Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
Arnar vísaði út blaðamönnum, sem leigjandi á áfangaheimilinu á Kópavogsbraut hafði boðið inn, og neitaði að svara spurningum um rekstur Betra lífs. Mynd: Skjáskot úr myndbandi/Golli

Reykjavíkurborg styrkti áfangaheimili Betra lífs í fyrsta sinn árið 2020 þegar það veitti 5,7 milljónum króna í reksturinn. Þá um sumarið hafði Arnar Gunnar Hjálmtýsson, sem rekur Betra líf, sagt í styrkumsókn til borgarinnar að markmiðið með með áfangaheimilinu fyrir skjólstæðingana væri að „þau öðlist andlegt jafnvægi, aukna sjálfsvirðingu og betri hæfileika til að takast á við lífið. Við reynum að hjálpa þeim að vinna að því að eignast Betra líf án vímuefna.“

Alls fékk Betra líf fjórum sinnum styrk frá Reykjavíkurborg, alls yfir 24 milljónir króna.

„Blóð í dýnum sem og þvag og úrgangur. Salernin eru mjög óþrifaleg, saur á veggjum og gólfum.“
Úr málaskrá heilbrigðiseftirlitsins

Í ágústmánuði þetta sama ár, 2020, tveimur mánuðum eftir að Arnar sendi fyrstu styrkumsóknina til borgarinnar, leitaði íbúi á áfangaheimilinu Betra lífi í Fannborg til sameiginlegs heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi ástandið á áfangaheimilinu. Á þessum tímapunkti hafði áfangaheimilið ekki fagnað eins árs afmæli. Á fundi með fulltrúa eftirlitsins lýsti íbúinn ástandinu þannig að mikið væri um að íbúar væru að neyta áfengis og vímuefna um æð. „Slagsmál voru tíð og þar mæta handrukkarar,“ eins og segir í málaskrá eftirlitsins, sem Heimildin hefur undir höndum.

Hann lýsti einnig miklum óþrifnaði eins og: „Blóð í dýnum sem og þvag og úrgangur. Salernin eru mjög óþrifaleg, saur á veggjum og gólfum.“ Íbúinn kom á fundinn með krukku þar sem hann hafði safnað óhreinindum af gólfinu og límbandssýni af óhreinum rúmfötum. Hann hafði miklar áhyggjur af því hversu „óheilsusamlegt“ það væri að búa í Fannborg og minntist svo á að þegar hefði einn íbúi dáið á herbergi sínu.

Úr styrkumsókn Betra lífs til Reykjavíkurborgar frá 1. júlí 2020

Í styrkumsókninni fyrir árið 2020 skrifar Arnar ennfremur: „Við eigum í góðu samstarfi við Bergið headspace og Pieta-samtökin.“ Auk þess séu skjólstæðingar hans keyrðir til læknis og í viðtöl hjá félagsþjónustunni. Þetta kom fram þar sem umsækjandi átti að tilgreina hvernig innra starfi áfangaheimilisins væri háttað og hverjir væru helstu samstarfsaðilar. Í styrkumsókn fyrir árið 2021, undir sama lið, telur hann einnig upp Bergið headspace, Píeta-samtökin, og bætir við Barka sem eru pólsk samtök sem aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna og segist vera „í góðum samskiptum“ við þessi samtök. 

Úr styrkumsókn Betra lífs til Reykjavíkur frá 15. janúar 2021

Þegar Heimildin hafði samband við Bergið headspace sagði Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri: „Við höfum aldrei átt neitt samstarf við Betra líf“ og bætir við: „Ef þau setja það inn í styrkumsókn þá er það ekki rétt.“ Þá tekur hún fram að Bergið hafi ekki sent neinn til Betra lífs og ekkert samstarf sé í gangi, hvorki formlegt né óformlegt. 

Hjá Píeta-samtökunum fengust þau svör að „Píeta-samtökin kannast ekki við að hafa átt eða að eiga í samstarfi við áfangaheimili Betra lífs“. Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri hjá samtökunum, tekur fram að öllum sé velkomið að vísa skjólstæðingum til þeirra. „En ekki er um neitt formlegt samstarf að ræða. Við höfum að auki ekki verið í neinum beinum samskiptum við aðila á vegum Betra lífs.“

Þær upplýsingar fengust hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar að Betra líf hafi skilað inn styrkumsókn á umsóknareyðublöðum, ásamt listum yfir kennitölur fólks sem hafi búið hjá þeim ásamt nýtingarhlutfalli, fyrir árin 2020 og 2021. Fyrir seinni árin tvö sem Betra líf fékk styrki, 2022 og 2023, var hins vegar ekkert umsóknareyðublað fyllt út heldur sendi félagið aðeins kennitölulista með nýtingarhlutfalli í tölvupósti. 

Heimildin óskaði eftir rökstuðningi með samþykkt frá borginni vegna styrkja til Betra lífs þar sem fram kæmi á hvaða forsendum styrkirnir væru veittir. Í svari frá velferðarsviði vegna þessa segir: „Samþykki á styrkveitingu fólst í greiðslu styrkjanna.“ Ekkert virðist hafa verið gert til að sannreyna það sem fram kom í umsóknunum þar sem styrkirnir voru greiddir þrátt fyrir rangfærslur um samstarfsaðila.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Heimildarinnar um áfangaheimili Betra lífs sem Arnar hefur rekið á nokkrum stöðum síðan 2019.

Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni:

Nafn áfangaheimilia Betra lífs er fengið að láni úr lagi Páls Óskars Hjálmtýssonar, en hann er bróðir Arnars. „Fann á ný, betra líf, af því ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað, eitthvað meir og miklu stærra,“ segir í textanum. Bræðurnir ræddu alkóhólisma og áfangaheimili Arnars í þættinum Hvunndagshetjur á RÚV í febrúar 2022. 

Arnar sagði þar að hann hefði fengið hugmyndina að því að stofna áfangaheimili þegar hann leitaði að plássi handa syni sínum á áfangaheimilum borgarinnar en hvergi var pláss. „Ég vissi af þessu húsi hérna í Kópavogi og hafði samband við eigandann. Hann var tilbúinn að leigja mér þetta hús og ég opnaði bara áfangaheimili,“ sagði Arnar og átti þá við Fannborg 4 sem hann opnaði í lok árs 2019. „Við reynum alltaf að kveikja vonina hjá fólki um að það sé betra líf í vændum,“ sagði hann svo í lok viðtalsins um skjólstæðinga sína.

Arnar vísaði út blaðamönnum, sem leigjandi á áfangaheimilinu á Kópavogsbraut hafði boðið inn, nú í byrjun mánaðar þegar byrjað var að rífa húsið, og neitaði að svara spurningum um rekstur Betra lífs.Golli
Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    arnar kemur ekki tarna til ad skíta og maka svo saur um alla veggi Hann er med klósett heima vid Tetta ástand skrivast á velferdar svid reykjavíkur borgar Og stóra spurningin er af hverju erum vid ad safna hingad gøtufólki frá austur evrópu Enskumælandi hvernin passar tad inn í myndina tad er engin enska tølud eda kend í austur evrópu nema í ser háskólum Tetta fólk lærir enskuna ser til hjálpar í skandinafíu Atvinnu má fynna í póllandi í dag svo hvedan kemur tetta lid Tad er engin vinna í reykjavík Kanski er okkar verferdar kervi segull Tad er líklega ástædan
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Gott mál að Heimildin.is afhjúpi vinnubrögð á velferðarsviði RVK og þ.a.l. vinnubrögð borgarfulltrúanna sem greiddu þessum vinnubrögðum atkvæði .
    5
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Krakkgreni kemur fyrst í hugann. Þessi íslensku Ópioða oxysvefnhús og spíttsölugreni eru alltaf á fjárlögum núorðið. Kallast skaða minnkandi úrræði.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brostnar vonir á Betra lífi

„Auðvitað fullkomlega galið“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Auð­vit­að full­kom­lega gal­ið“

Þing­mað­ur Vinstri grænna gagn­rýn­ir að hægt sé að reka áfanga­heim­ili án þess að þurfa til þess leyfi og að ekk­ert eft­ir­lit sé með rekstr­in­um. Hún hef­ur tví­veg­is lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem mið­ar að því að lög um slíkt séu sett. „Það verð­ur auð­vit­að að vera ljóst að all­ir spili eft­ir sömu reglu og það sé hvergi rek­ið nokk­urt úr­ræði þar sem að lífi og heilsu fólks er ógn­að af bara van­rækslu og eft­ir­lits­leysi,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur áfangaheimili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi tel­ur áfanga­heim­ili Betra lífs gera „meira ógagn en gagn“

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir kall­ar eft­ir heild­stæðri stefnu­mót­un þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar hafa neit­að að fjár­magna mála­flokk­inn í fjár­hags­áætl­un. Ekk­ert eft­ir­lit er með rekstri svo­nefndra áfanga­heim­ilia og bend­ir Sig­ur­björg Erla á að þau falli á milli kerfa þar sem áfanga­heim­il­in teljst hvorki til heil­brigð­isúr­ræða né gisti­þjón­ustu, þrátt fyr­ir að eiga að vera ein­hvers­kon­ar blanda af hvoru tveggja.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.

Mest lesið

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
3
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
6
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
9
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
10
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár