Magnús Þór er látinn

Magnús Þór Haf­steins­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og sjómað­ur, lést eft­ir að bát­ur hans sökk út af Pat­reks­firði í gær.

Magnús Þór er látinn

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, var sá sem lést þegar bátur hans sökk úti fyrir Patreksfirði í gær. Hann var 61 árs og lætur eftir sig fjórar dætur.  

Magnús Þór var menntaður búfræðingur og lauk cand. mag-prófi í fiskeldis- og rekstrarfræðum auk cand.scient-prófi í fiskifræði í Noregi. Magnús Þór starfaði við ýmislegt tengdu landbúnaði og sjávarútvegi. Til dæmis stundaði hann rannsóknir við Veiðimálastofnun og sinnti kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Á tímabili vann Magnús Þór við blaðamennsku – ritstýrði ýmsum miðlum og var fréttaritari RÚV í Noregi. 

Magnús Þór settist á þing fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og var í nokkur ár þingflokksformaður hans. Hann gekkst síðar til liðs við Flokk fólksins en hann var oddviti hans í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár