Innflytjandi sár eftir 30 ár á Íslandi: „Við erum helvítis útlendingar og múslímar sem á að reka úr landi“

Jasmin Vajzovic sem flutt­ist til Ís­lands frá Bosn­íu og Hers­egóv­ínu fyr­ir 30 ár­um seg­ist að­eins ný­lega hafa upp­lif­að for­dóma vegna trú­ar sinn­ar og upp­runa. Hann seg­ist kvíða fyr­ir fram­tíð dótt­ur sinn­ar á Ís­landi.

Innflytjandi sár eftir 30 ár á Íslandi: „Við erum helvítis útlendingar og múslímar sem á að reka úr landi“
Jasmin Vajzovic og fjölskylda Jasmin segist í fyrsta sinn mæta fordómum hér á landi fyrir trúarbrögð sín og uppruna.

Múslimi sem hefur búið í 30 ár á Íslandi segist varla geta trúað þeim umræðum sem hafa átt sér stað á landinu að undanförnu.

Jasmin Vajzovic segir í færslu á Facebook að síðustu daga og mánuði hafi hann upplifað eitthvað sem hann hafði ekki upplifað síðan hann flutti til landsins frá Bosníu og Hersegóvínu. Hann segist stoltur af uppruna sínum og að margir sem þekkji hann og konuna hans viti ekki að þau séu múslimar.

„Elskaði að búa hér á Íslandi í síðustu 30 ár en með hverjum mánuði ári er mér farið að líða illa hér,“ skrifar Jasmin.

Hann segist í fyrsta sinn flokkaður eftir trúarbrögðum og uppruna. „Ég er mjög sár og orðinn mjög leiður að ég er flokkaður sem glæpamaður af því einhver skemmd epli hafa komið hingað og brotið af sér sem eru með sömu trúarbrögð og ég. Múslimar er ekki eins alls staðar!“

„Þetta eru ekki múslimar, þetta eru glæpamenn sem gera það“

Hann segir að þó hann deili trú á sama guð og aðrir múslimar sé ekki um að ræða einsleitan hóp. Kona sín gangi ekki með slæðu eins og margir sem skrifa á kommentakerfi fjölmiðla geri ráð fyrir. „Já ég er múslimi en hef aldrei lyft hendi gegn konunni eða börnunum mínum,“ skrifar hann. „Þetta er besta sem maður á í lífinu, fjölskyldan. Ég geng ekki með hnífa á mér úti í bæ og sting hina og þessa eins og margir halda að múslimar geri, sem er þvæla. Þetta eru ekki múslimar, þetta eru glæpamenn sem gera það.“

Kvíðir fyrir framtíð dóttur sinnar

Hann segist allt hafa gert til að vera eins og Íslendingur og skilað meiru til ríkisins en margir Íslendingar. „Við tölum öll íslensku, tökum þátt í öllu sem er í boði en erum komin á þann stað núna eftir 30 ár að við erum helvítis útlendingar og múslímar sem á að reka úr landi, sem ég fæ að heyra mjög oft, sem ég hef ekki heyrt fyrstu 28 ár og mér er farið að kvíða fyrir hvernig framtíðin verður fyrir barnið mitt hér. Ég verð farinn fljótlega, þið verð laus við mig en veit ekki með barnið mitt.“

Hann segist kvíða fyrir framtíð dóttur sinnar. „Hún er fædd hér, er má segja Íslendingur en það er alltaf horft á hana sem útlending því eftirnafnið hennar er ekki dóttir heldur Vajzovic. Sem á ekki að skipta máli en gerir það samt.“

Jasmin segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fólk sem hann hélt að væru vinir sínir en „taka þátt í þessu bulli og eru að pósta svona viðbjóð og flokka alla múslima og útlendinga í sömu körfu af því eitt og eitt skemmt epli er í körfunni.“

Kjósa
90
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Oft er gott að leiða hjá sér mótlæti sem við verðum fyrir. Að byggja upp innri styrk er alltaf góð viðbrögð við áreiti. Það getur verið oft mjög gott að lýsa gremju sinni en það getur haft þau viðbrögð að þeir sem ofsækja finna hjá sér enn meiri þörf að herða á enda telja þeir viðkomandi vera að sýna af sér veikleika sem eru óæskileg viðbrögð. Þetta er ekki einfalt líf að lifa í öðru landi þar sem önnur viðhorf eru. Því er alltaf æskilegt að aðlagast sem mest venjum og siðum í því landi sem búið er í.
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Voðalega tekur fólk mótmælin persónulega. Afhverju les að ekki mótmælaskrána áður en það fer að taka allt til sín. Það er verið að bauna á ríkisstjórnina að herða lögin og flagga okkar fallega fána. Heldur fólk að við lítum á alla múslima sem plágu? Verið ekki svona þröngsýn.
    -7
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það segir allt um málsmetandi fólk þegar þau hin sömu segjast vera hlutlaus gagnvart erlendum ríkisborgurum svo lengi sem við höfum not fyrir þá, saman ber express ríkisborgararéttur fyrir íþróttafólk eða aðra sem gætu aukið hróður lands og þjóðar, er í lagi að skjóta yfir þau skjólshúsi. Lágkúra.
    3
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Leyfi mér að vona, að þetta sé lítill minnihluti, sem kemur óorði á samfélagið.
    5
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ekki mannleg mótmæli á Austurstræti. Er ekki á móti innflytjendum, en þeir mættu gjarnan vera færri. Flest fólk sem vinnur á sumum hjúkrunar heimilum er erlent og það hjálpar okkur mikið
    vegna skorts á mannafla í þau störf
    -7
    • Að hvaða leyti myndi þitt líf batna ef hér væru færri innflytjendur? Fyrst þú vildir gjarnan að þeir væru færri, geri ég ráð fyrir því að vera þeirra snerti þig að einhverju leyti. Hvernig?
      8
    • Birgit Braun skrifaði
      " Þeir mætti gjarnan vera færri..." 2023 skilaði stýrihópur stjórnvalda í fyrsta sinn Grænbókina sem niðurstaða af vinnu um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Þar kemur skýrt fram að tækifærin á ört vaxandi vinnumarkaði á Íslandi " draga" innflytjendur til landsins. Hvar liggur þá vandinn ef kvartað er um fjöldann innflytjanda? Hjá þeim sem svara kallinu? ....eða hjá þeim sem kalla eftir vinnandi hendum?
      9
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Tek undir að langflest starfsfólk á hjúkrunarheimilum og hliðstæðum störfum er erlent. Það hefur reynst yfirleitt mjög vel, sýnir mikla nærgætni, kurteysi og mikla þjónustulund sem margir landa okkar mættu einnig tileinka sér. Þessi störf eru verulega vanmetin enda fremur illa launuð sem fáir landar okkar sætta sig við.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár