Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.

Súkkulaðikaka beið á borðum þegar hún kom heim af æfingu. Hún átti tólf ára afmæli og fjölskyldan var samankomin til að fagna því. En henni var illt í maganum og var búið að líða illa allan daginn. Í morgunmat hafði stjúpmóðir hennar pínt ofan í hana heilum lauk, hráum. Og chili-pipar. Þótt það væri ekkert óvanalegt að vakna upp við ofbeldi, var aðeins verra en vanalega að vera vakin upp við það á afmælisdaginn, og nú átti hún að gleðjast yfir tímamótunum. 

Daglegt líf í Taílandi 

Linda Biu Kjartansdóttir fæddist á Íslandi árið 2002 og bjó hér fyrstu tvö æviárin áður en foreldrar hennar fluttu aftur til Taílands. Hún er dóttir Kjartans Adolfssonar, sem hlaut árið 1991 tíu mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gagnvart elstu dóttur sinni, Guðrúnu. Yngri börn Kjartans ólust engu að síður upp á heimili hans, dæmds barnaníðings, án þess að nokkurt eftirlit væri með framgöngu föðurins. Á …

Kjósa
143
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Þú ert sigurvegari 💪♥️💯 Takk fyrir að treysta okkur fyrir sögu þinni.
    Nú vil ég sjá að verklagsreglum verði breytt hjá barnayfirvöldum og á börnin verði alltaf hlustað og þau tekin út úr aðstæðum sem þarf að kanna. Þau eiga alltaf að njóta vafans og þeirra öruggi alltaf að vera það fyrsta sem er tryggt.
    8
  • Hugrún Jósepsdóttir skrifaði
    ❤️❤️❤️
    0
  • Þröstur Þórhallsson skrifaði
    Áfram Systur
    1
  • Fridur Pétursdóttir skrifaði
    Ömurleg saga þessar glæsilegu ungu hetju 😪 vonandi nær hún að byggja upp bjarta framtíð og vinna í sinni fortíð. Gangi ykkur systrum vel ❤️
    6
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Barnaverndarnefnd ætii að heita mistakanefnd. hvað er að þessu fólki sem starfar við nefndina, er það blint? Ég finn til með þeim systrum og þakka fyrir að þær komust í burtu og vildi óska að þær gætu trúað og skilið að Jesú elskar þær og Guð sér þær sem sigurvegara og myndi Sound og Freedom ætti að sýna þeim að veröldin á sér fullt af vondu fólki, en einnig fólki sem vinnur góð verk og trúir á Guð og kærleikann.
    3
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Sorglegt að lesa þessa sögu en getuleysi barnaverndar er enn og aftur umhugsunarefni.
    6
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel að byggja þig upp sterka flotta unga kona
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brot Kjartans Adolfssonar

Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Anna seg­ir frá ólýs­an­legu of­beldi pabba síns og stjúp­móð­ur

Anna Kjart­ans­dótt­ir ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og of­beld­is­fullri stjúpu, með­al ann­ars á Höfn í Horna­firði. Fað­ir henn­ar sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni og stjúpa henn­ar var dæmd fyr­ir of­beld­ið. Eng­in heim­ild er í lög­um til að grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða til að vernda börn í þess­um að­stæð­um. Anna seg­ir frá mis­þyrm­ing­um sem hún mátti þola á heim­il­inu.
„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verð­skuld­ar“

Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir var barn að aldri þeg­ar fað­ir henn­ar mis­not­aði hana. Ný­lega var hann færð­ur í gæslu­varð­hald vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni. Guð­rún hef­ur alltaf haft áhyggj­ur af systkin­um sín­um, reynt að fylgj­ast með og höfða til sam­visku föð­ur síns, en furð­ar sig á því af hverju dæmd­ir barn­aníð­ing­ar fái að halda heim­ili með börn­um. Hún stíg­ur fram með móð­ur sinni, Katrínu Magnús­dótt­ur, í von um að stjórn­völd end­ur­skoði mis­bresti í kerf­inu svo bet­ur sé hægt að vernda börn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár