Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dökk mynd dregst upp af stöðu innflytjenda

Inn­flytj­end­ur standa mun verr en inn­fædd­ir Ís­lend­ing­ar þeg­ar kem­ur að efna­hag, stöðu á hús­næð­is­mark­aði og and­legri heilsu sam­kvæmt yf­ir­grips­mik­illi nýrri könn­un. Fjórð­ung­ur inn­flytj­enda gat ekki keypt af­mæl­is- eða jóla­gjaf­ir fyr­ir börn sín á síð­ustu tólf mán­uð­um.

Dökk mynd dregst upp af stöðu innflytjenda

Innflytjendur standa mun verr í efnahagslegu tilliti en innfæddir Íslendingar, tveir þriðju hlutar þeirra eru á leigumarkaði og byrði húsnæðiskostnaðar er sligandi fyrir yfir helming þeirra. Fimmtán prósent innflytjenda búa við efnislegan skort, þar af býr helmingur við verulegan efnislegan skort. Fjárskortur hefur komið í veg fyrir að einn af hverjum tíu innflytjendum hafi getað greitt fyrir skólamat síðasta árið og tæp átta prósent hafa ekki haft efni á leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir frístundaheimili. Þá er andleg heilsa innflytjenda markvert verri en þeirra sem eru fæddir hér á landi og finna þeir í töluvert meira mæli fyrir alvarlegum kulnunareinkennum í starfi.

Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem lesa má út úr umfangsmikilli spurningakönnun um stöðu launafólks á Íslandi, sem gerð var meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Í könnuninni, sem ríflega 14 þúsund manns svöruðu, alls 8,5 prósent allra aðildarfélaga ASÍ og BSRB, var spurt um fjárhagsstöðu fólks, stöðu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Ha? fjórðungur af 8,5% er ekki fjórðungur innflytjenda. Heimildin fær þó stig fyrir að gefa það upp að það eru bara 8,5% sem svara.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár