Lenti á götunni fimmtán ára

Svarti Álf­ur seg­ir að hann hefði end­að í fang­elsi hefði hann hald­ið áfram að búa í Belg­íu, þar sem hann fædd­ist. Eft­ir að hann flutti til Ís­lands átt­aði hann sig á því að hann gæti ekki bú­ið með fjöl­skyldu sinni.

Lenti á götunni fimmtán ára
Daglegir árekstrar Álfur segist þónokkuð oft lenda í árekstrum bara með því að opna munninn. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég var stofnanabarn þegar ég kom hingað fimmtán ára. Ég ólst upp á heimavistum. Þannig að fjölskylda – það er eitthvað sem ég þekki ekki alveg – og það sem ég þekki er ekki gott. Fyrstu árin var ég hjá nunnum. Þannig að trú er eitthvað sem mig langar ekkert að taka þátt í. Það er mikil kaþólska í Belgíu. Annars veit ég ekkert um Belgíu, ég hef aldrei haft áhuga á því. Ég var í raun og veru feginn þegar mér var sagt að við værum á leiðinni hingað. 

Tíu mánuðum eftir að ég kom var ég kominn á götuna. Því fjölskyldan og ég áttuðum okkur á því að ég gat ekki verið með þeim. Það var bara ekki séns. Það væri bara konflikt á hverjum degi, meira og minna. Þau eru alveg bókstafstrúuð og ég er það ekki.

Ég var líka kominn á slæman stað. Ég væri sennilega kominn í fangelsi ef við hefðum haldið áfram að búa í Belgíu. Ég var kominn á þann stað, í einhverju fáránlegu klíkurugli. Ég var hættur í skóla og nennti ekki neinu. Í fjölskyldunni eru hálfbræður og svoleiðis og þeir eru allir búnir að lenda í fangelsi. 

Með því að koma hingað var allt sett á núllið aftur. Fyrst um sinn var maður í slagsmálum en svo eftir á þá áttaði maður sig á því að fara að lifa lífinu. Kannski svolítið seinn, en ég er kominn á þann stað núna. Ég er ekkert að flýta mér heldur. Til hvers?

„Ég hef alltaf sagt mína skoðun, meira og minna. Sama hvaða afleiðingar það hefur.

Ég er pönkari. Ég var byrjaður að aðhyllast pönkið áður en ég vissi að það væri eitthvað til sem héti pönk. Ég byrjaði að klæða mig eins og pönkari áður en ég vissi að það væru til aðrir sem gerðu það. Það passar við lífið mitt, í raun og veru. Ég hef alltaf viljað fara mína leið og pönkið býður upp á það. Ég hef alltaf sagt mína skoðun, meira og minna. Sama hvaða afleiðingar það hefur. 

Það hefur oft komið mér í vandræði. Ég lendi meira og minna daglega í því. Ég náttúrlega tala ekki alveg rétta íslensku þannig að ég held að setningarnar – hvernig ég set þær stundum saman og hvernig ég tala – fólk hrekkur við. Ég lendi þó nokkuð oft í árekstrum bara með því að opna munninn á mér. Ég meina vel og það fer öfugt út. En hey, fuck it. 

Ég held að pönkið sé vinsælt á Íslandi, orðið partur af kúltúrnum. Það er anarkismi í þjóðarsálinni á Íslandi.  Ég meina – hvaða mann veistu um sem treystir stjórnmálamönnum? Engan. Allt í kringum okkur er svo mikil fokking hræsni. Og við vitum af því. Það sem við vitum ekki er hvernig er hægt að berjast á móti þessu. Við notum mótmæli og það ber engan árangur. Ekki nokkurn.“ 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár