Ragga Nagli um reynslu sína sem innflytjandi: lögbrjótur sem tileinkar sér ekki siði Danans

Ragga Nagli lýs­ir brest­um sín­um sem inn­flytj­andi í Dan­mörku og seg­ist aldrei hafa upp­lif­að vesen frá múslim­um. „Sýn­um ná­ungakær­leika og kom­um fram við inn­flytj­end­ur á Ís­landi eins og við vilj­um að sé kom­ið fram við okk­ur þeg­ar við tök­um okk­ur bú­setu á er­lendri grund.“

Ragga Nagli um reynslu sína sem innflytjandi: lögbrjótur sem tileinkar sér ekki siði Danans
Ragga Nagli Íslenskur sálfræðingur og einkaþjálfari í Danmörku segist búa í nágrenni við bænahús múslima og aldrei hafa upplifað neitt neikvætt frá gestum þess.

Ragga Nagli, eða Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum, lýsir reynslu sinni sem innflytjandi í Danmörku í færslu á Facebook í dag. Tilefnið virðist vera umræða um innflytjendur sem aukist hefur eftir mótmæli félagsins Ísland - þvert á flokka á Austurvelli síðastliðinn laugardag.

„Naglinn er innflytjandi,“ skrifar hún í færslunni sem hafði síðdegis í dag fengið yfir 1400 „like“. „Sextán ár búsett í Baunalandi. Talar ófullkomna dönsku með hreim. Ólst ekki upp í dönskum kúltúr. Og hefur ekki tileinkað sér siði og venjur Danans nema að örlitlu leyti.“

Hún segist helst umgangast Íslendinga og tengja lítið við margt af því sem sterkt er í Danmörku. „Þekkir ekki einn einasta danska áhrifavald. Hlustar ekki á danska tónlist nema klassíkera úr áttunni og níunni. Finnst dönsk stjórnmál drepleiðinleg. Fagnar ekki Mortensaften. Étur ekki kransaköku á gamlárskvöld. Bakar ekki bollur á Stóra Bænadeginum. Les ekki Se og Hør eða Billed bladet. Er drull um hvaða raunveruleikastjarna var að skilja. Finnst flæskesteg viðbjóður. Danskt nammi mjög bragðvont. Anton Berg örugglega framleitt í forgarði Helvítis. Smørrebrød ofmetin Júmbó samloka. Bulow lakkrísinn bragðlaus stuldur á Kúlusúkki. Vinanetið að mestu leyti Íslendingar. Fer á íslensk þorrablót, jólaböll og þrettándagleði,“ skrifa hún.

Þá tengi hún ekki við drykkjumenningu Dana. „Hefur verið 13 ár á snúrunni og drekkur því aldrei bæjara og því ekki hundsvit á Tuborg, Carlsberg eða Mikkeller. Heldur ALDREI með Danmörku í fótbolta og bara í handbolta þegar Danir spila við Frakkland. Finnst Danir of grobbnir og kokhraustir fyrir hvern leik, en aðallega biturð djúpt í sálinni yfir fjölmörgum tapleikjum Íslendinga við Baunann. Hefur núll áhuga á borðtennis og badminton.“

Játar á sig lögbrot og lofar fjölmenninguna

„Naglinn hefur komist í kast við lögin í Danmörku og var tekin af politimand fyrir að keyra á 70 km hraða þar sem hámarkshraði var 50 km/h,“ skrifar Ragga. „Hinum megin götunnar eru fjölbýlishús þar sem 99% eru innflytjendur frá Tyrklandi, Írak, Íran, Pakistan. Í næstu götu ein stærsta moskan á Norðurbrú, og streyma þangað kuflaklætt íslamstrúað fólk mörgum sinnum á dag, og í unnvörpum á föstudögum. Aldrei upplifað vesen af þessu návígi við önnur trúarbrögð og menningu.“

„Þjóðernisrembingurinn er af sauðahúsi nasista í orðræðunni hjá virkum í athugasemdum“

Þá lofar hún matarmenninguna sem fylgir fjölbreytileikanum. „Naglinn elskar að fara á kebabstað hér á Norðurbrú Kaupmannahafnar, einu stærsta samfélagi múslima á Norðurlöndum og löðra í sig grillkjöti, bulgur og hummus. Og elskar líka að borða indverskan, víetnamskan, tælenskan, marokkóskan og sushi. Allur þessi matur er eldaður og/eða undir innblæstri innflytjenda í Danmörku. Jón Sigurðsson var innflytjandi í Danmörku. Albert Einstein og Arnold Schwarzenegger innflytjendur í Bandaríkjunum. Freddie Mercury innflytjandi í Bretlandi. Zlatan Ibrahimovic er innflytjandi í Svíþjóð. Hefðu þessar þjóðir viljað segja þeim að drulla sér heim útlendingapakk? Ef ekki væri fyrir innflytjendur á Íslandi væri ekki marókkoskur veitingastaður á Siglufirði, Nings á Suðurlandsbraut, Vietnam á Laugavegi, Mandí í Skeifunni. Við myndum þá bara éta soðna ýsu með hamsatólg undir dánarfregnum og jarðarförum á Gufunni.“

Aldrei sagt að hundskast heim til sín

Þá bendir Ragga á að í Kaupmannahöfn sé kirkja Íslendinga. „Rétt eins og bænahús múslima verður á Suðurlandsbraut. Samkomustaður til að hitta landa sína, og iðka sína trú. Enginn Dani hefur sagt óumbeðið í kommentakerfi að Íslendingar séu afætur og óþjóðalýður og ættu að hundskast heim til sín. Ekki ein einasta hræða hefur sagt við Naglann: „Þú ert ekki velkomin hér útlendingaógeð“. Aldrei fengið yfir sig holskeflu fúkyrða fyrir að hafa ekki aðlagast dönsku samfélagi og tekið upp þeirra siði og venjur. Þjóðernisrembingurinn er af sauðahúsi nasista í orðræðunni hjá virkum í athugasemdum.“

Hún hvetur loks samlanda sína til að hætta að ala á skautun, tortryggni og útlendingahatri. „Gröfum frekar eftir samkennd og virðingu. Sýnum náungakærleika og komum fram við innflytjendur á Íslandi eins og við viljum að sé komið fram við okkur þegar við tökum okkur búsetu á erlendri grund. Fjölmenning gerir mannlífið litríkara og fjölbreyttara og úðar yfir okkur víðsýni og þroska.“

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Ég skil ekki hvað hún er að gera í Danmerku ef allt danskt er ómögulegt
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi fyrirlitning á trúarbrögðum, útlendingum og konum er af svipuðum meiði og kvenfyrirlitningin, snýst um pólitík, völd en umfram allt heimsku og heimótta. Það spretta núna upp misvitrir Messiasar sem sanka að sér aðallega drengjum sem vorkenna mest sjálfum sér, finna einhvers staðar blóraböggla til að hugga sig á egin aumingjaskap.
    Við sjáum glöggt í þessum samfélögum þar sem þetta er að ná völdum, hvað hugmynda auðgin er fátæk. Eins og skáldið sagði ''woman is the nigger of the world,,
    1
  • Birgit Braun skrifaði
    Það er ekki nema tveggja stafa munur: að vera ís-.....eða útlendingur.
    Við erum öll...manneskjur.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár