Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
Óttast uppsprengt stóriðjuverð Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf, er verulega ósáttur við aðgengi að rafmagni til reksturs fiskimjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði. Fjárfesting í rafvæðingu nýtist ekki þar sem brenna þurfi olíu til að halda bræðslunni í drift.

„Eða kemur að því á næstunni að Brim og önnur fyrirtæki á Íslandi þurfi að kaupa rafmagn af stóriðjunni á uppsprengdu verði þar sem stóriðjan hefur gert langtíma raforkusamninga við Landsvirkjun en íslenskt atvinnulíf og almenningur ekki?“

Að þessu spyr Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningu til fjárfesta vegna uppgjörs fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Afkoma Brims var undir væntingum, enda dróst vörusala saman á milli ára og hagnaður á tímabilinu var rétt um þriðjungur þess sem hann var fyrir ári, tæpar 19 milljónir evra þá en 4,5 milljónir evra. 

Veiðar og verð á bolfiski voru upp og niður; minna veiddist af þorski í Barentshafinu, ufsinn gaf sig einnig treglega en á móti hækkaði afurðaverð á því sem veiddist og unnið var og fryst um borð í skipum Brims, en lækkaði að sama skapi þegar afli var unnin í landi.

Einna mest munaði þó um að í ár veiddi …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það eru LANDRAÐ ef ALRISARNIR fa leifi að selja umfram orku. Þeir fa raforku a TOMBOLUVERÐI 80% af orku Islands fer i Storyðju. Island farf að visa þessum Afætum ur landi og nyta orkuna til eigin þarfa. 1971 er Olafur Johanesson tok við með sitt Raðuneyti, voru mal ALO SWISS ljot ja ljot. Viðreysnarstjornin hafði feltt Gengi kronunar TREKK i TREKK Lan Landsvirkjunar vegna Burfellsvirkjunar höfðu snarhækkað. Orkusala til ISAL vog ekki upp i lanin sem voru i $$$, mismuninum var velt yfir a Heimilin i landinu.
    11 kronur kostsði 1 MIL i Burfelli. Landsvirkjun seldi i Straumsvik 1 MIL a 7 kronur.
    Mogganum þotti þetta sjalfsagt. Heimilin i landinu Greiddu mismunin. Rirnun var i hafi a Surali. ÞJOFNAÐUR. Hjörleifur Guttormsson eiddi miklum tima i að kljast við GLÆPAMENN. Til stoð að Rjufa raforku til ISAL.
    Alverið a Reyðarfirði Borgaði ekki Tekjuskatt fyr en 2023 SVIK
    Sama er með Alverið i Hvalfirði, Mutur og svik i Massa vis, og Mikill MENGUN
    Sagt er að þessi storyðja se GLOPAGULL. Þvi þarf að LOKA með öllum Hugsanlegum Raðum. Við þurfum ORKUNA SJALF.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þessi hugmynd að leyfa stóriðjunni að selja rafmagn áfram inn á netið er galin. Las fyrir margt löngu um, að mig minnir, Alcoa, sem náði svo góðum rafmagnskaupasamningi í Brasilíu, að þeir hættu við að reisa verksmiðjuna en seldu í staðinn rafmagnið inn á netið, og græddu vel.
    1
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Ónotaður “kvóti” í rafmagni og í öðrum auðlindum landsins ætti að vera miðlað afram af eigendum. Íslenskri þjóð. Einnig ætti að stöðva útþenslu erlendra fyrirtækja í orkuframleiðslu við nýtingu íslenkra auðlinda.
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Maður spyr sig að því hvernig alþingis mönnum dettur í hug þessi foráttu heimskri hugmynd, í hvaða veröld eru þessir menn eða konur sem leggja slíkt fram? Er þetta sem koma skal rándýrt rafmagn til allra ?
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Alveg eins og að kvótinn erfist má þá ekki stóriðjan ráðskast með rafmagnið að vild ?
    1
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Vandann má skrifa á vanmiðlað raforkukerfi. Nær árlega stefnir í að miðlunarlón Landsvirkjunar tæmist og því þarf að skammta rafmagn til að tryggja afhendingu til almennings til vors. Miðlunarlón á Íslandi geta geymt 5 TWh eða sem samsvarar 25% af ársframleiðslu. Lón í Noregi geta geymt 17 sinnum meira, 87 TWh sem samsvarar 58% af ársframleiðslu og hafa vinninginn þó miðað sé við hina frægu höfðatölu.
    3
  • G
    gs3 skrifaði
    Ekki gott að þurfa að brenna olíu en ekki hægt að reikna með að alltaf bíði orka á útsölu þegar hentar. Hverjir eru það aftur sem geta selt fiskveiðiheimildir í dag? Auðvitað ætti að vera til fiskveiðikvóti sem almenningur og íslenskt atvinnulíf gætu gengið að fyrir lækkað verð þegar þeim hentar eins og Brim vill hafa varðandi raforkuna.
    6
  • Anna Á. skrifaði
    Spurningin er einfaldlega þessi: Má stóriðjan annarsvegar, skila vöru til raforkunetsins á sama verði og þeir borguðu fyrir hana, eða verður hinsvegar stóriðjan að raforkusala, sem er milliliður með álagningu á raforkuverðið.
    4
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Í dag er almenningur að niðurgreiða rekstur fiskimjölsverksmiðja - algjört rugl. Auðvitað eiga fiskimjölsverksmiðjurnar að borga raunverð/markaðsverð fyrir rafmagnið. Þannig er það allstaðar í samanburðarlöndum okkar. Löggjöf raforkumála hér er 20-30 árum á eftir samanburðarlöndum og við því algjörlega ósamkeppnisfær í raforkumálum. Kaup á umframorku af stóriðjunni er gott fyrsta skref í að koma okkur inn í nútímann í raforkumálum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár