Aldrei hafa fleiri verið undir rannsókn vegna gruns um að hafa ýmist þegið eða greitt mútur á Íslandi. Sautján manns eru undir í fjórum rannsóknum Héraðssaksóknara og tveir til viðbótar fengu dóma nýlega. Þar til í fyrra voru múturannsóknir og dómar taldir á fingrum annarrar handar.
FréttirSamherjaskjölin
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
Á þriðja tug namibískra sjómanna sem voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Samherjafélags í Namibíu, hafa enn ekki fengið þær greiddar. Lögmaður þeirra gagnrýnir forsvarsmenn Samherja fyrir að gangast ekki við ábyrgð sinni og hefur nú stefnt einum stjórnanda Samherja og dótturfélagi þess, fyrir dóm í Namibíu.
FréttirSamráð skipafélaga
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
Samtök atvinnulífsins telja sér óheimilt að víkja Pálmari Óla Magnússyni fulltrúa úr stjórnarformannsstóli lífeyrissjóðsins Birtu og hafa óskað eftir því að FME endurskoði hæfi hans eftir að Samkeppniseftirlitið lýsti honum sem lykilmanni í ólöglegu samráði skipafélaganna. Pálmar hefur sjálfur neitað að víkja.
Fréttir
1
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Samkeppniseftirlitið mun halda áfram könnun á eignatengslum í sjávarútvegi, en án samnings og fjármagns úr ráðuneyti sjávarútvegsmála. Þetta gerist í kjölfar þess að áfrýjunarnefnd Samkeppnismála taldi það ekki samrýmast hlutverki Samkeppniseftirlitsins að gera slíka rannsókn, að beiðni og með fjármögnun ráðuneytis.
Samantekt
1
Bein lýsing frá Alþingi - Hart skotið í allar áttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu og fulltrúar allra flokka taka þátt í umræðum sem marka upphaf þingvetrar. Heimildin er á vaktinni.
Úttekt
Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Sigurður Gísli Björnsson, sem í fjölda ára var einn umsvifamesti fiskútflytjandi landsins, er sakaður um að hafa stungið rúmlega milljarði króna undan sköttum og fært í gegnum falska reiknninga og aflandsfélög í eigin vasa. Hann er ákærður fyrir stófelld brot á skattalögum, bókhaldslögum og peningaþvætti. Íslenskur lögmaður sem einnig er ákærður segist saklaus.
FréttirSamráð skipafélaga
1
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
Samskip er sagt hafa greitt kanadískum miðlara mútur gegn því að dagblaðapappír fyrir íslensk fyrirtæki væri fluttur með Samskipum. Þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samráð skipafélaganna þar sem rakið er hvernig greiðslunum var haldið leyndum fyrir innflytjendum hér á landi. Samskip og miðlarinn neita.
FréttirSamráð skipafélaga
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
Fyrrverandi forstjóri Samskipa, Pálmar Óli Magnússon, sem lýst er sem arkitekt og lykilmanni í samráðsbrotum fyrirtækisins í úrskurði Samkeppniseftirlitsins, ætlar ekki að víkja úr stjórnarformannsstóli eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Hann var skipaður í stjórn nokkrum dögum áður en hann var yfirheyrður vegna gruns um lögbrotin. SA með skipan hans til skoðunar.
Afhjúpun
1
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
Íslenskur bankamaður, Karl Konráðsson, er sagður hafa keypt helmingshlut í úkraínsku orkufyrirtæki nýverið af Aleksander Moshensky, kjörræðismanni Íslands og ólígarka í Belarús. Áður hafði Karl eignast breskt félag Moshenskys fyrir slikk. Þá og nú átti Moshensky á hættu að sæta viðskiptaþvingunum, vegna tengsla sinna við stjórnvöld í Belarús.
Greining
1
Útgerðarmenn loks tengdir sjálfum sér
Umtalsverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar á eignarhaldi stórra sjávarútvegsfyrirtækja, samkvæmt tillögum starfshópsins Auðlindin okkar. Herða á og skýra reglur um hámarkskvótaeign og tengda aðila. Samherji þarf að minnka hlut sinn og yfirráð yfir Síldarvinnslunni í Neskaupstað verulega frá því sem verið hefur. Það gæti Guðmundur í Brimi líka þurft að gera við aðra hvora af sínum útgerðum.
Fréttir
1
Svandís vonar að tillögurnar komi umræðunni upp úr skotgröfum
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segist vona að nú sé komið að því að Alþingi auðnist að gera breytingar sem komist næst því að skapa sátt um sjávarútveginn. Hún segir augljóst á viðhorfi almennings að of mikil samþjöppun hafi fengið að eiga sér stað í ljósi sérreglna. Breytingar í þá átt muni hafa áhrif á kvótastöðu stærstu fyrirtækja landsins.
Greining
1
Tilllögur Auðlindarinnar okkar gætu haft mikil áhrif á stórútgerðir
Meiriháttar uppstokkun er fyrirsjáanleg í eigendahópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, nái tillögur Auðlindarinnar okkar um skýrara regluverk gegn samþjöppun kvótaeignar, fram að ganga. Samherji þyrfti að helminga hlut sinn í Síldarvinnslunni. Hlutur Guðmundar Kristjánssonar í Brimi og Kaupfélags Skagfirðinga í Vinnslustöðinni kæmu einnig til álita.
ViðtalHátekjulistinn 2023
Næst tekjuhæstur og skellir sér í skóla
Sveinn Ari Guðjónsson deilir öðru sætinu yfir tekjuhæstu Íslendingana með eiginkonu sinni, Sólnýju, einni Vísis-systkinanna. Sonur skáldsins úr Breiðdalnum hefur lifað og hrærst í saltfiski síðan fyrir fermingu en ætlar nú í skóla.
AfhjúpunStóriðjan í skotlínu skattsins
Kalkþörungaverksmiðja í tilbúnu tapi - 650 milljóna króna bakreikningur Skattsins
Íslenska Kalkþörungafélagið, sem rekur vinnslu á Bíldudal og undirbýr aðra slíka í Súðavík, hefur um árabil selt afurðir sínar til írsks móðurfélags á hrakvirði og þannig komist hjá hundruða milljóna króna skattgreiðslum.
FréttirStóriðjan í skotlínu skattsins
1
Alcoa greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti í 20 ár
Eftir margra ára arðbæran rekstur greiðir Alcoa í fyrsta sinn 150 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Álverið á Reyðarfirði er í hópi stærstu fyrirtækja landsins, veltir í kringum 90 milljörðum króna árlega og hagnaðist um 15 milljarða í fyrra.
FréttirStóriðjan í skotlínu skattsins
3
Stóriðjan í skotlínu skattsins
Á síðustu sex árum hefur eftirlit Skattsins gert margra milljarða króna kröfur á hendur fjórum stóriðjufyrirtækjum á Íslandi, á forsendum þess að þau hafi flutt hagnað úr landi framhjá sköttum. Bent hafði verið á nauðsyn þess að styrkja eftirlit og bæta löggjöf í fjölda ára þegar það var loksins gert fyrir áratug.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.