Erla Hlynsdóttir

Blaðamaður

„Gjörbreytt nálgun“ á menntakerfið
Fréttir

„Gjör­breytt nálg­un“ á mennta­kerf­ið

Stefnt er að því að end­ur­reisa Mennta­mála­stofn­un und­ir heit­inu Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu á vor­mán­uð­um. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir þetta lið í að bæta mennta­kerf­ið og bregð­ast við hnign­andi náms­ár­angri ís­lenskra barna. Öllu starfs­fólki Mennta­mála­stofn­un­ar verð­ur sagt upp, ut­an for­stjór­ans sem flyst yf­ir til nýju stofn­un­ar­inn­ar.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Matvæli á veitingastöðum með sama lotunúmer og matvæli úr rottukjallaranum
Fréttir

Mat­væli á veit­inga­stöð­um með sama lot­u­núm­er og mat­væli úr rottukjall­ar­an­um

Farga þurfti mat­væl­um á veit­inga­stað Pho Vietnam í síð­asta mán­uði að kröfu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins. Á þrem­ur stöð­um veit­inga­keðj­unn­ar fund­ust mat­væli með sama lot­u­núm­er og mat­væli sem fund­ust í ólög­lega lag­ern­um í Sól­túni 20. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið setti tak­mark­an­ir á starf­semi tveggja veit­inga­staða vegna ým­issa brota, svo sem vegna skorts á kæl­ingu og rekj­an­leika mat­væla.
Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“
Fréttir

Snið­ganga Ice­land No­ir - „Hún er nátt­úr­lega her­ská talskona Ísra­el“

Rit­höf­und­arn­ir Pedro Gunn­laug­ur Garcia og María Elísa­bet Braga­dótt­ir sem áttu að vera í panelum­ræð­um á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir ákváðu að draga sig í hlé vegna komu Hillary Cl­int­on. Þau bæt­ast við hóp gagn­rýn­enda sem segja það póli­tíska af­stöðu að bjóða henni að koma en Cl­int­on hef­ur op­in­ber­lega tal­að gegn vopna­hléi á Gaza.
Fréttastjóri RÚV: „Við biðjum Grindvíkinga afsökunar“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Frétta­stjóri RÚV: „Við biðj­um Grind­vík­inga af­sök­un­ar“

Frétta­ljós­mynd­ari RÚV reyndi að kom­ast inn í yf­ir­gef­ið hús í Grinda­vík og virt­ist leita að húslykl­um þeg­ar ljóst var að úti­dyrn­ar voru læst­ar. „Þetta er klár­lega álits­hnekk­ir,“ seg­ir Heið­ar Örn Sig­urfinns­son, frétta­stjóri RÚV. Enn sé óljóst hver beri ábyrgð á að þetta átti sér stað.
Aflýstu brúðkaupinu vegna skjálftanna - „Þetta var svolítið ömurlegt“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Af­lýstu brúð­kaup­inu vegna skjálft­anna - „Þetta var svo­lít­ið öm­ur­legt“

Ár er síð­an Frank Berg­mann bað Anitu Gurrý Frið­jóns­dótt­ur um að gift­ast sér og það ætl­uðu þau að gera á laug­ar­dag, þann 11.11. Þau tóku lokaæf­ingu í kirkj­unni á föstu­dag og allt var til reiðu. „Við vor­um öll orð­in svo spennt,” seg­ir Anita. Nú lang­ar þau bara að kom­ast aft­ur heim til sín og vona að íbúð­in þeirra sé ekki ónýt.
„Enginn sem ekki var þarna getur sett sig í þessi spor“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Eng­inn sem ekki var þarna get­ur sett sig í þessi spor“

Íbú­ar Þor­kötlustaða­hverf­is föðm­uð­ust inni­lega þeg­ar þeir hitt­ust á safn­svæðnu við Fagra­dals­fjall, eft­ir að þeir fengu að fara heim til að sækja nauð­synj­ar. „Það eru auð­vit­að all­ir í sjokki,“ seg­ir Sól­veig Jóns­dótt­ir, einn íbú­anna. Með henni í bíl var eldri mað­ur sem leit­aði að kett­in­um sín­um án ár­ang­urs.
Vísbendingar um að fólk hafi búið í matvælageymslunni – „Lifandi og dauðar rottur og mýs “
Fréttir

Vís­bend­ing­ar um að fólk hafi bú­ið í mat­væla­geymsl­unni – „Lif­andi og dauð­ar rott­ur og mýs “

Um­merki voru um að fólk hafi bú­ið í kjall­ar­an­um að Sól­túni 20, það­an sem tonn­um af ónýt­um mat­væl­um var farg­að í haust. Þrifa­fyr­ir­tæk­ið Vy-þrif sem var með kjall­ar­ann á leigu hafði ekki starfs­leyfi til að geyma mat­væli. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur einnig rek­ið veit­inga­keðj­una PhoVietnam og á 40% hlut í Wok On Mat­höll. Þá keypti hann gamla Her­kastal­ann á hálf­an millj­arð fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um.
Bangsafélagið styrkir Trans Ísland –„Sýnir hvað hinsegin samfélagið stendur þétt saman“
FréttirHinsegin bakslagið

Bangsa­fé­lag­ið styrk­ir Trans Ís­land –„Sýn­ir hvað hinseg­in sam­fé­lag­ið stend­ur þétt sam­an“

Bangsa­fé­lag­ið styrkti á dög­un­um Trans Ís­land um ágóð­ann af bangsa­há­tíð­inni Reykja­vík Be­ar. Formað­ur Trans Ís­land seg­ir þetta sýna sam­hug inn­an hinseg­in sam­fé­lags­ins. Áð­ur hafði fé­lag­ið feng­ið styrk vegna ágóða af leikjapar­tíi á veg­um BDSM-sen­unn­ar.
Þurfi faglega en ekki pólitíska umræðu um fjölmiðlastyrki
Fréttir

Þurfi fag­lega en ekki póli­tíska um­ræðu um fjöl­miðla­styrki

Formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands seg­ir „ósk­andi að stjórn­mála­menn gætu sam­mælst um að taka um­ræð­una um fjöl­miðla og blaða­mennsku upp úr skot­gröf­um póli­tískra deilna.“ Henni finnst at­huga­vert að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, hafi í ræðu um fjár­mál borg­ar­inn­ar tengt sam­an fjöl­miðla­styrki frá rík­inu og svo efnis­tök ein­stakra fjöl­miðla.

Mest lesið undanfarið ár