Afborganir á húsnæðisláni sex manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 116 þúsund krónur á 18 mánuðum. Fjölskyldan hefur þurft að ganga á sparnað til að ráða við regluleg útgjöld og er nú í því ferli að breyta láninu úr óverðtryggðu í verðtryggt til að ráða við afborganirnar.
Fréttir
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Rafaela Georgsdóttir hefur um langt skeið leitað að störfum þar sem menntun hennar gæti nýst en án árangurs. Rafaela er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu með sérhæfingu í umhverfisvernd.
Fréttir
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Hlutfall innflytjenda sem lokið hafa háskólanámi er nærri því tvöfalt á við innfædda Íslendinga meðal félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Rannsóknir sýna að innflytjendur, einkum konur, eru oft og tíðum ofmenntaðar fyrir þau störf sem þær sinna.
Fréttir
Leggur fram kvörtun og krefst rannsóknar á gjörðum Gísla Jökuls
Listamaðurinn Odee hefur kvartað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna tilrauna rannsóknarlögreglumannsins Gísla Jökuls Gíslasonar til að villa á sér heimildir í samskiptum.
Fréttir
1
Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að listaverk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi verið víðtæk og kostnaðarsöm aðgerð gegn vörumerki Samherja.
Fréttir
3
Samherji dregur Odee fyrir dómara í Bretlandi
Samherji fékk lögbann á vefsíðu sem er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ eftir Odd Eystein Friðriksson, Odee. „Þetta er að mínu mati hrein og bein ritskoðun á íslenskri myndlist og listaverkinu mínu. Ég fordæmi það,“ segir listamaðurinn.
Fréttir
1
Lögreglan skoðar hvort Gísli Jökull hafi brotið lög og reglur
Lögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason villti á sér heimildir þegar hann gerði tilraun til að komast að því hver stæði að baki Samherjagjörningnum. Það gerði hann án þess að afla heimildar yfirmanna og án þess að skrá málið í málaskrá lögreglu.
Menning
„Umræðan og áhorfendurnir eru litirnir og penslarnir“
Útskriftarverk Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee, „We‘re Sorry“ frá Listaháskólanum er afsökunarbeiðni til namibísku þjóðarinnar vegna framgöngu Samherja þar í landi. Listamaðurinn nýtti gervigreind við sköpun listaverksins.
Fréttir
6
Vinnubrögð eins og hjá Skafta og Skapta í Tinnabókunum
Ekki stenst neina skoðun að lögreglumenn sigli undir fölsku flaggi og segist vera annað en þeir eru, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Vinnubrögðin komi hins vegar því miður, ekki á óvart.
Fréttir
5
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason hélt því fram að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður þegar hann reyndi að komast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörninginn. Tölvupóstana sendi hann úr vinnunetfangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lögreglumaður.
Fréttir
1
Afsökunarbeiðni Samherja var lokaverkefni listamannsins Odee's
Afsökunarbeiðni og vefsíða sem send var út í nafni Samherja í síðustu viku eru hluti af listaverki Odee's, Odds Eysteins Friðrikssonar. Orðin „We‘re Sorry“ prýða nú vegg Listasafns Reykjavíkur með stórum stöfum. „Sem listamaður og Íslendingur bið ég Namibíu afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir listamaðurinn.
Fréttir
Netkerfi Alþingis liggur niðri
Vefsíða Alþingis og innra net eru ónothæf, sem og símkerfi, sem sakir standa. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri segir málið í athugun en gat ekki staðfest hvað ylli.
Fréttir
Þingmenn mega keyra inn á lokað svæði en ekki fatlaðir
Lokanir í miðborginni vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins stöðva ekki för þingmanna sem munu geta keyrt í vinnuna, í gegnum lokunarsvæðið, og lagt í bílastæði við Alþingi. „Mér þætti auðvitað eðlilegt að þingmenn, sem eru okkar kjörnu fulltrúar, sætu við sama borð og aðrir,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.
Fréttir
2
Samherji sver af sér að hafa beðist afsökunar á Namibíumálinu
Fréttatilkynning var send á erlenda fjölmiðla í nafni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja þar sem beðist er afsökunar á Namibíumáli fyrirtækisins. Fréttatilkynningin og vefsíða með sama boðskap eru hins vegar ekki frá Samherja komin heldur er um fölsun að ræða.
Fréttir
Dregur úr klámnotkun stráka
Færri strákar í grunn- og framhalsskólum horfa nú oft á klám en verið hefur síðustu ár. Þá fjölgar þeim einnig sem aldrei horfa á klám á sama tíma og stelpum sem aldrei horfa á klám fækkar.
Fréttir
Kynferðisbrotum fækkar milli ára
Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði um fjórðung milli ára á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um níu prósent. Þolendur voru undir 18 ára aldri í 42 prósentum tilvika þegar horft er til allra kynferðisbrota.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.