Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins

Að minnsta kosti tvö kór­óna­veiru­smit urðu úr lif­andi dýr­um yf­ir í fólk á Huan­an-mark­aðn­um í Wu­h­an í Kína sam­kvæmt nýrri ritrýndri rann­sókn hóps vís­inda­manna. Gögn eru ekki sögð styðja við kenn­ingu um að veir­an hafi slopp­ið frá til­rauna­stofu.

Ný rannsókn segir markað í Wuhan upprunastað faraldursins
Huanan markaðurinn Markaðnum í Wuhan var lokað 1. janúar 2020, sýni tekin og allt svæðið sótthreinsað. Mynd: AFP

Tímaritið Science birti í gær tvær ritrýndar fræðigreinar byggðar á rannsóknum hóps vísindamanna á uppruna SARS-CoV-2 kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar urðu að minnsta kosti tvö aðskilin smit frá lifandi dýrum yfir í mannfólk, líklegast á Huanan markaðnum í Wuhan í Kína þar sem ýmis lifandi dýr voru til sölu.

Að sögn vísindamannanna styðja gögnin ekki við þá kenningu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu Stofnunar veirufræða í Wuhan. „Smit úr dýrum á Huanan markaðnum er eina upprunakenningin sem passar við öll sönnunargögnin,“ segir Dr. Angela Rasmussen, veirufræðingur úr hópnum.

Önnur greinin dregur fram þá mynd að fyrstu smitin í lok árs 2019 hafi öll verið í nálægð við Huanan markaðinn þar sem dýrategundir sem viðkvæmar eru fyrir kórónaveirusmitum hafi verið seldar. Jákvæð veirusýni sem tekin voru á markaðnum hafi fundist á svæðinu þar sem dýrin voru í búrum. Því gefi greiningin til kynna að uppruni faraldursins sé í gegnum sölu á lifandi dýrum í Kína og að Huanan markaðurinn hafi verið þungamiðja hans. Þetta hafi verið sú ályktun sem fyrst var dregin þegar faraldurinn hófst og gögnin styðji nú við. Þá hafi aðrir faraldrar byrjað með sama hætti, þar á meðal SARS kórónaveirufaraldurinn 2002-2003.

Hin greinin byggir á erfðafræðilegri rannsókn á fyrstu smitunum í lok árs 2019 fram til febrúar 2020. Hún sýnir að líklegast voru tvö mismunandi afbrigði veirunnar á sveimi sem smituðust hvort í sínu lagi frá dýrum í menn. Fyrsta smitið hafi átt sér stað í kringum 18. nóvember 2019, en það seinna nokkrum vikum síðar. Því sé ólíklegt að veiran hafi borist í mannfólk fyrir nóvember 2019 og eins og með fyrri kórónaveirur sé Covid-19 faraldurinn líklegast afleiðing nokkurra smita frá dýrum í mannfólk.

Stærstu spurningunni svarað

Dr. Rasmussen segir einstaklega ólíkt að uppruni veirunnar hafi átt sér stað annars staðar. Til að kenningin um leka af tilraunastofu héldi vatni þyrfti sérstaklega ólíkleg atburðarás að hafa átt sér stað. „Starfsmaður 1 sýkist af einu afbrigði á Stofnun veirufræða í Wuhan og fer beint á markaðinn og smitar aðeins fólk þegar hann er kominn á staðinn,“ útskýrir Dr. Rasmussen. „Viku síðar smitast starfsmaður 2 af hinu afbrigðinu á Stofnuninni og fer líka beint á Huanan markaðinn.“

Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu.
Dr. Angela Rasmussen
um uppruna Covid-19 faraldursins

Mun líklegra sé að veiran hafi gengið um meðal dýranna á markaðnum og að tvær manneskjur hafi smitast þar beint frá dýrum. „Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Dr. Rasmussen. „Hvaða dýr voru sýkt? Hvaðan komu þau? Eru aðrar kórónaveirur á dreifingu meðal þeirra? Þetta eru spurningar sem skipta máli við að skilja áhættuna af næsta kórónaveirufaraldri. Við sumum fáum við kannski aldrei svör. En við höfum svarað þeirri stærstu hér. Faraldurinn hófst með að minnsta kosti tveimur smitum úr dýrum sem voru til sölu á Huanan markaðnum yfir í menn. Ekki frá tilraunastofu, ekki úr helli, ekki af tannlæknastofu. Þetta er ekki skoðun okkar. Þetta er rannsókn byggð á gögnum sem fór í gegnum stífa ritrýningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Og hvaða gögn studdust þessir rannsakendur við? Kínversk stjórnvöld stöðvuðu allann aðgang að gögnum og svæðinu í heild í meira en ár eftir að faraldurinn braust út. Það er vitað að þarna var verið að vinna að genabreytingum á þessum vírus. Það eru ekki sömu gæðastaðlar á kínverskum rannsóknarstofum og tíðkast í öðrum löndum, t.d. eru ekki notuð RNA hreinsiefni til að hreinsa yfirborð og hluti í rannsóknarstofunum í lok dags o.s.fv https://youtu.be/Ed1xOylQBu0
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár