Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.
Fólkið í borginni
Við erum dómhörð að eðlisfari
Elísabet Rut Haraldsdóttir Diego var í Vottunum til sex ára aldurs og þegar hún fór að skoða tengslin við fjölskylduna sem er þar enn fann hún fyrir reiði.
Rannsókn
1
Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði, segir að femínisminn eigi enn eftir að gera upp móðurhlutverkið, kröfurnar sem gerðar séu til mæðra í dag séu í raun bakslag við réttindabaráttu kvenna. Ný rannsókn Sunnu sýnir hvernig þessar kröfur stuðla að lækkandi fæðingartíðni á Íslandi.
FréttirBetra líf
Lést sama dag og fundað var um lokun
Íbúi Betra lífs í Vatnagörðum lést sama dag og slökkviliðið fundaði um fyrirhugaða lokun á húsnæðinu vegna alvarlegra brota á lögum um brunavarnir og byggingarreglugerðir. Nokkrum dögum síðar kviknaði í húsinu. Rannsókn á brunanum er nú á borði lögreglu.
Fréttir
3
„Ef það hallar á einhvern kynþátt í þessari uppfærslu hallar á Ameríkana“
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, vísar gagnrýni um „yellow face“ í uppfærslu óperunnar á Madama Butterfly á bug. Það hvað teljist „yellow face“, þegar hvítt fólk einfaldar og klæðir sig í klæði annars kynþáttar, sé alltaf huglægt og nánast ómögulegt að finna samnefnara.
FréttirKjaradeila Eflingar og SA
3
Helmingur hótelþerna undir grunnlaunataxta
Á einu af minni hótelum Íslandshótela voru helmingur hótelþerna undir grunnlaunataxta í október á síðasta ári sem er rétt rúmar 369 þúsund krónur samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar.
Fréttir
Vinna saman að heilbrigðu heilbrigðiskerfi
„Öryggi starfsmanna er öryggi sjúklinga,“ segir Ásta Kristín sem stendur að stofnun hagsmunasamtaka fyrir heilbrigðisstarfsmenn, sjúklinga og aðstandendur þeirra sem lent hafa í alvarlegum atvikum í heilbrigðiskerfinu. „Upplifunin er erfið fyrir alla aðila.“
Greining
2
Sterkar elítur á Íslandi
Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands, rannsaka ójöfnuð á Íslandi eftir mismunandi tegundum auðmagns. Þau hafa komist að því að Íslendingar hafa minnstan aðgang að félagslegu auðmagni, það er hversu
vel þeir eru tengdir valdaelítum Íslands.
Fréttir
2
Stærðfræðikennari flúði stríðið og starfar sem hótelþerna: „Við viljum aðeins hærri laun“
Stærðfræðikennari sem flúði stríðið í Úkraínu starfar nú sem hótelþerna, þar sem hún fær 320 þúsund krónur útborgaðar í ábyrgðarstöðu. Yuliia Yedynak segir launin almennt duga fyrir leigu og mat, en ef hún þarf að kaupa eitthvað verði hún að borða í vinnunni til að ná endum saman.
GreiningFæðingarþunglyndi
Geðlæknir kallar eftir aðgerðum: „Þetta er hópur sem getur ekki beðið“
Konur sem eru hluti af kerfinu, ljósmóðir, geðlæknir og sálarmeðferðarfræðingur, lýsa því hvað mætti betur fara í þjónustu við konur á meðgöngu, við fæðingu og á sængurlegu. Að þeirra mati ætti öll þjónusta að vera áfallamiðuð, þar sem það getur hjálpað konum verulega og skaðar engan. Úrræðaleysið er hættulegt.
ÚttektFæðingarþunglyndi
1
Upplifðu sig misheppnaðar mæður og konur: „Ég vildi vera frjáls“
Áhrif áfalla á líðan kvenna á meðgöngu geta verið mikil, eins og kemur fram í íslenskri rannsókn. Blaðamaður þekkir það af eigin raun hvernig hugurinn veiktist á meðgöngu, þungar hugsanir sóttu að þar til hún greindist með fæðingarþunglyndi og síðar áfallastreituröskun sem leiddu hana í kulnun. Um leið og hún lýsir eigin reynslu, ræðir hún við fleiri konur sem upplifðu sama skilnings- og úrræðaleysi fyrir konur í þessari stöðu.
ReynslaFæðingarþunglyndi
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Líkaminn man allt
Alma Mjöll Ólafsdóttir, blaðakona á Heimildinni, skrifar um reynslu sína af því að vera kona, móðir og með fæðingarþunglyndi og í líkama sem man allt, alla reynsluna af því að vera kona og öll sárin sem því geta fylgt.
Vettvangur
„Starfið er skemmtilegt þó við séum ekki boðberar skemmtilegra frétta“
Ásta Jenný Sigurðardóttir og Helga Dögg Höskuldsdóttir vinna í vísitöludeild Hagstofunnar við það að reikna út vísitölu neysluverðs, útreikningur sem er síðar notaður til að meta verðbólgu. Blaðamaður hitti þær til þess að spyrja þær til dæmis hvað þessi vísitala neysluverðs væri eiginlega og hvernig þær fara að því að reikna hana.
Sögur Af Fólki
Gunnar Halldór kaupmaður í Kjötborg
Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í Kjötborg, lítur á verslunina sem samfélagsþjónustu og segir lykilatriði að hafa meiri áhuga á fólki heldur en háum launum eða arðgreiðslum. Viðskiptavinir hans finna vissulega fyrir hækkandi verði vegna verðbólgunnar, bölva því en láta sig hafa það.
Spurt & svarað
Finnur þú mikið fyrir verðbólgunni?
Vegfarendur lýsa því hvaða áhrif verðbólgan hefur á matarkörfuna og budduna.
Viðtal
1
Rekur Kjötborg sem samfélagsþjónustu
Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í Kjötborg, lítur á verslunina sem samfélagsþjónustu og segir lykilatriði að hafa meiri áhuga á fólki heldur en háum launum eða arðgreiðslum. Viðskiptavinir hans finna vissulega fyrir hækkandi verði vegna verðbólgunnar, bölva því en láta sig hafa það.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.