Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Orsök fíknar er ekki efnið heldur erfiðleikarnir, segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Heilbrigðisráðherra tekur undir og segir þörf á fjölbreyttum úrræðum og að afglæpavæðing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni,“ segir hann.
Úttekt
1
Flýja íslenska tæknifrjóvgunar-„færibandið“ til að reyna að verða þungaðar
Að glíma við ófrjósemi getur verið gríðarlega erfitt og krefjandi og segja margir sem gengið hafa í gegnum tæknifrjóvgun að ferlið sé lýjandi og kostnaðarsamt. Skjólstæðingar eina glasafrjóvgunarfyrirtækisins á Íslandi, Livio, gagnrýna þjónustu og verðlag þess harðlega og rekja raunir sínar í samtali við Heimildina. „Þetta er svo mikil færibandavinna hjá þeim. Svo fer maður annað og fær allt aðrar niðurstöður. Ég vildi óska þess að við hefðum farið út fyrr,“ segir kona ein sem tekið hefur þá ákvörðun að leita eftir þjónustu erlendis eftir slæma reynslu hjá Livio.
Fréttir
2
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á Alþingi í dag en hann var meðal annars spurður út í biðlista eftir greiningum barna. Hann sagði að stjórnvöld væru raunverulega að takast á við stöðuna og að þau vildu svo sannarlega að börnin og allir þeir sem þurfa á þessari þjónustu og greiningu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fréttir
2
„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill tryggja að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki og viðmið greiðsluþátttökukerfisins virt. Í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á þingi segir að renni samningur við veitendur heilbrigðisþjónustu út og árangurslausar viðræður um endurnýjun samnings hafa staðið lengur en í níu mánuði frá lokum gildistíma samnings skuli deilunni skotið til gerðardóms.
Fréttir
1
Endómetríósusamningur gildir bara í mánuð
Samningur við einkasjúkrahúsið Klíníkina um endómetríósuaðgerðir sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti sem „mikilvægt skref í þeirri vegferð að taka saman höndum um að stytta bið og jafna aðgengi“ gildir bara til eins mánaðar.
Fréttir
Mikilvægt að vera á varðbergi með einkenni apabólu um helgina
Bólusetning vegna apabólu er hafin á landinu. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hvetur alla, óháð kynhneigð, til að kynna sér smitleiðir og einkenni veirunnar enda mikið samneyti meðal fólks um verslunarmannahelgina.
FréttirCovid-19
1
Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Að minnsta kosti tvö kórónaveirusmit urðu úr lifandi dýrum yfir í fólk á Huanan-markaðnum í Wuhan í Kína samkvæmt nýrri ritrýndri rannsókn hóps vísindamanna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenningu um að veiran hafi sloppið frá tilraunastofu.
Þekking
Meta hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu
Stigvaxandi dreifing apabólu um heiminn vekur óhug og nú hafa þrjú tilfelli greinst á Íslandi. Allir geta smitast af apabólu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skoðar að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
Viðtal
Páll á Landspítalanum: „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“
Páll Matthíasson geðlæknir hætti sem forstjóri Landspítalans í haust eftir átta ár í starfi, en Covid-faraldurinn gerði það að verkum að hann hætti fyrr en hann ætlaði. Eitt helsta hjartans mál Páls er það sem hann telur vera vanfjármögnun Landspítalans sem hann á erfitt með að skilja þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru borin saman við Norðurlöndin. Páll segir að stappið um fjármögnun spítalans hafi „étið sig upp að innan“ vegna þess að hann hafði ekki völd til fjármagna spítalann eins og þurfti en bar samt ábyrgð á honum.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur varð meyr við að lesa fréttartilkynningu frá stjórnarráðinu þess efnis að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Ásta er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur fengið réttarstöðu sakbornings vegna starfs síns.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.