Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Rekstrartölur Bjargs íbúðafélags benda til að fólk noti barnabætur til greiða niður vanskil á leigugreiðslum. Sömu tölur sýna að vanskil hafa aukist verulega síðasta hálfa árið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og varaformaður stjórnar Bjargs, vill að Alþingi setji neyðarlög sem stöðvi hækkun leigugreiðslna.
Fréttir
2
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Efling stéttarfélag neitar að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt og telur að hann hafi engar heimildir til að fá það afhent. Meðan svo er er ekki hægt að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gagnrýnir Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara harðlega og segir hann hafa kynnt fulltrúum annarra stéttarfélaga að hann hyggðist leggja fram miðlunartillögu en aldrei hafa haft samráð við Eflingu.
Fólkið í borginni
1
Fannst ég aftur eiga heima
Síðustu jól voru önnur jól Eyad Awwadawnan á Íslandi. Hér finnst honum hann velkominn og eiga heima, eftir að hafa skilið líf sitt og drauma eftir þegar hann flúði Sýrland.
Viðtal
Brýnt að ná til karla: Áfengi og þunglyndi er eitruð blanda
Þunglyndi skeytir engu um stétt, segir Högni Óskarsson geðlæknir. Í störfum sínum hefur hann séð að karlar sækja sér síður aðstoðar og tala minna um tilfinningar en konur. Tíðni sjálfsvíga karla hefur ekki lækkað hér á landi, líkt og á Norðurlöndunum.
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu
1
„Hótuðu því að taka sketsinn úr Skaupinu ef við samþykktum ekki“
Söngvarar sem tóku upp lagið í poka atriði Áramótaskaupsins voru snuðaðir um greiðslu fyrir. Í stað þess að greiða hverjum og einum rúmar 50 þúsund krónur eins og kjarasamningar gera ráð fyrir hugðust framleiðendur greiða hverjum söngvara rúmar 5.000 krónur. Þegar farið var fram á að greitt yrði samkvæmt taxta hótuðu framleiðendur að taka atriðið út úr Skaupinu.
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar
Útgerð og sjómenn fái meira í sinn hlut til að draga úr brottkasti
Hvatar til þess að landa afla sem talinn er „óæskilegur“ eru ófullnægjandi og valda brottkasti á fiski. Eftirlit sýnir að brottkast á sér stað í töluverðu mæli á Íslandsmiðum þvert á það sem forsvarsmenn útgerðarinnar höfðu áður haldið fram.
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar
3
Konur eða kvár verði þriðji hver skipverji
Finna á útgerð sem er tilbúin að gera út togara þar sem að lágmarki þriðjungur skipverja eru konur eða kvár samkvæmt tillögum Auðlindarinnar okkar. Mikið skortir á þegar kemur að jafnréttismálum í sjávarútvegi.
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar
3
Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar er gert ráð fyrir að almennur byggðakvóti verði aflagður. Honum verði í þess stað bætt við strandveiðar og sértækan byggðakvóta. Sértækum byggðakvóta verði ráðstafað á færri staði en nú og Byggðastofnun leggi mat á hvaða svæði eigi framtíð fyrir sér í veiðum og vinnslu.
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu
3
Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu
Spaugstofumönnum var tilkynnt af framleiðendum Áramótaskaupsins að þeir fengju ekki borgað fyrir þátttöku sína heldur yrði peningum veitt til Mæðrastyrksnefndar. Leikarnarnir leituðu til stéttarfélags síns vegna þessa. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir það hvernig staðið var að málum „gjörsamlega galið“.
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu
4
Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum
Leikstjóri Skaupsins kvartaði til RÚV undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins sem gerði áramótaskaupið. Þrýstingur um að taka Skaupið í nýja miðbænum á Selfossi, duldar auglýsingar og falin fjárhagsáætlun varð til þess að upp úr sauð. Reynt var að afmá Ölfusárbrú út úr senu, eftir að Sigurjón Kjartansson sagði rangt frá um að engar útitökur hefðu farið fram á Selfossi.
Myndir
Réðust á lýðræðislegar stofnanir í Brasilíu
Þúsundir stuðningsmanna fyrrverandi Brasiíluforseta, Jair Bolsonaro, réðust á opinberar byggingar í Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýs forseta, Lula da Silva. Mannflaumurinn ruddist yfir tálma lögreglu og inn í þinghús og skrifstofur forseta þar sem húsakynni voru lögð í rúst.
Fréttir
2
Nám í notkun hugvíkkandi efna ekki viðurkennt
Háskóli sem Sara María Júlíudóttir, skipuleggjandi ráðstefnu um hugvíkkandi efni, segist stunda mastersnám við, hefur ekki fengið viðurkenningu til að veita háskólagráður. Miðar á ráðstefnuna seldust dræmt enda kostuðu þeir allt að 145 þúsund krónur. Hluti miðanna var gefinn. Sara María fullyrðir að enginn annar fjármagni ráðstefnuna og miðasalan dugi til.
Fréttir
7
„Ekki sannfærður um að Sólveigu Önnu langi ekki í verkfallsaðgerðir“
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist vonsvikinn með að slitnað hafi upp úr kjaraviðræðum við Eflingu. Tilboð stéttarfélagsins hafi hins vegar verið með öllu óaðgengilegt. Hann gefur í skyn að meiri vilji sé til hjá forsvarsmönnum Eflingar að hefja verkfallsaðgerðir en að ná samningum.
Ekki náðist saman í kjaraviðræðum milli Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Samninganefnd Eflingar sleit viðræðunum í dag eftir að Samtök atvinnulífsins hafnaði tilboði þeirra frá því á sunnudagskvöld.
Fréttir
2
„Við höfum verið beitt hótunum“
Efling stéttarfélag mun hefja undirbúning verkfallsaðgerða taki Samtök atvinnulífsins ekki tillit til sérstakra aðstæðna verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd Eflingar hafa mætt ótrúlegri þvermóðsku.
Fréttir
Bændasamtökin segja kaup á bújörðum sambærileg við kaup ungs fólks á íbúðum
Bændasamtök Íslands vilja að heimilt verði að nýta séreignarsparnað til kaupa á bújörðum enda sé fólk með því að „eignast húsaskjól fyrir sig og fjölskyldu sína“. Staða ungs fólks sem vilji hefja búskap sé „í mörgu sambærileg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð.“
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.