Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir var barn að aldri þeg­ar fað­ir henn­ar mis­not­aði hana. Ný­lega var hann færð­ur í gæslu­varð­hald vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni. Guð­rún hef­ur alltaf haft áhyggj­ur af systkin­um sín­um, reynt að fylgj­ast með og höfða til sam­visku föð­ur síns, en furð­ar sig á því af hverju dæmd­ir barn­aníð­ing­ar fái að halda heim­ili með börn­um. Hún stíg­ur fram með móð­ur sinni, Katrínu Magnús­dótt­ur, í von um að stjórn­völd end­ur­skoði mis­bresti í kerf­inu svo bet­ur sé hægt að vernda börn.

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

Við sjáum myndina af honum, þar sem hann stendur brosandi úti í náttúrunni með dæturnar í fanginu. Í myndatexta segir að hamingjan sé þar. Þannig var myndin sem birtist af honum í Morgunblaðinu, og þannig var ásjónan sem fólk hafði af fjölskyldunni. Elsta dóttir hans fylgdist með úr fjarlægð, með stöðugar áhyggjur af systrum sínum. Hún óttaðist að hann myndi gera þeim það sama og hann gerði henni.

Eins undarlega og það kann að hljóma var það viss léttir þegar Guðrún Kjartansdóttir frétti af því að yngri systir hennar hefði kært föður þeirra fyrir kynferðisofbeldi. Af því að innst inni hafði hún alltaf óttast að hann hefði ekkert breyst, en verið vanmáttug gagnvart aðstæðum, þar sem ekkert var hægt að gera, annað en að sitja og bíða – og vona það besta. Faðir hennar situr nú í gæsluvarðhaldi …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Brot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Anna seg­ir frá ólýs­an­legu of­beldi pabba síns og stjúp­móð­ur

Anna Kjart­ans­dótt­ir ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og of­beld­is­fullri stjúpu, með­al ann­ars á Höfn í Horna­firði. Fað­ir henn­ar sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni og stjúpa henn­ar var dæmd fyr­ir of­beld­ið. Eng­in heim­ild er í lög­um til að grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða til að vernda börn í þess­um að­stæð­um. Anna seg­ir frá mis­þyrm­ing­um sem hún mátti þola á heim­il­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár