Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Smitaðist af hermannaveiki í Holtunum

Ein mann­eskja greind­ist með her­manna­veiki í Vatns­holti. Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur hef­ur þeg­ar grip­ið til að­gerða til að hreinsa bakt­erí­una úr lögn­um.

Smitaðist af hermannaveiki í Holtunum
Háteigskirkja Bakterían fannst í einu húsi í Holtunum í Reykjavík, hverfinu sem Háteigskirkja prýðir. Mynd: Sigurrós Jóna Oddsdóttir

Bakterían sem veldur hermannaveiki fannst nýverið í vatni í einu húsi í Holtunum í Reykjavík og veiktist ein manneskja af hermannaveiki. Þetta staðfestir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Að ósk embættis landlækis tók heilbrigðiseftirlitið vatnssýni á Vatnsholti og greindist þar baktería í einu húsi. „Hreinsun var gerð sem felst í því að dæla 70 gráðu heitu vatni um kerfið,“ segir í svari Heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn Heimildarinnar.

„Aðeins einn veiktist en fullfrískir veikjast yfirleitt ekki“

„Það er því væntanlega orðið hreint aftur og hafa sýni verið tekin á ný til að staðfesta það og berst niðurstaða eftir 10 daga. Málið ætti að vera úr sögunni. Aðeins einn veiktist en fullfrískir veikjast yfirleitt ekki.“

Smit áður komið upp

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun. Þá eiga smit milli mannfólks sér ekki stað.

Bakterían sem veldur hermannaveiki

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur finnst bakterían endrum og eins. Getur það gerst þegar vatnskerfi í íbúðum eru ekki notuð í nokkra mánuði, til dæmis vegna dvalar erlendis.

Árið 2019 veiktist einn íbúi á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða af hermannaveiki og náði fullum bata. Greip Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þá einnig til aðgerða til að uppræta bakteríuna úr lagnakerfi hússins.

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu