Andrei lá illa meiddur á steinsteyptu en ísilögðu torginu. Viðstaddir óttuðust hið versta. Kylfur, skildir og hermannastígvél óeirðalögreglunnar höfðu engu eirt. Um allt Sjálfstæðistorgið var illa áttað, alblóðugt fólk.
Á öðrum stað í borginni hafði lögreglubíl verið lagt í veg fyrir og stöðvað för hóps á leið að torginu. Án nokkurar viðvörunar stukku fram óeinkennisklæddir menn með lambhúshettur og hófu að berja á fólkinu með kylfum; undir ærandi hvellsprengjum. Vladimir lá meðvitundarlítill eftir í götunni og nærstaddir nánast því drógu hann í skjól og þaðan í bíl sem flutti hann á sjúkrahús.
Frá torginu brunaði nú bíll í átt að þessu sama sjúkrahúsi. Í aftursætinu voru Andrei og kona hans, Iryna, sem lýsti atburðum kvöldsins í símtali: „Við höfðum ákveðið að koma öll saman og óska eftir því að stjórnvöld semdu við okkur. Síðan birtust öryggissveitirnar og án nokkurs fyrirvara tvístruðu þeir mannfjöldanum og fóru að berja fólk …
Var ástæðan sú að þau fundu greiða leið til Rússlans gegn um Hvíta Rússland?