Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Var smitaður hjá Gísla Marteini

„Smit­skömm­in í lág­marki,“ seg­ir Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur, sem var einn 72 Ís­lend­inga sem greind­ust með Covid-19 í gær. Hann hvet­ur til bólu­setn­inga. „Guð blessi bólu­efn­in!“

Var smitaður hjá Gísla Marteini
Hallgrímur í vikunni Alls óafvitandi var hann smitaður af Covid-19 við útsendingu Vikunnar hjá Gísla Marteini um helgina. Mynd: RÚV

„Það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt,“ skrifar Hallgrímur Helgason rithöfundur, sem fluttur var af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg í gærkvöldi, eftir að hafa greinst smitaður af Covid-19, einn 72 Íslendinga í gær. 

Alls eru 897 Íslendingar í einangrun í dag og 1.169 í sóttkví. Það flækir stöðuna hjá Hallgrími að hann var einn þriggja gesta í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV á laugardagskvöldinu, eins og hann lýsir á Facebook-síðu sinni.

„Vona svo bara að ég hafi ekki smitað neinn í settinu hjá honum Gísla Marteini. Þau eru þrjú komin í sóttkví mín vegna, hann sjálfur, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sóli Hólm, einkennalaus sem betur fer, og smitskömmin því í lágmarki. Aðrir sem ég hitti á föstudaginn eru í smitgát. Allir neikvæðir að ég best veit,“ segir hann.

EinkennalausSessunautar Hallgríms eru einkennalausir í sóttkví.

Hallgrímur er „vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn“, „enda tvívarinn með Astra Zeneca síðan í sumar,“ eins og hann segir. 

Af þeim 72 sem greindust smitaðir í gær voru tæp 40% ekki bólusett, en það er mun hærra hlutfall en fjöldi óbólusettra í samfélaginu segir til um. 76% landsmanna eru bólusettir og 89% fullorðinna.

Hallgrímur eggjar alla landsmenn að láta bólusetja sig. „En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ segir hann og hnykkir út: „Guð blessi bóluefnin!“

Hallgrímur tekur sérstaklega fram að þau sem komu í útgáfuteiti hans á fimmtudag þurfi ekki að bregðast við, þar sem línan sé dregin við föstudagsmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár