskri sveit og á sér áhugaverða sögu sem hverfist um Sigurð Þórðarson, stórhuga kaupfélagsstjóra í fátæku byggðarlagi á Vestfjörðum, sem reyndi að endurskrifa sögu kastalans og kaupfélagsins sem hann stýrði.
RannsóknPlastið fundið
1
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vissi í meira en þrjú ár af lögbrotum endurvinnnslufyrirtækisins Terra án þess að aðhafast neitt í málinu. Framkvæmdastjóri eftirlitsins fékk sjálf senda ábendingu um málið en sagðist þremur árum seinna aldrei hafa heyrt af því áður. Hún segir ekki ástæðu til að beita viðurlögum gegn fyrirtækinu.
Rannsókn
9
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
RannsóknÓlígarkinn okkar
8
Ólígarkinn okkar
Kjörræðismaður Íslands og fiskinnflytjandi í Hvíta-Rússlandi er kallaður „veski“ einræðisherrans Aleksanders Lukashenko. Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd og sögð hafa beitt sér gegn því að ESB beiti hann viðskiptaþvingunum.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
4
Þúsundir tonna endurvinnanlegs úrgangs urðuð í þjóðlendu
Allt að fimm þúsund tonn af endurvinnanlegu gleri er nú urðað árlega í Bolöldu. Fyrirtækið Endurvinnslan hf. sparar sér tugi milljóna króna með þessu í stað þess að endurvinna það.
Rannsókn
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Sagan um skreiðarviðskipti Íslands í Nígeríu kann að eiga þátt í skoðunum sumra útgerðarmanna á Íslandi á Namibíumálinu þar sem mútur og hvers kyns sporslur tíðkist víða í löndum Afríku. Ólafur Björnsson hjá samlagi skreiðarframleiðenda talaði fjálglega um mútur og „smurningar“ í bók sinni um viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu. Íslenskir útgerðarmenn, eins og Gunnar Tómasson, vísa til skreiðarviðskiptanna sem ákveðinni hliðstæðu Namibíumáls Samherja þegar þeir eru spurðir um mat sitt á þessu máli.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Misheppnað „töfrabragð“ Sorpu
Molta, framleidd í nýrri stöð Sorpu, reyndist plastmenguð og stóðst ekki kröfur, eins og sérfræðingar ítrekað vöruðu við. Upplýsingunum var haldið frá almenningi og moltan sögð „lofa góðu“. Ísland endurvinnur sorp minnst allra Norðurlanda.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.