Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.

Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans

„Við teljum hann sérstaklega viðkvæman fyrir áhrifum af beitingu hins alþjóðlega Magnetsky-mannréttindaákvæðis, þar sem fyrirtæki hans treystir á markaði á Vesturlöndum,“ sagði Chris Smith, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana, á fundi mannréttindanefndar Bandaríkjaþings í mars í fyrra. 

Þar var til umræðu reynsla bandarískra yfirvalda af Magnetsky-ákvæðinu svokallaða. Ákvæðið sem kom inn í bandarísk lög árið 2012, gefur Bandaríkjaforseta heimild til að setja efnahagsþvinganir og ferðabann á erlenda einstaklinga og fyrirtæki í þeirra eigu, hafi þeir tengsl við mannréttindabrot eða spillingu. 

Vildi aðgerðir gegn íslenska kjörræðismanninumChris Smith, sem hefur verið þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í aldarfjórðung, kallaði eftir því að Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, yrði beittur refsiaðgerðum.

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Smith hefur setið á Bandaríkjaþingi í rúma tvo áratugi og látið sig mannréttindamál miklu varða, meðal annars á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópur (ÖSE). Maðurinn sem Smith vísaði til í þessari ræðu sinni í mars 2021, er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexander Moshensky. Og hann taldi Smith nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn.

„Alexander Moshensky er samkvæmt fréttum ábyrgur fyrir að greiða bónusgreiðslur til óeirðalögreglu, sem barið hafði niður mótmæli með hörðu ofbeldi,“ sagði Smith jafnframt.  

Skugga-diplómati Íslands

Þessi ummæli Smith eru rifjuð upp í umfjöllun hvítrússnesku rannsóknarblaðamannasamtakanna (BIC) í tengslum við uppljóstrun þeirra og Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) á svonefndum „skugga-diplómötum“. ICIJ hafa þar tekið saman lista yfir einstaklinga sem ýmist hafa vafasama fortíð eða viðskiptahagsmuni, sem njóta þess á einn eða annan hátt að vera kjörræðismenn annarra ríkja. 

„Skugga-diplómatar“ Hvítrússneska rannsóknarblaðamannagildið fjallar um hvernig kjörræðismannstitlar hafa nýst bæði einræðisherranum í Hvíta-Rússlandi og ekki síst fylgitunglum hans, til að auka við ríkidæmi sitt en um leið viðhalda óbreyttu ástandi.

Hvíta-Rússland sker sig nokkuð úr í þeim efnum. Þar er fjöldi einstaklinga nátengdur einræðisherra landsins, Aleksander Lukashenko, sagður nýta sér kjörræðismannstitla, sér og yfirvöldum í Minsk til framdráttar. Þetta eru menn sem hafa auðgast verulega í skjóli einræðisherrans, verið tengdir við spillingu og lögbrot, en eru engu að síður kjörræðismenn landa eins og Bangladesh, Simbabve, Grikklands, Georgíu, Chile, Nepal, já og Íslands.

Í umfjöllun um íslenska kjörræðismanninn er tekið fram að jafnvel þó honum hafi hingað til tekist að koma sér undan viðskiptaþvingunum, sem beitt hafi verið gegn mörgum kollega hans, sé hann á lista yfir skugga-diplómata. Ástæðan sé að hann hafi í krafti ræðismannstitilsins komist undan þessum viðskiptaþvingunum, eða „verið bjargað af Íslandi“ eins og það er orðað. En líka vegna umræðu um beitingu Magnitsky-ákvæðisins gegn honum, í Bandaríkjunum í fyrra.

Í skjóli Þórdísar og Lukashenko

Eins og Stundin hefur greint frá hafa bæði fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, samtaka sem berjast fyrir hertum aðgerðum Vesturlanda gegn stjórnvöldum í Minsk og fleiri, ítrekað lýst því hvernig íhlutun íslenskra stjórnvalda hafi orðið til þess að Aleksander Moshensky og fyrirtæki hans, sluppu undan refsiaðgerðum ESB-ríkjanna. Íslensk stjórnvöld hafa neitað því en sagt að hátt í 30 símtöl, samtöl og fundir, sem þau hafi átt árið 2020, eftir að Moshensky leitaði liðsinnis Íslands, hafi einungis verið í því skyni að átta sig á stöðu málsins.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og þeim gögnum sem ég hef innan úr ráðuneytinu var þess ekki krafist að hann yrði tekinn af lista,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Alþingi 21. mars síðastliðinn.

Utanríkisráðuneytið íslenska hefur sömuleiðis sagt að það telji „orðum aukið“ að telja náið samband vera milli Lukashenko og Moshensky. Þá niðurstöðu byggir ráðuneytið fyrst og fremst á orðum Moshensky sjálfs, eins og komið hefur í ljós. Allt bendir enda til þess að utanríkisráðuneytið hafi ekki brugðist við fréttum af nánu sambandi Moshensky og Lukashenko, með því til dæmis að afla frekari upplýsinga hjá bandalagsþjóðum Íslands, sem vitað er að hafi lagt þunga áherslu á að Moshensky yrði beittur refsiaðgerðum.

Þegar greint var frá því í vor að tillaga tíu þjóða, undir forystu Eystrasaltsríkjanna, hefði sótt það stíft að Moshensky og fyrirtækjum hans yrði bætt á lista þeirra sem sættu ferða- og viðskiptabanni ESB en að Ungverjar hefðu fellt þá tillögu, virtist það ekki kalla á sjálfstæða skoðun í utanríkisráðuneytinu.

Í svari sem Stundin fékk frá ráðuneytinu í sumar sagði að íslensk stjórnvöld hefðu „ekki verið upplýst um umræður í utanríkisráðherraráði Evrópusambandsins varðandi þá aðila sem til umræðu hafi verið að beita viðskiptaþvingunum heldur einungis fengið upplýsingar um þá sem ákveðið hefur verið að beita viðskiptaþvingunum. Kjörræðismaður Íslands í Belarús er ekki þar á meðal.“

Á ferð og flugi í boði einræðisstjórnarinnar

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samtökin fjalla um íslenska kjörræðismanninn Moshensky og samband hans við Lukashenko og fjölskyldu.  Stundin hefur í samstarfi við blaðamenn samtakanna fengið aðgang að upplýsingum um farþegaskrár einkaþotuflota hvítrússneska forsetans, þar sem Alexander Moshensky hefur verið tíður gestur undanfarinn áratug.

Að þvert á fullyrðingar Moshensky sjálfs og íslenska utanríkisráðuneytisins, virðist samband hans við einræðisherrann Lukashenko og fjölskyldu hans, vera umtalsvert og persónulegra en af er látið. Að Moshensky hafi til að mynda verið í fámennu fylgdarliði Lukashenko í opinberum heimsóknum og ferðast með fjölskyldu forsetans til veisluhalda í útlöndum í einkaþotum hvítrússneska ríkisins, til viðbótar við að að fá afnot af sömu einkaþotum til ferðalaga víða um heim.

Á undanförnum áratug hefur Moshensky þannig flogið hátt í þrjátíu sinnum með einkaþotum hvítrússneska ríkisins til ýmissa landa. Þoturnar eru ekki ætlaðar undir almennt flug heldur til að þjónusta æðstu menn ríkisins. Rekstur þeirra er greiddur af skattfé. Ekkert bendir til þess að vélarnar séu leigðar út heldur. Þó þær séu sagðar eins og fljúgandi einkabílar fyrir fjölskyldu Lukashenko – og nána bandamenn hans.

Í einkaþotu einræðis­stjórnarinnarAlexander Moshensky hefur ferðast víða með Bombardier einkaþotu hvítrússneska ríkisins undanfarinn áratug. Til dæmis í afmæli vinar síns, Dímitrí Lukashenko, ásamt afmælisbarninu og konu hans.

Í flugflota hvítrússnesku ríkisstjórnarinnar eru þrjár þotur. Forsetavélin svokallaða, Boeing 767, önnur íburðarminni Boeing 737 og svo minni einkaþota að gerðinni Bombardier. Vélunum hefur verið bannað að fljúga um lofthelgi ESB, sem hluta af refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Minsk.

Flestar ferðirnar hefur Moshensky farið með Bombardier þotunni. Síðast, svo vitað sé, í mars árið 2020 til Sharm el Sheik í Egyptalandi. Alls eru flugferðirnar 26 með vélinni til áfangastaða víða um heiminn. Dúbaí, Písa á Ítalíu, Moldóvía og Lundúnir eru meðal áfangastaða. 

Stærsta vélin í flugflota Lukashenko, og sú sem hann velur sjálfur oftast að ferðast með, er sú af gerðinni Boeing 767. Ekki er um að ræða neina hefðbundna vél af þeirri gerð, heldur sérútbúna og innréttaða forsetavél, sem kollegi Lukashenko í einræðisherrastétt, Saparmurat Nyasov, fyrrverandi forseti Túrkmenistan, lét kaupa undir sig árið 2005 fyrir hátt í tuttugu milljarða króna og nefnd hefur verið fljúgandi forsetahöllin.

 Margoft hefur verið fjallað um yfirgengilegan flottræfilsháttinn sem réð ríkjum við innréttingu vélarinnar. Í henni er til að mynda gullhúðað klósett og leður- og harðviðarinnréttingar. Eldflaugavarnarkerfi er um borð og sérstakur útbúnaður til þess að auðvelda forsetanum að halda sér á lífi ef til óhapps kemur á flugi. Eftir dauða Nyasov neitaði hins vegar eftirmaður hans að nota flugvélina, þar sem vélinni fylgdi ólukka. Lukashensko lét því hvít-rússneska ríkið kaupa hana undir sig árið 2012.

Alexander Moshensky hefur líka ferðast með forsetanum í þeirri vél. En gögnin sýna að Moshensky var farþegi í vélinni í lok október 2016, og þannig í fylgdarliði Lukashenko í opinberri heimsókn til Doha í Katar. Í myndum sem birtust á opinberum heimasíðum yfirvalda beggja landa vegna heimsóknarinnar er Moshensky hvergi sjáanlegur.

Íslenski konsúllinn meðNákvæmlega hvaða erindi íslenski kjörræðismaðurinn hafði í ferð með Lukashenko til Doha í október 2016 er óljóst. Frá komu forsetans til Doha og móttöku þarlendra yfirvalda.

Hins vegar er greint frá því að í heimsókninni hafi ein af samstarfsyfirlýsingum, sem þjóðirnar undirrituðu í heimsókn Lukashenko, snúið að samstarfi katarskra stjórnvalda og þróunarbanka Hvíta-Rússlands. Stjórnarseta í þeim banka hefur verið meðal þess sem Moshensky hefur verið tilnefndur til að gegna af stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Afmæli í Tyrklandi

Flugfloti hvítrússneska ríkisins hefur oftsinnis orðið tilefni frétta, einkum og sér í lagi í tengslum við notkun fjölskyldu Lukashenko og náinna bandamanna á flugvélunum til einkanota. Hóps sem Aleksander Moshensky virðist tilheyra.

Lýsingar á lúxuslífi Lukashenko, sona hans þriggja og tengdadætra, í ferðalögum um allan heim, eiga upphaf og endi um borð í þessum vélum. Lifistandardinn í þessum ferðum vekur eðlilega furðu. Einkum og sérílagi þar sem fjölskyldan er á framfæri ríkisins um störf. Uppgefnar tekjur af þessum störfum eru í engu samræmi við lúxuslíferni fjölskyldunnar á þessum ferðalögum. 

Þannig hefur Anna, eiginkona Dimitrí, miðsonar Lukashenko, verið óspör við að sýna frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum; þar sem jafnan er gist á fínustu og dýrustu hótelum og snætt á eftirsóttum og rándýrum Michelin-veitingahúsum. Þangað er iðulega flogið á kostnað ríkisins, í flugvélum stjórnvaldanna, tengdapabba hennar.

Í ljós hefur komið nýlega að þau Anna og Dimitrí Lukashenko hafi auðgast ævintýralega á því að vera milliliðir um sölu á trukkum ríkisfyrirtækisins BelAz til rússneskra fyrirtækja. Jafnvel er fullyrt að hagnaður þeirra af þeim viðskiptum sé jafnvel meiri en það sem fellur í hlut ríkisfyrirtækisins.

Í þessa stöðu kemst Anna ekki bara í krafti tengdaföður síns, heldur einnig stöðu eiginmannsins, Dimitrí. Þetta miðjubarn einræðisherrans er nefnilega líka formaður hins valdamikla en um leið furðulega félagsskapar Íþróttaklúbbs forseta Hvíta-Rússlands, félagsskapar sem var svartlistað með viðskiptaþvingunum beggja vegna atlantsála síðasta vetur. Það félag er stór eigandi rússnesks dótturfyrirtækis BelAz vörubílaframleiðandans. Og í stjórn þessa íþróttaklúbbs situr líka Aleksander Moshensky.

Dimitrí og Anna Lukashenko hafa samkvæmt fréttum BIC verið óspör á að nýta sér flugflota hvítrússnesku ríkisstjórnarinnar í ferðalögum síðustu árin.  Og þegar Dimitrí hélt upp á 43 ára afmælið sitt í Tyrklandi í mars 2013, bauð hann að sjálfsögðu félaga sínum Moshensky, sem flaug með Dimitri og Önnu Lukashenko fram og til baka í veisluna, í þotu ríkisstjórnarinnar.

Eftir kosningarnar 2020 var  sama flugvél í fréttum vegna flugs hennar til Tyrklands, á sama tíma og kosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi. Grunur lék á að fjölskylda Lukashenko forseta hefði flúið til Tyrklands af ótta við að upp úr syði í landinu.

Ísraelska blaðið Haaretz hefur sömuleiðis fjallað um þessa sömu flugvél í tengslum við flug hennar frá Minsk, í gegnum Georgíu og til Ísrael í lok ágúst síðastliðinn, vegna gruns um að í vélinni hafi þá verið Viktor Lukashenko, elsti sonur einræðisherrans. Eins og Dimitrí er Viktor líka undir viðskipta- og ferðaþvingunum ESB og því varð þessi sérkennilega flugleið fyrir valinu.

Viktor, sem hefur verið ráðgjafi föður síns í þjóðaröryggismálum og setið í þjóðaröryggisráði landsins, er á svörtum lista beggja vegna Atlantshafsins, undir ferða- og viðskiptabanni. Að sama skapi hafa dularfullar ferðir þessarar sömu flugvélar verið tilefni vangaveltna um ferðir fjölskyldu Lukashenko, nú síðast í nóvember í fréttum vefmiðla hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.

Þar sagði um þessa tilteknu vél: „Þessa einkaþotu ríkisstjórnarinnar nota fjölskyldumeðlimir Lukashenko reglulega – rétt eins og aðrir nánir samverkamenn hans.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
FréttirSnjóflóð í Neskaupsstað

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  2
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  3
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  4
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  5
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  6
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  7
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  8
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  9
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  10
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.