Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og þar með einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi, kemst reglulega í fjölmiðla fyrir umdeild ummæli, oft sett fram á Facebook. Samtökin '78 hafa kært nýjustu ummælin og ríkissaksóknari þarf nú sem áður að svara fyrir það sem Helgi skrifar í frítíma sínum.
Fréttir
1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi
Úkraínskum ríkisborgurum með búsetu á Íslandi hefur fjölgað um 490% frá því fyrir jól samkvæmt Þjóðskrá. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 7,5 prósent á landinu á sama tímabili.
Fréttir
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Afgreiðsla Útlendingastofnunar á umsókn Robyn Mitchell um ríkisborgararétt tók 20 mánuði. Stofnunin krafðist þess meðal annars að hún legði fram yfirlit yfir bankafærslur sínar, framvísaði flugmiðum og sendi samfélagsmiðlafærslur síðustu fimm ára til að færa sönnur á að hún hefði verið hér á landi. „Þessi stofnun er eins ómanneskjuleg og hægt er að hugsa sér,“ segir hún.
FréttirCovid-19
Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur
Fólkið sem reisti flestar byggingar á Íslandi síðasta áratuginn hefur ekki notið þess að vera fullgildur hluti af íslensku samfélagi, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Það er sá hópur sem hefur átt erfitt með að halda þessar takmarkanir,“ segir hann um covid-smitin undanfarið.
Úttekt
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands, er helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að rannsóknum um pólska innflytjendur hér á landi. Að hennar mati hefur stefna og viðmót íslensks samfélags leitt til þess að hæfni innflytjenda nýtist ekki en þeir fá sjaldan tækifæri til að komast úr láglaunastörfum.
Úttekt
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
Fréttir
Lögmaður Uhunoma segir Áslaugu Örnu ekki átta sig á eðli mannréttindabaráttu
Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma Osayomore sem senda á úr landi þrátt fyrir sögu um mansal og kynferðisofbeldi, segir segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur skorta vilja til að breyta kerfinu.
Viðtal
Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
FréttirCovid-19
Útlendingar eru 40 prósent atvinnulausra
20 prósent atvinnuleysi er meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi og fer vaxandi. Heildaratvinnuleysi á landinu var rúm 9 prósent í ágúst. Staðan verri meðal kvenna en karla. Lagt er til að hækka fjármagn til Þróunarsjóðs innflytjendamála verulega.
Fréttir
Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Lögregluyfirvöld hafa tilkynnt Khedr-fjölskyldunni að farið verði með hana í skimun vegna kórónuveirunnar í dag. Lögmaður fjölskyldunnar segir aðgerðirnar harðneskulegar en vonast til að afstaða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brottvísun.
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði
Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi á fimm stjörnu hóteli
Hótel Grímsborgir er annað af tveimur hótelum á landinu með vottun upp á fimm stjörnur. Fyrrverandi starfsfólk lýsir kjarasamningsbrotum og fjandsamlegri framkomu yfirmanna. Eigandi segir að ekki einn einasti starfsmaður hans sé óánægður.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.