Mikilvægt að fordæma menntamorð

Silja Bára R. Óm­ars­dótt­ir, nýr rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að for­dæma menntamorð. Það kom fram í inn­setn­ing­ar­ræðu henn­ar í dag þar sem hún fjall­aði um að­för að aka­demísku frelsi, mik­il­vægi fjöl­breyti­leik­ans, lofts­lags­vána og þverfag­legra sam­vinnu.

Mikilvægt að fordæma menntamorð
Silja Bára Nýr rektor Háskóla Íslands Mynd: Golli

Silja Bára R. Ómarsdóttir, var sett í embætti rektors Háskóla Íslands í dag. Fullt var út að dyrum í hátíðarsal háskólans en meðal gesta voru Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ásamt Birni Skúlasyni, forsetaherra, fyrrverandi forsetar Íslands Guðni Th. Jóhannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru þar Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra og nefndarmeðlimur háskólaráðs, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra.  

„Ég er þakklát fyrir að tilheyra háskólasamfélagi sem að efnir til lýðræðislegra kosninga um æðstu forystu sína,“ sagði Silja Bára í ræðu sinni. Hún þakkaði Jóni Atla Benediktssyni sem hún sagði að hefði sinnt starfinu af „elju og metnaði.“ Taldi hún að skólinn hefði tekið framfaraskref undir hans stjórn, þau hafi verið fjölmörg síðustu tíu ár og nefndi meðal annars aukið alþjóðasamstarf, gríðarlega uppbyggingu á alþjóðasvæðinu, blómstrandi rannsóknarstarf og stóraukna nýsköpun.

Innsetning rektorsHér sjást Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýr rektor, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.

Allir rektorar konur

Nú þegar Silja Bára hefur tekið við embætti sínu eru allir rektorar háskóla á Íslandi konur. Í ræðunni rak Silja Bára árangurinn til Vigdísar Finnbogadóttur og þeirra tímamóta sem kjör hennar markaði. „Ég var sjálf níu ára gömul og fylgdist spennt með þessum kosningum sem voru sennilega þær sem vöktu áhuga minn á stjórnmálum.“   

Í ræðunni lagði Silja Bára mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti. „Við þurfum að gæta þess að halda áfram að efla og styrkja fjölbreytileika því það er ekki síst hann sem skapar fjölskrúðuga nútímamenningu. Við eigum að fagna þeim sem hingað koma og auðga samfélagið okkar með nýjum siðum og venjum,“ sagði hún og bætti við: „Ísland er nefnilega ekki eyland nema í eiginlegri merkingu og verkefni okkar teygja sig langt út fyrir landamærin.“ 

„Við sjáum vaxandi átök og hernað í kringum okkur og nú þegar kallað er eftir auknum framlögum til öryggis- og varnarmála verðum við að standa vörð um fjárframlög til menntunar og rannsókna. Ekki síst þeirra rannsókna sem viss öfl í heiminum virðast óttast. Svo sem rannsóknir á fjölbreytileika, loftslagsbreytingum af mannavöldum og jafnrétti,“ sagði hún.  

Silja Bára fjallaði einnig um að mikilvægi aðgangs að háskólamenntun fyrir öll sem hér búa „Fjöldi stúdenta við Háskóla Íslands sé nokkurn veginn sá sami og fyrir áratug þrátt fyrir að fólksfjölgun hafi orðið.“ Hún segir að fjölda stúdenta hafi mögulega staðið í stað vegna þess að innflytjendum sé ekki að fjölga jafnmikið í háskólanámi eins og í samfélaginu í heild. „Fólksfjölgun er jú fyrst og fremst þeim að þakka,“ sagði hún og útskýrði að mikilvægt væri að háskólinn gætti þess að vera háskóli allra landsmanna. Því sé mikilvægt að skoða hvað geti komið í veg fyrir þátttöku ólíkra hópa.

Menntamorð og mikilvægi akademísks frelsis

„Það er ráðist gegn akademísku frelsi út um allan heim, þrengt að tjáningarfrelsi og menntastofnanir jafnvel markvisst eyðilagðar. Við erum hluti af hinu alþjóðlega þekkingarsamfélagi sem nú berst fyrir stöðu sinni og í þeirri baráttu þurfum við að taka þátt,“ sagði Silja Bára. Hún lagði mikla áherslu á að akademískt frelsi væri virt. 

Hún tengdi aðför að akademísku frelsi við þjóðarmorðið á Gasasvæðinu og vísaði í menntavísindamanninn Henry Giroux sem hefur rannsakað menntamorð. „Menntamorð sem er fylgifiskur þess þjóðarmorðs sem við höfum þurft að horfa upp á, svo gott sem í beinni útsendingu, í næstum því tvö ár. Meðvituð eyðilegging menntainnviða verður ekki kölluð annað en menntamorð. Það er alvarlegt og það þurfum við að fordæma.“  

Silja Bára R. ÓmarsdóttirÁvarpaði fullan sal þegar hún tók við embætti rektors Háskóla Íslands.

Hún sagði birtingarmyndirnar vera fleiri: „Önnur og lævísari birtingarmynd þess er hugmyndafræðilegt ofbeldi sem felst í því að brjóta niður tjáningarfrelsi og akademískt frelsi með því að refsa og ógna fræðafólki um allan heim. Það þarf nefnilega ekki alltaf að beita ofbeldi til að ná árangri því að fræðasamfélaginu er oft gert ljóst að betra sé að þegja en að stíga fram. Það er á ábyrgð okkar allra að verja akademískt frelsi.“  

„Ég mun ávallt leggja ríka áherslu á akademískt frelsi og áfram styðja þá sterku hefð að leyfa vísindunum að stjórnast af forvitni, fagmennsku og gagnrýnni hugsun.“ Silja Bára sagði að slíkt frelsi þyrfti að ná inn í skólastofurnar. Mikilvægt sé að virkja stúdenta sem þátttakendur í leitinni að þekkingu og auknum skilningi. 

Þá gagnrýndi Silja Bára niðurskurði sem hafa verið á Norðurlöndunum á hug- og félagsvísindasviði. „Ef að niðurskurðarstefnu verður fram haldið í nágrannalöndum okkar – eins og hefur verið síðustu árin – þá eru það einkum hug- og félagsvísindin sem þrengt verður að. En án þeirra tapast skilningur okkar á mannlega þættinum í öllu vísindastarfi.“

Opin vísindi og virk umhverfisvernd

„Þekking og vísindi mega ekki vera einkamál fárra. Þau eru lykillinn að framtíðinni og hún varðar okkur auðvitað öll,“ sagði Silja Bára og nefndi að slíkt ýtti undir jöfnuð og styrkti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Það er ekki hagur vísindanna að niðurstöður rannsókna séu læstar inni í hagnaðardrifnum tímaritum.“ Hún sagði að UNESCO hvetti aðildarríki til þess að tryggja opin aðgang að vísindum. Einnig sagði hún að rannsakendur á Íslandi væru hátt yfir meðaltali í birtingu rannsókna í opnum aðgangi sem mikilvægt sé að tryggja áfram. 

Umhverfis- og loftslagsmálin eru einnig meðal markmiða hjá Silju Báru: „Skólinn þarf áfram að flétta sjálfbærni inn í allt sitt starf og þarf að vera virkur þátttakandi í umhverfisvernd og viðbragði gegn loftslagsbreytingum.“

Silja Bára ræddi líka framtíðaráskoranir og nefndi gervigreind sem eina þeirra en sagði að í henni feldust einnig tækifæri. „Minnum okkur á að þetta hugtak þýðir í raun manngerð greind en hún verður aldrei mannleg.“ 

Fullur salur

Háskólinn arðbærasta fjárfestingin

Silja Bára sagði fjármagn til háskólans arðbærustu fjárfestingu sem til er. Því þurfi að fullfjármagna hann svo háskólinn geti sinnt öllum skyldum sínum án þess að ganga á heilsu starfsfólks. „Ég óska eftir samstarfi við stjórnvöld um að fjármagna þær umbætur sem gera þarf á starfsumhverfi til þess að bæta vellíðan í starfi og námi.“  

Þá sagði hún mikilvægt að nám teldist sem full vinna. „Ég vil að stúdentar á Íslandi hafi efni á því að einbeita sér að náminu og mun standa með þeim í baráttu þeirra.“ 

Tengsl milli atvinnulífs og háskóla sagði Silja Bára einnig gríðarlega mikilvæg. Hún sjái tækifæri til að efla þau til dæmis með háskólasamstæðu Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Held að Silja Bára sé vel að þessu komin, vona að orð standi. Heyr, heyr.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár