Gæsluvarðhald aftur framlengt yfir Margréti Löf

Mar­grét Löf hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi í á tólftu viku, síð­an hún var hand­tek­in grun­uð um að hafa orð­ið föð­ur sín­um að bana.

Gæsluvarðhald aftur framlengt yfir Margréti Löf
Fólkið bjó á Arnarnesi í Garðabæ Mynd: Golli

Gæsluvarðhald yfir Margréti Löf var í dag framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það gert vegna rannsóknarhafsmuna. 

Margrét var handtekin grunuð um að hafa banað föður sínum þann 11. apríl. Það eru því yfir ellefu vikur síðan hún var upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald og verður það í rúmar 15 vikur samkvæmt þessum nýjasta úrskurði.

Samkvæmt lögum er ekki hægt að úrskurða fólk í meira en tólf vikna gæsluvarðhald nema þegar búið er að höfða mál gegn því eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Margrét var upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síðar vegna almannahagsmuna og nú aftur vegna rannsóknarhafsmuna.

Heimildin greindi frá því lok apríl að Margrét neitaði sök en hafi þó gengist við atvikalýsingum að hluta. Þá hafi hún ennfremur sagt að hún hafi ekki verið nálægt föður sínum þegar hann dó.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár