Sagan hverfur með skáldum sem láta lífið í árásum Ísraela
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sagan hverfur með skáldum sem láta lífið í árásum Ísraela

Í máls­höfð­un Suð­ur- Afr­íku gegn Ísra­el fyr­ir þjóð­armorð er sér­stak­lega far­ið yf­ir það hvaða áhrif það hef­ur á palestínsku þjóð­ina að Ísra­els­her hef­ur drep­ið þá sem hafa skrá­sett sögu þjóð­ar­inn­ar og arf henn­ar. Með því að drepa skáld­in, blaða­menn­ina, lista­menn­ina, fræða­fólk­ið, vís­inda­menn­ina er her­inn að drepa palestínska sögu­menn og sögu þeirra.

Í ljóði palestínska skáldsins Refaat Alareer, Ef ég verð að deyja, í íslenskri þýðingu Braga Páls Sigurðarsonar, biður ljóðmælandi þann sem lifir hann af að selja það sem ljóðmælandi á til að kaupa efnisbút og snæri, gera úr því flugdreka svo börnin á Gaza geti séð hann þegar þau horfa til himins og með því að sjá hann upplifað ást og von. Refaat Alareer var myrtur af Ísraelsher þann 6. desember síðastliðinn ásamt bróður sínum og systur og börnum þeirra. Systir hans, Asmaa, sem lést með skáldinu og fjórum börnum sínum skilur eftir sig eiginmann, Ahmed al-Mamlouk, sem er búsettur á Íslandi. Elsti sonur hans, Alaa, vildi verða enskukennari eins og Refaat frændi sinn. 

Refaat AlareerPalestínska skáldið sem skrifaði ljóðið Ef ég verð að deyja.

Fimm vikum áður en hann var myrtur deildi hann ljóði sínu á samfélagsmiðlum og eftir dauða hans hefur það verið þýtt á fjölda tungumála, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Heimskan er alltaf söm við sig, það er lítið mál að drepa manneskjur en söguna drepur engin.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár