Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
Kjörræðismaður Íslands í Belarús hefur á undanförnum árum flutt tugi milljarða króna til dularfulls aflandsfélags á Seychelles-eyjum með aðstoð félags sem stýrt er úr heimahúsi Reykjavík. Um er að ræða ávinning af fiskviðskiptum og sérkennilegum lánveitingum til fyrirtækja kjörræðismannsins í Austur-Evrópu, sem allt bendir til að séu gerð til að koma hagnaði undan sköttum.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sakaði íslensk stjórnvöld og utanríkisráðherra um hræsni, í umræðum um baráttu lýðræðissinna í Belarús á Evrópuráðsþinginu í gær. Íslensk stjórnvöld gætu ekki látið sér nægja að sitja fyrir á myndum og segjast styðja stjórnandstöðu landsins, á sama tíma og þeir hefðu náinn samverkamann einræðisstjórnarinnar í embætti kjörræðismanns.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
Alexander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, hefur flogið hátt í þrjátíu sinnum með einkaþotum einræðisstjórnar Lukashenko á síðastliðnum áratug, samkvæmt gögnum sem lekið var nýlega. Eingöngu fjölskylda og nánustu bandamenn Aleksanders Lukashenko nota þoturnar. Bæði þoturnar og flestir farþega hennar hafa verið sett í ferðabann um Evrópu og Norður-Ameríku.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
FréttirÓlígarkinn okkar
1
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
Hvítrússenski auðmaðurinn Alexander Moshensky svarar ekki spurningum um félagið Alpha Mar Foundation í skattaskjólnu Seychelles. Samkvæmt gögnum seldi félaganet Moshenskys breskt félag til íslensks samstarfsmanns hans, Karls Konráðssonar sem rekur það frá heimili sínu í Smáíbúðahverfinu. Moshensky kannast ekki við að vera með starfsmann eða eiga félag á Íslandi.
FréttirÓlígarkinn okkar
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir að einu viðskipti Vinnslustöðvarinnar í Eyjum við Alexander Moshensky séu með fisk frá Íslandi. Hann hafnar öllum sögusögnum um lánveitingar frá Hvítrússanum til Vinnslustöðvarinnar og tengdra félaga og segir að hann njóti engra sérkjara í viðskiptunum. Engin vitneskja hafi legið fyrir um skattaskjólsviðskipti félaga Moshenskys.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
1
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited, sem fjármagnað hefur viðskipti hvítrússneska ólígarkans Aleksanders Moshensky komst nýverið í eigu íslendingsins Karls Konráðssonar. Verðið sem Karl greiddi fyrir félagið virðist ekki í neinu samræmi við eignir þess og umsvif, sem virðast einskorðast við að miðla peningum milli aflandsfélags og fyrirtækja Moshensky í Austur-Evrópu. Úkraínsk skattayfirvöld rannsökuðu slík viðskipti.
FréttirÓlígarkinn okkar
2
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
Sendiherrar tíu Evrópuþjóða lögðu í síðustu viku til að Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi og umsvifamikill fiskinnflytjandi, yrði látinn sæta viðskiptaþvingunum ESB vegna tengsla sinna og stuðnings við einræðisherrann Lukashenko. Ungverjar komu honum til bjargar og vöktu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, mikla reiði Pólverja og Litháa. Kjörræðismaður Ungverjalands er undirmaður Moshensky.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
Þingmaður Pírata hefur krafið utanríkisráðherra um svör við því hvers vegna ráðuneyti hennar flokkar öll samskipti sín við ESB vegna íslenska kjörræðismannsins í Hvíta-Rússlandi sem óformleg. Ráðuneytið neitar að birta gögn og frekari upplýsingar um hátt í þrjátíu símtöl, fyrirspurnir og fundi, sem íslensk stjörnvöld áttu í kjölfar þess að ræðismaðurinn tilkynnti að hann yrði mögulega bannlistaður vegna tengsla við einræðisherrann í Hvíta-Rússlandi.
FréttirÓlígarkinn okkar
5
Ísland hringdi hátt í þrjátíu sinnum í ESB fyrir Moshensky
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hringdu hátt í þrjátíu símtöl í ESB vegna hræðslu Aleksander Moshensky við að sæta viðskiptaþvingunum. Ráðuneytið neitar að afhenda gögn um þessi samskipti. Moshensky sjálfur var eina heimild ráðuneytisins um samband þeirra Lukashenko.
FréttirÓlígarkinn okkar
Í beinni: Utanríkisráðherra svarar fyrir Moshensky
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verður til svara fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis í dag. Þar svarar ráðherrann fyrir samskipti Íslands og ESB vegna kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.