„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra
Eftir áralanga þrautargöngu Elísabetar Jökulsdóttur um heilbrigðiskerfið, sem kostaði hana nærri lífið, gekkst hún undir nýrnaígræðslu á þrettándanum. Aðgerðin gekk vel og nýrað, sem ku fyrsta flokks, starfar vel. Elísabet er þakklát og sæl með aðgerðina. Unnur, systir hennar, les fyrir hana milli læknaheimsókna.
Úttekt
11
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Fréttir
6
FME telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög við einkavæðinguna
Sáttaferli á milli Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka er farið af stað eftir að eftirlitið sendi bankanum frumniðurstöður sínar þess efnis að lög hafi mögulega verið brotin við einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í bankanum á síðasta ári.
Vettvangur
3
Hirð Ella ruslabílstjóra: „Skiljum enga tunnu eftir“
Rokkstjarna, módel, smali, pólskur dyravörður og eþíópískur endurskoðandi eru meðal þeirra sem tæma rusl höfuðborgarbúa. Helgi Seljan tók sér far með sorphirðstjóranum Ella og hans mönnum. Í gaddgrimdar frosti og snjó bjarga þeir okkur frá tugþúsundum tonna af rusli sem við skiljum eftir okkur ár hvert.
Viðtal
4
Bræðurnir urðu munaðarlausir á aðventunni: „Maður minnist foreldra sinna á þessum tíma“
Ár er liðið frá því að bræðurnir Elías Aron, Gunnlaugur Örn og Brynjar Pálmi Árnasynir urðu munaðarlausir á aðventunni. Enn eru aðstæður þeirra í lausu lofti og óljóst hvað verður.
Fréttir
Íslandsvinurinn og pullurnar í Phala-Phala
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, er í verulega slæmum málum vegna ásakana um að hann hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við innbrot á búgarð hans. Ramaphosa, sem var kjörræðismaður Íslands til fjölda ára, varð fyrir því að reiðufé að andvirði hálfs milljarðs króna, var stolið í innbrotinu. Peningarnir voru geymdir undir sófapullum.
FréttirSamherjaskjölin
Höfuðpaur Samherjamáls í Namibíu snerist gegn félögum sínum
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu vísaði í gær allri sök á meðákærðu í Samherjamálinu og sagði þá hafa misnotað sér hann og stöðu hans til að afla Samherja kvóta í skiptum fyrir mútur. Hann sé saklaus af þeim alvarlegu afbrotum sem á hann eru bornar í Samherjamálinu.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
Alexander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, hefur flogið hátt í þrjátíu sinnum með einkaþotum einræðisstjórnar Lukashenko á síðastliðnum áratug, samkvæmt gögnum sem lekið var nýlega. Eingöngu fjölskylda og nánustu bandamenn Aleksanders Lukashenko nota þoturnar. Bæði þoturnar og flestir farþega hennar hafa verið sett í ferðabann um Evrópu og Norður-Ameríku.
FréttirSamherjaskjölin
2
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
Netumbo Nandi-Ndaitwah, utanríkisráðherra Namibíu, sem kom hingað til lands í júní og ræddi Samherjamálið við íslenska ráðherra og aðstoðarmann eins þeirra, er nú svo gott sem búin að tryggja sér forsetaembættið í Namibíu. Hún var í morgun kjörin arftaki formanns flokksins, sitjandi forseta sem hyggst setjast í helgan stein. Flokkurinn nýtur slíks yfirburðarfylgis að innanflokkskosningin er sögð raunverulegt forsetakjör.
RannsóknPlastið fundið
1
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vissi í meira en þrjú ár af lögbrotum endurvinnnslufyrirtækisins Terra án þess að aðhafast neitt í málinu. Framkvæmdastjóri eftirlitsins fékk sjálf senda ábendingu um málið en sagðist þremur árum seinna aldrei hafa heyrt af því áður. Hún segir ekki ástæðu til að beita viðurlögum gegn fyrirtækinu.
Fréttir
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gagnrýnir lögreglu fyrir að tefla Sigurlaugu Hreinsdóttur fram á blaðamannafundi lögreglu á meðan dóttur hennar var leitað árið 2017. Hálfu ári eftir ákvörðun nefndarinnar, þar sem beint er tvennum tilmælum til Ríkislögreglustjóra um endurskoðun verklagsreglna, hafði ríkislögreglustjóri enn ekki kynnt sér ákvörðunina. „Sjokkerandi“ segir Sigurlaug.
Fréttir
1
Sautján árásarmenn sjást á myndbandsupptöku innan úr Bankastræti Club
Upptökur úr öryggismyndavélum innan úr Bankastræti Club sýna árás sautján grímuklæddra manna á þrjá sem voru þar staddir. Lögregla hefur handtekið tæplega þrjátíu manns vegna málsins.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
Hæstiréttur hefur lagt refsilínuna vegna mútubrota
Hæstiréttur hefur tekið af allan vafa um að jafn ólöglegt sé að greiða mútur og það er að taka við þeim. Dómur yfir starfsmanni Isavia sýnir þetta að sögn héraðssaksóknara. Þrjú mútumál komu til kasta yfirvalda hér á landi á jafn mörgum árum frá 2018. Fram að því hafði tvisvar fallið dómur í slíku máli.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
Samherji hefur boðið að gefa eftir yfir 2 milljarða króna sem haldlagðar voru í Namibíu, sem skaðabætur til namibíska ríkisins í skiptum fyrir málalyktir. Namibísk yfirvöld tóku heldur fálega í tilboðið samkvæmt heimildum Stundarinnar. Lögmaður Wikborg Rein, sem starfar fyrir Samherja, staðfestir viðræður en segir tilboðið eingöngu hluta af einkaréttarlegri deilu Samherja við yfirvöld, því sé ekki um að ræða viðurkenningu á sekt í sakamáli.
Fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu er ósáttur við að íslensk stjórnvöld hafi ekki boðið fram aðstoð sína eftir að upp komst um framgöngu Samherja í landinu. Hann tapaði formannsslag og hætti í pólitík eftir umdeildar kosningar innan flokksins, þar sem grunur leikur á að peningar frá Samherja hafi verið notaðir til að greiða fyrir atkvæði.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Söfnuðu tilboðum í eitt stórt Excel-skjal
Tilboðum í hluti ríkisins í Íslandsbanka var safnað saman í Excel-skjölum sem síðan voru sameinuð í eitt stórt skjal hjá Íslandsbanka. Ríkisendurskoðun uppgötvaði í sumar að sumar tölur í skjalinu hafi verið rangt skrifaðar svo þær reiknuðust ekki með þegar unnið var með skjalið á söludegi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.