Alma Mjöll Ólafsdóttir

Nasistar og nútíminn á hvíta tjaldinu
Greining

Nas­ist­ar og nú­tím­inn á hvíta tjald­inu

Kvik­mynd­in The Zo­ne of In­t­erest í leik­stjórn Jon­ath­an Glazer tekst á við hel­för­ina en á ann­an hátt en venja er fyr­ir, hún skoð­ar hryll­ing henn­ar í gegn­um hvers­dags­legt líf gerenda henn­ar, fjöl­skyldu sem bjó beint fyr­ir ut­an Auschwitz-út­rým­ing­ar­búð­irn­ar. Mynd­in er ekki um þá fjöl­skyldu þó hún sé svo sann­ar­lega í miðju henn­ar. Leik­stjór­inn hef­ur sagt að mynd­in sé ekki gluggi inn í for­tíð­ina held­ur við­vör­un fyr­ir nú­tím­ann.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Valkyrjurnar vakna
Viðtal

Val­kyrj­urn­ar vakna

Kolfinna Nikulás­dótt­ir stofn­aði gym-klúbb með nokkr­um vin­kon­um sín­um sem þær kalla Val­kyrj­ur Vakna en einka­þjálf­ar­inn þeirra er ein­mitt Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son, sem þær kalla Gem­il, sem hef­ur ver­ið að þjálfa karla und­ir for­merkj­un­um Vík­ing­ar vakna. Vin­kon­urn­ar hafa hver sína ástæðu fyr­ir því að vilja ann­ars veg­ar verða sterk­ar og hins veg­ar mæta í rækt­ina þrisvar í viku.
Sagan hverfur með skáldum sem láta lífið í árásum Ísraela
Greining

Sag­an hverf­ur með skáld­um sem láta líf­ið í árás­um Ísra­ela

Í máls­höfð­un Suð­ur- Afr­íku gegn Ísra­el fyr­ir þjóð­armorð er sér­stak­lega far­ið yf­ir það hvaða áhrif það hef­ur á palestínsku þjóð­ina að Ísra­els­her hef­ur drep­ið þá sem hafa skrá­sett sögu þjóð­ar­inn­ar og arf henn­ar. Með því að drepa skáld­in, blaða­menn­ina, lista­menn­ina, fræða­fólk­ið, vís­inda­menn­ina er her­inn að drepa palestínska sögu­menn og sögu þeirra.
Fólkið sem hefur ekki fengið fjölskyldusameiningu bíður í von og ótta
Viðtal

Fólk­ið sem hef­ur ekki feng­ið fjöl­skyldusam­ein­ingu bíð­ur í von og ótta

Ah­med Omr­an er sex­tán ára dreng­ur frá Palestínu sem hef­ur ekki getað sótt um fjöl­skyldusam­ein­ingu því sjálf­ur fékk hann ekki vernd fyrr en í gær. Fað­ir hans er sótt­varn­ar­lækn­ir á Gaza. Um 200 um­sókn­ir um dval­ar­leyfi fyr­ir palestínska rík­is­borg­ara á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar eru óaf­greidd­ar. Fat­ma Al­bayyouk bíð­ur eft­ir svari fyr­ir for­eldra sína og bræð­ur, en að­eins fað­ir henn­ar upp­fyll­ir skil­yrð­in.
Alabama og Reykjavík
Fólkið í borginni

Ala­bama og Reykja­vík

April Dobb­ins, rit­höf­und­ur og kvik­mynd­ar­gerð­ar­kona, flutti til Ís­lands ár­ið 2022 til að stunda nám við Há­skóla Ís­lands eft­ir að hafa dreymt um það lengi að flytja hing­að. Hún ólst upp á bónda­býli í am­er­íska suðr­inu, í Ala­bama nán­ar til­tek­ið. Henni finnst Ala­bama og Reykja­vík ekk­ert svo ólík­ir stað­ir ef út í það er far­ið, en þeir eiga það sam­eig­in­legt, að henni finnst, að all­ir þekki alla og því erfitt að upp­lifa ein­hvers kon­ar nafn­leysi, svo fátt eitt sé nefnt.
Börnin sem bíða á Gaza
ViðtalFöst á Gaza

Börn­in sem bíða á Gaza

Heim­ild­in hef­ur rætt við að­stand­end­ur rúm­lega sjö­tíu ein­stak­linga sem fast­ir eru á Gaza, for­eldra sem ótt­ast um af­drif barna sinna og börn sem ótt­ast um líf for­eldr­anna. Al­gjör ör­vænt­ing birt­ist hjá þeim öll­um, sem eru á Ís­landi og þurfa að leggja líf fjöl­skyldu­með­lima í hend­ur ís­lenskra stjórn­valda. Auk þess að biðla til stjórn­valda að ná fjöl­skyld­um þeirra heim, biðla þau til þeirra að gera ekki grein­ar­mun á ís­lensk­um börn­um og palestínsk­um.
„Við höfum ekki tíma til að bíða“
ViðtalFöst á Gaza

„Við höf­um ekki tíma til að bíða“

Ahmad Al-Shag­hanou­bi er 26 ára gam­all. Hann er óvinnu­fær af kvíða, hann sagði upp vinn­unni sinni til tveggja og hálfs árs, því hann gat ekki svar­að fjöl­skyld­unni sinni þeg­ar hún hringdi auk þess sem hann gat ekki ein­beitt sér að vinn­unni vegna þess að hann var hætt­ur að geta sof­ið og borð­að. For­eldr­ar hans, bróð­ir hans og eig­in­kona eru föst á Gaza. Fað­ir hans er veik­ur og þarf lyf sem hann fær ekki.
Ráðuneytið afhendir ekki samskipti við egypsk og ísraelsk stjórnvöld
FréttirFöst á Gaza

Ráðu­neyt­ið af­hend­ir ekki sam­skipti við egypsk og ísra­elsk stjórn­völd

Heim­ild­in ósk­aði eft­ir af­riti af sam­skipt­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við sendi­ráð Egypta­lands í Osló og ísra­elskra stjórn­valda en að mati ráðu­neyt­is­ins var ekki unnt að verða við af­hend­ingu gagn­anna á grund­velli mik­il­vægra al­manna­hags­muna, eins og seg­ir í svar­inu. Þar seg­ir einnig að nauð­syn­legt sé að sam­skipti ut­an­rík­is­þjón­ust­unn­ar af þessu tagi „fari leynt til að tryggja áfram­hald­andi góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust við­kom­andi að­ila“.
„Ég veit ekki hvort þau séu lifandi“
ViðtalFöst á Gaza

„Ég veit ekki hvort þau séu lif­andi“

Abd­al­hay H. A. Al­farra veit ekki hvort að börn­in hans tvö, kon­an hans, for­eldr­ar og bróð­ir eru lif­andi en hann hef­ur ekki náð sam­bandi við þau í tvær vik­ur. Hann seg­ir að hann geti ekki lýst til­finn­ing­unni um að vera svona fjarri því þannig að hann sé sorg­mædd­ur eða reið­ur því þau orð séu ekki nógu lýs­andi. Hann hugs­ar um bróð­ir sinn sem er hjá hon­um á Ís­landi og reyn­ir að vera hon­um móð­ir, fað­ir, vin­ur ásamt því að vera bróð­ir.
„Ég segi þeim að vera þolinmóð og að Ísland sé á leiðinni“
ViðtalFöst á Gaza

„Ég segi þeim að vera þol­in­móð og að Ís­land sé á leið­inni“

Sami Shaheen á fimm börn sem eru föst á Gaza, sá yngsti Mohammed er 4 ára. Þau eru ásamt mömmu sinni í Rafah þar sem sprengj­um rign­ir yf­ir, svöng og hrædd. Sami hef­ur misst syst­ur sína og börn­in henn­ar fjög­ur og hef­ur ekki heyrt rödd for­eldra sinna í 120 daga. Sami sagði við börn­in sín að vera þol­in­móð því ein­hver frá Ís­landi væri á leið­inni að ná í þau en þau trúðu hon­um ekki.

Mest lesið undanfarið ár