Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks

Öllu starfs­fólki Sæ­ferða var sagt upp eft­ir að Vega­gerð­in hafn­aði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í ferju­sigl­ing­ar yf­ir Breiða­fjörð. Þar á með­al var starfs­fólk sem ekki vinn­ur á Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri held­ur á skemmti­ferða­skip­inu Sæ­rúnu. Úlf­ar Hauks­son, véla­stjóri á Baldri, seg­ir upp­sagn­irn­ar hafa kom­ið mis­jafn­lega við fólk og hann eigi erfitt með að skilja að ekki sé hægt að halda úti skemmti­ferða­sigl­ing­um frá Stykk­is­hólmi.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks
Segja rekstrinum sjálfhætt Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir ekki forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins án ferjusiglinga. Mynd: Helgi Seljan

Uppsagnir starfsmanna Sæferða, sem réttlættar voru með því að ekki hefðu náðst samningar um rekstur fyrirtækisins á nýrri ferju á Breiðafirði, náðu einnig til starfsfólks sem eingöngu hefur unnið á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Samkvæmt framkvæmdastjóra Sæferða er rekstur ferju á Breiðafirði grundvöllur tilvistar fyrirtækisins. Starfsmaður Sæferða segist hins vegar klóra sér í kollinum yfir því að ekki sé hægt að reka farþegaferju á Breiðafirði þegar til landsins komi árlega þrjár milljónir ferðafólks.

Sæferðir, sem rekið hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur, sögðu í síðustu viku upp öllum fastráðnum starfsmönnum sínum, 22 talsins, í ljósi þess að Vegagerðin hafnaði tilboði fyrirtækisins í rekstur skipsins Rastar sem taka á við af Baldri í haust. Sæferðir, sem eru að fullu í eigu Eimskipa, voru eina fyrirtækið sem bauð í siglingarnar á firðinum með hinu nýja skipi sem Vegagerðin samdi um kaup á í byrjun síðasta mánaðar.

Sæferðir hafa sinnt ferjusiglingum yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Til stóð að leggja ferjusiglingar af á firðinum þegar samningur Vegagerðarinnar við Sæferðir rynni út í vor sem leið en ákveðið var að breyta þeirri ákvörðun og var þá einkum vísað í breytingar á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum með mikilli uppbyggingu laxeldis þar. Langstærsti hluti þjónustu Baldurs yfir vetrarmánuðina hefur falist í flutningi á vörubílum með fullfermi af laxi frá fyrirtækjunum. Til eru þeir sem velt hafa því upp hvort eðlilegt sé að hið opinbera niðurgreiði slíka flutninga fyrir einkafyrirtæki, að stórum hluta í erlendri eigu, með því að halda úti ferjusiglingum.

Hafa áhyggjur af hafnarmannvirkjum

Sæferðir hafa nú selt Baldur sem verður í siglingum á Breiðafirði fram til 15. október. Í stað Baldurs kemur ferjan Röst, smíðuð 1991, sem hefur þann helsta kost umfram Baldur að vera með tvær vélar. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur í tvígang orðið vélarvana úti í Breiðafirðinum með tilheyrandi óþægindum og hættu.

Röstin er styttra skip en Baldur, en breiðara. Mun Röstin geta tekið fimm stóra flutningabíla en hægt hefur verið að setja sex bíla í Baldur.  Þá hafa menn sem Heimildin hefur rætt við lýst áhyggjum sínum af hafnarmannvirkjum sem til staðar eru í Stykkishólmi annars vegar og á Brjánslæk hins vegar. Áhyggjurnar snúast fyrst og fremst að því hvort ekjubrýr á báðum stöðum, sem voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur er, muni passa fyrir Röstina. Röstin, rétt eins og Baldur, er svokallað RoRo-skip, það er skip þar sem farartækjum er keyrt um borð í. Til samaburðar eru þau skip sem híft er upp í kölluð LoLo-skip. Það er því mikilvægt að ekjubrýrnar virki fyrir umrædd skip. Sökum þess að Röstin er breiðari en Baldur hafa menn áhyggjur af því að innkeyrsluhornið inn í skipið verði þröngt, einkum þegar lágt er í sjó.

Ekjubrýrnar ekki hannaðar fyrir svo stórt skipEkjubrýr í Stykkishólmi og Brjánslæk voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur. Röstin, sem taka á við af Baldri, er enn breiðari.

Hefur trú á að saman náist

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir að óformlegar viðræður séu hafnar við Vegagerðina um samninga um rekstur á Röstinni. „Óformlegar viðræður eru hafnar og við eigum fund saman í næstu viku þannig að þetta er bara í farvegi. Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt en starfsfólkið verður áfram í Stykkishólmi, það býr þar. Nýr rekstraraðili hlýtur þá að setja sig í samband við þetta fólk og falast eftir kröftum þess. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel að vinna með Vegagerðinni og ég hef alveg trú á að okkur takist að finna einhverja lausn á þessu, við þurfum bara að bera saman bækur okkar og sjá í hverju mismunurinn liggur.“

„Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt“
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
framkvæmdastýra Sæferða

Spurð hvort uppsagnirnar hafi komið illa við starfsfólk Sæferða vill Jóhanna ekki kannast við það. „Ég myndi ekki segja að það hafi komið illa við fólk. Jú, einhverjum kom þetta á óvart en einhverjir aðrir reiknuðu með þessu af því það var svo langt liðið á birtingu útboðsins. Starfsfólkið hefur verið mjög vel upplýst og verður það áfram.“

Uppsagnirnar komu á óvart

Úlfar Hauksson, vélstjóri á Baldri, er ekki tilbúinn til að taka alveg undir með Jóhönnu. „Ég get alveg sagt þér að þetta fór misjafnlega ofan í fólk. Þessi uppsögn, á þessum tímapunkti, hún kom mér frekar á óvart og ég held að hún hafi komið flestum á óvart. Það hefur auðvitað verið rosaleg óvissa um þetta og fólk átti allt eins von á því að þessar siglingar yrðu lagðar af, það hefði til dæmis ekkert komið mér á óvart.“

„Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess“
Úlfar Hauksson
vélstjóri á Baldri, um þörf á þjónustu við íbúa Flateyjar

Úlfar bendir í því samhengi á að þó að búseta sé í Flatey sé ljóst að hægt sé að þjónusta íbúa þar með minni tilkostnaði en með því að reka ferju af sama tagi og Baldur eða Röstina. „Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess.“

Sem fyrr segir var það ekki aðeins starfsfólk Sæferða sem vinna á Baldri sem fékk uppsagnarbréf heldur einnig starfsfólk á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Særún tekur allt að 115 farþega og siglir skoðunarferðir um eyjarnar á Breiðafirði, þar sem sjá má fugla og seli, jafnvel háhyrninga og aðra hvali. Þá er ferskt sjávarfang veitt á meðan á siglingunni stendur og farþegum boðið að smakka á.

Úlfar segir að það komi á óvart að því starfsfólki hafi verið sagt upp einnig. „Eimskip hefur gefið það út að það sé enginn grundvöllur fyrir rekstri Sæferða ef ferjusiglingarnar eru ekki hluti af því. Ég klóra mér svolítið í hausnum yfir því, það koma þrjár milljónir ferðamanna til landsins á ári og Stykkishólmur er í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, með öllum infrastrúktúr. Ég á erfitt með að trúa að ekki sé hægt að reka ferðaþjónustusiglingar í slíkum aðstæðum.“

Eykur öryggiSökum þess að Röstin er búin tveimur vélum mun það auka öryggi í ferjusiglingunum. Baldur, sem hér sést á innstíminu 3. ágúst, er aðeins búinn einni vél og hefur orðið vélarvana á Breiðafirði í tvígang seinustu tvö ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár