Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið
FréttirVatnslögnin til Eyja

Stefna Vinnslu­stöð­inni svo bæj­ar­bú­ar greiði ekki tjón­ið

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja sam­þykkti í dag að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur Vinnslu­stöð­inni hf. vegna tjóns sem varð á vatns­lögn­inni milli lands og Eyja síð­ast­lið­ið haust. Vinnslu­stöð­in neit­ar að bæta meira en það sem trygg­ing­ar fé­lags­ins dekka. Hátt í tveggja millj­arða króna kostn­að­ur lend­ir að óbreyttu á íbú­um í Vest­manna­eyj­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku
Fréttir

Skugg­inn af frelsi Ju­li­ans er glæpa­væð­ing blaða­mennsku

Sátt banda­rískra stjórn­valda við Ju­li­an Assange fel­ur í sér að þau telji hann hafa brot­ið lög með blaða­mennsku en ekki njósn­um eða tölvuglæp­um.. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sem leyf­ir sér nú að fagna frels­un Ju­li­ans. Mála­lok­in feli hins veg­ar í sér sögu­lega en óhugn­an­lega nið­ur­stöðu fyr­ir blaða­menn um all­an heim.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
Ráðuneyti sem gagnrýndi lagasetningu þarf að réttlæta hana fyrir ESA
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Ráðu­neyti sem gagn­rýndi laga­setn­ingu þarf að rétt­læta hana fyr­ir ESA

Hörð gagn­rýni sér­fræð­inga mat­væla­ráðu­neyt­ins á sam­keppn­isund­an­þág­ur sem meiri­hluti Al­þing­is veitti stór­fyr­ir­tækj­um í land­bún­aði á dög­un­um, er ástæða þess að ESA sendi sama ráðu­neyti bréf og fór fram á svör ís­lenskra stjón­valda við þeim. Ráðu­neyt­ið bað um aukafrest.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu