„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill tryggja að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki og viðmið greiðsluþátttökukerfisins virt. Í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á þingi segir að renni samningur við veitendur heilbrigðisþjónustu út og árangurslausar viðræður um endurnýjun samnings hafa staðið lengur en í níu mánuði frá lokum gildistíma samnings skuli deilunni skotið til gerðardóms.
Fréttir
1
Endómetríósusamningur gildir bara í mánuð
Samningur við einkasjúkrahúsið Klíníkina um endómetríósuaðgerðir sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti sem „mikilvægt skref í þeirri vegferð að taka saman höndum um að stytta bið og jafna aðgengi“ gildir bara til eins mánaðar.
Fréttir
Mikilvægt að vera á varðbergi með einkenni apabólu um helgina
Bólusetning vegna apabólu er hafin á landinu. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 hvetur alla, óháð kynhneigð, til að kynna sér smitleiðir og einkenni veirunnar enda mikið samneyti meðal fólks um verslunarmannahelgina.
FréttirCovid-19
1
Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Að minnsta kosti tvö kórónaveirusmit urðu úr lifandi dýrum yfir í fólk á Huanan-markaðnum í Wuhan í Kína samkvæmt nýrri ritrýndri rannsókn hóps vísindamanna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenningu um að veiran hafi sloppið frá tilraunastofu.
Þekking
Meta hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu
Stigvaxandi dreifing apabólu um heiminn vekur óhug og nú hafa þrjú tilfelli greinst á Íslandi. Allir geta smitast af apabólu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skoðar að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
Viðtal
Páll á Landspítalanum: „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“
Páll Matthíasson geðlæknir hætti sem forstjóri Landspítalans í haust eftir átta ár í starfi, en Covid-faraldurinn gerði það að verkum að hann hætti fyrr en hann ætlaði. Eitt helsta hjartans mál Páls er það sem hann telur vera vanfjármögnun Landspítalans sem hann á erfitt með að skilja þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru borin saman við Norðurlöndin. Páll segir að stappið um fjármögnun spítalans hafi „étið sig upp að innan“ vegna þess að hann hafði ekki völd til fjármagna spítalann eins og þurfti en bar samt ábyrgð á honum.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur varð meyr við að lesa fréttartilkynningu frá stjórnarráðinu þess efnis að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Ásta er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur fengið réttarstöðu sakbornings vegna starfs síns.
FréttirRannsókn á SÁÁ
9
Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
„Ég var hræðilega veik,“ segir kona sem birtir samskipti sín við Einar Hermannsson fráfarandi formann SÁÁ og lýsir því að hann hafi greitt fyrir afnot af líkama hennar á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn samtakanna.
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð
„Þetta er mín saga,“ segir Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, sem kallar eftir aðgerðum varðandi starfsemi SÁÁ. „Ég hef heyrt óteljandi aðrar, orðið vitni af enn öðru.“
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn
33
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Lögreglurannsókn, ákæran, sem og málsmeðferðin, tóku mikið á Ástu sem lýsir meðferð málsins sem stríði. Þrátt fyrir að hafa hlotið sýknu í málinu hefur stríðið setið í henni, leitt hana á dimma staði þangað til að hún „missti allt úr höndunum“.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.