Fréttamál

Ólígarkinn okkar

Greinar

Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
FréttirÓlígarkinn okkar

Ung­verja­land bjarg­aði Mos­hen­sky frá þving­un­um ESB

Sendi­herr­ar tíu Evr­ópu­þjóða lögðu í síð­ustu viku til að Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi og um­svifa­mik­ill fiskinn­flytj­andi, yrði lát­inn sæta við­skipta­þving­un­um ESB vegna tengsla sinna og stuðn­ings við ein­ræð­is­herr­ann Lukashen­ko. Ung­verj­ar komu hon­um til bjarg­ar og vöktu, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, mikla reiði Pól­verja og Lit­háa. Kjör­ræð­is­mað­ur Ung­verja­lands er und­ir­mað­ur Mos­hen­sky.
Zelensky Úkraínuforseti:„Takk fyrir Ísland. Dýrð sé Úkraínu“
Fréttir

Zelen­sky Úkraínu­for­seti:„Takk fyr­ir Ís­land. Dýrð sé Úkraínu“

Volodomyr Zelen­sky Úkraínu­for­seti þakk­aði Ís­landi fyr­ir stuðn­ing­inn í ávarpi sínu til Al­þing­is. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra hélt aft­ur af tár­un­um. Hún sagð­ist ekki myndu halda hlífiskyldi yf­ir nein­um þeim sem ætti skil­ið að lenda á lista yf­ir fólk sem sæta ætti refsi­að­gerð­um þeg­ar hún var spurð um stöðu Al­eks­and­ers Mos­hen­skys, kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi.
Ráðherra krafinn frekari svara um Moshensky
FréttirÓlígarkinn okkar

Ráð­herra kraf­inn frek­ari svara um Mos­hen­sky

Þing­mað­ur Pírata hef­ur kraf­ið ut­an­rík­is­ráð­herra um svör við því hvers vegna ráðu­neyti henn­ar flokk­ar öll sam­skipti sín við ESB vegna ís­lenska kjör­ræð­is­manns­ins í Hvíta-Rússlandi sem óform­leg. Ráðu­neyt­ið neit­ar að birta gögn og frek­ari upp­lýs­ing­ar um hátt í þrjá­tíu sím­töl, fyr­ir­spurn­ir og fundi, sem ís­lensk stjörn­völd áttu í kjöl­far þess að ræð­is­mað­ur­inn til­kynnti að hann yrði mögu­lega bann­listað­ur vegna tengsla við ein­ræð­is­herr­ann í Hvíta-Rússlandi.

Mest lesið undanfarið ár