Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Rio Tinto samþykkti að greiða jafnvirði 2,2 milljarða króna í sekt.
Fréttir
6
Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár
Allt stefnir í að Alcoa muni greiða tekjuskatt á Íslandi í ár. Það yrði þá í fyrsta sinn sem ríkið fengi skatt af hagnaði álversins á Reyðarfirði. Lengi vel leit út fyrir að sérsamningar íslenskra stjórnvalda við Alcoa gerðu það að verkum að félagið þyrfti aldrei að greiða skatt hér á landi. Gagnrýni og þrýstingur varð til þess að fyrirtækið sjálft lét undan og kaus að greiða hér skatt.
Viðtal
Íslenskir línumenn og -konur slá í gegn á Discovery
Áhafnir tveggja íslenskra línuskipa eru í aðalhlutverki í þáttunum Ice Cold Catch sem sjónvarpsstöðin Discovery framleiddi og teknir voru á miðunum fyrir norðan og vestan land í fyrravetur. Heimildin ræddi við skipstjórann á Páli Jónssyni GK og breska hásetann, Caitlin Krause, sem reyndi fyrir sér á Íslandsmiðum.
Afhjúpun
2
Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum
Eigendur Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal hafa árum saman keypt afurðir verksmiðjunnar á undirverði og flutt hagnað úr landi. Skatturinn komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rannsakað skattskil félagsins á fimm ára tímabili. Á 15 ára starfstíma verksmiðjunnar hefur hún aldrei greitt tekjuskatt. „Við erum ekki skattsvikarar,“ segir forstjóri félagsins.
Rannsókn
7
Eigandi Norðuráls gengst við stórfelldum mútugreiðslum: „Enginn vill vera tengdur við spillingu“
Stærsti eigandi álversins á Grundartanga, Glencore international, hefur samþykkt að greiða metsekt vegna umfangsmikilla og kerfisbundinna mútubrota sem spanna meira en áratug. Glencore bæði kaupir allar afurðir Norðuráls og selur því stóran hluta af hráefninu til framleiðslunnar. Saga Glencore og stjórnenda þess, er lygileg en ljót.
Rannsókn
5
Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
Norðurál fjármagnaði og skipulagði áróðursherferð sem átti að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar um raforkuverð. Eigandi fyrirtækisins gekkst við þessu og baðst afsökunar áður en samningar náðust árið 2016. Herferðin hafði ásýnd grasrótarhreyfingar en var í raun þaulskipulögð og fjármögnuð með milligöngu lítt þekkts almannatengils.
Fréttir
3
Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark
Kristján Örn Sigurðsson, sem hætti sem forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins eftir uppljóstrun Panamaskjalanna, var í forsvari fyrir Panamafélag sem var í þungamiðju hundraða milljóna skattsvika Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda og stjórnanda Sæmarks. Yfirskattanefnd hefur staðfest hálfs milljarðs skattakröfu á hendur þeim síðarnefnda í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar.
FréttirSamherjaskjölin
2
Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október
Réttarhöld í máli namibískra stjórnmála- og áhrifamanna sem ákærðir eru fyrir að þiggja mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta, munu hefjast 2. október. Þetta var ákveðið í þinghaldi í Namibíu í morgun. „Stór stund“ en fjarvera Íslendinga æpandi, segir talsmaður samtaka gegn spillingu í Namibíu. Jóhannes Stefánsson fagnar áfanganum og er klár í vitnastúkuna í Windhoek í haust.
Fréttir
2
Hádegi í bankanum sem seldi sig
Banka- og fjármálastjóri Íslandsbanka buðu blaðamönnum til fundar á föstudag í tilefni af uppgjöri síðasta árs. Bankinn græddi 24 milljarða króna í fyrra, ætlar að greiða helminginn í arð en auk þess stendur til að greiða hluthöfum út fimm milljarða til viðbótar, með kaupum bankans á bréfum í sjálfum sér. Viðskipti bankans við sjálfan sig, í sjálfum sér, eða öllu heldur þátttaka starfsmanna bankans í einkavæðingu bankans, mun þó kosta bankann talsvert.
Fréttir
3
Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hafði samband við Aðalstein Leifsson og bað hann um að huga að öryggiskerfi á heimili sínu. Ekki var um að ræða viðbragð við beinni hótun.
Fréttir
1
Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir
Árið 2021 voru meira en tífalt fleiri gæsluvarðhaldsfangar í einangrun á Íslandi en í Danmörku. Formaður Afstöðu segir mörg dæmi um að einangrunarvist hafi stórskemmt fólk. Sjálfur sat hann sex vikur í einangrun.
Fréttir
9
Greiddu sér arð eftir að hafa þegið ríkisstyrk til að bæta aðbúnað svína
Íslenska ríkið hefur samþykkt hátt í 150 milljóna króna styrkbeiðnir til fyrirtækis Mata-systkinanna. Á sama tímabili hafa systkinin greitt sér sömu upphæð í arð út úr fyrirtækinu. Styrkveitingarnar áttu að hjálpa svínarækt systkinanna að bæta aðbúnað á búi sínu.
Fréttir
1
Íslensk stjórnvöld „verða að hætta mannréttindabrotum“
Íslensk stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindi með því að vista meirihluta gæsluvarðhaldsfanga í einangrun. Þetta segja mannréttindasamtökin Amnesty International í nýrri skýrslu. Íslenska dómsmálaráðuneytið fullyrti að einangrun væri einungis samþykkt af dómurum í ítrustu neyð og að uppfylltum ströngum skilyrðum. Á tveggja ára tímabili höfnuðu dómarar fjórum beiðnum lögreglu en samþykktu rúmlega þrjú hundruð.
Viðtal
„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra
Eftir áralanga þrautargöngu Elísabetar Jökulsdóttur um heilbrigðiskerfið, sem kostaði hana nærri lífið, gekkst hún undir nýrnaígræðslu á þrettándanum. Aðgerðin gekk vel og nýrað, sem ku fyrsta flokks, starfar vel. Elísabet er þakklát og sæl með aðgerðina. Unnur, systir hennar, les fyrir hana milli læknaheimsókna.
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Fréttir
6
FME telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög við einkavæðinguna
Sáttaferli á milli Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka er farið af stað eftir að eftirlitið sendi bankanum frumniðurstöður sínar þess efnis að lög hafi mögulega verið brotin við einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í bankanum á síðasta ári.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.