Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.

Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans

„Við teljum hann sérstaklega viðkvæman fyrir áhrifum af beitingu hins alþjóðlega Magnetsky-mannréttindaákvæðis, þar sem fyrirtæki hans treystir á markaði á Vesturlöndum,“ sagði Chris Smith, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana, á fundi mannréttindanefndar Bandaríkjaþings í mars í fyrra. 

Þar var til umræðu reynsla bandarískra yfirvalda af Magnetsky-ákvæðinu svokallaða. Ákvæðið sem kom inn í bandarísk lög árið 2012, gefur Bandaríkjaforseta heimild til að setja efnahagsþvinganir og ferðabann á erlenda einstaklinga og fyrirtæki í þeirra eigu, hafi þeir tengsl við mannréttindabrot eða spillingu. 

Vildi aðgerðir gegn íslenska kjörræðismanninumChris Smith, sem hefur verið þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í aldarfjórðung, kallaði eftir því að Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, yrði beittur refsiaðgerðum.

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Smith hefur setið á Bandaríkjaþingi í rúma tvo áratugi og látið sig mannréttindamál miklu varða, meðal annars á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópur (ÖSE). Maðurinn sem Smith vísaði til í þessari ræðu sinni í mars 2021, er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexander Moshensky. Og hann taldi Smith nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn.

„Alexander Moshensky er samkvæmt fréttum ábyrgur fyrir að greiða bónusgreiðslur til óeirðalögreglu, sem barið hafði niður mótmæli með hörðu ofbeldi,“ sagði Smith jafnframt.  

Skugga-diplómati Íslands

Þessi ummæli Smith eru rifjuð upp í umfjöllun hvítrússnesku rannsóknarblaðamannasamtakanna (BIC) í tengslum við uppljóstrun þeirra og Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ) á svonefndum „skugga-diplómötum“. ICIJ hafa þar tekið saman lista yfir einstaklinga sem ýmist hafa vafasama fortíð eða viðskiptahagsmuni, sem njóta þess á einn eða annan hátt að vera kjörræðismenn annarra ríkja. 

„Skugga-diplómatar“ Hvítrússneska rannsóknarblaðamannagildið fjallar um hvernig kjörræðismannstitlar hafa nýst bæði einræðisherranum í Hvíta-Rússlandi og ekki síst fylgitunglum hans, til að auka við ríkidæmi sitt en um leið viðhalda óbreyttu ástandi.

Hvíta-Rússland sker sig nokkuð úr í þeim efnum. Þar er fjöldi einstaklinga nátengdur einræðisherra landsins, Aleksander Lukashenko, sagður nýta sér kjörræðismannstitla, sér og yfirvöldum í Minsk til framdráttar. Þetta eru menn sem hafa auðgast verulega í skjóli einræðisherrans, verið tengdir við spillingu og lögbrot, en eru engu að síður kjörræðismenn landa eins og Bangladesh, Simbabve, Grikklands, Georgíu, Chile, Nepal, já og Íslands.

Í umfjöllun um íslenska kjörræðismanninn er tekið fram að jafnvel þó honum hafi hingað til tekist að koma sér undan viðskiptaþvingunum, sem beitt hafi verið gegn mörgum kollega hans, sé hann á lista yfir skugga-diplómata. Ástæðan sé að hann hafi í krafti ræðismannstitilsins komist undan þessum viðskiptaþvingunum, eða „verið bjargað af Íslandi“ eins og það er orðað. En líka vegna umræðu um beitingu Magnitsky-ákvæðisins gegn honum, í Bandaríkjunum í fyrra.

Í skjóli Þórdísar og Lukashenko

Eins og Stundin hefur greint frá hafa bæði fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, samtaka sem berjast fyrir hertum aðgerðum Vesturlanda gegn stjórnvöldum í Minsk og fleiri, ítrekað lýst því hvernig íhlutun íslenskra stjórnvalda hafi orðið til þess að Aleksander Moshensky og fyrirtæki hans, sluppu undan refsiaðgerðum ESB-ríkjanna. Íslensk stjórnvöld hafa neitað því en sagt að hátt í 30 símtöl, samtöl og fundir, sem þau hafi átt árið 2020, eftir að Moshensky leitaði liðsinnis Íslands, hafi einungis verið í því skyni að átta sig á stöðu málsins.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og þeim gögnum sem ég hef innan úr ráðuneytinu var þess ekki krafist að hann yrði tekinn af lista,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Alþingi 21. mars síðastliðinn.

Utanríkisráðuneytið íslenska hefur sömuleiðis sagt að það telji „orðum aukið“ að telja náið samband vera milli Lukashenko og Moshensky. Þá niðurstöðu byggir ráðuneytið fyrst og fremst á orðum Moshensky sjálfs, eins og komið hefur í ljós. Allt bendir enda til þess að utanríkisráðuneytið hafi ekki brugðist við fréttum af nánu sambandi Moshensky og Lukashenko, með því til dæmis að afla frekari upplýsinga hjá bandalagsþjóðum Íslands, sem vitað er að hafi lagt þunga áherslu á að Moshensky yrði beittur refsiaðgerðum.

Þegar greint var frá því í vor að tillaga tíu þjóða, undir forystu Eystrasaltsríkjanna, hefði sótt það stíft að Moshensky og fyrirtækjum hans yrði bætt á lista þeirra sem sættu ferða- og viðskiptabanni ESB en að Ungverjar hefðu fellt þá tillögu, virtist það ekki kalla á sjálfstæða skoðun í utanríkisráðuneytinu.

Í svari sem Stundin fékk frá ráðuneytinu í sumar sagði að íslensk stjórnvöld hefðu „ekki verið upplýst um umræður í utanríkisráðherraráði Evrópusambandsins varðandi þá aðila sem til umræðu hafi verið að beita viðskiptaþvingunum heldur einungis fengið upplýsingar um þá sem ákveðið hefur verið að beita viðskiptaþvingunum. Kjörræðismaður Íslands í Belarús er ekki þar á meðal.“

Á ferð og flugi í boði einræðisstjórnarinnar

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samtökin fjalla um íslenska kjörræðismanninn Moshensky og samband hans við Lukashenko og fjölskyldu.  Stundin hefur í samstarfi við blaðamenn samtakanna fengið aðgang að upplýsingum um farþegaskrár einkaþotuflota hvítrússneska forsetans, þar sem Alexander Moshensky hefur verið tíður gestur undanfarinn áratug.

Að þvert á fullyrðingar Moshensky sjálfs og íslenska utanríkisráðuneytisins, virðist samband hans við einræðisherrann Lukashenko og fjölskyldu hans, vera umtalsvert og persónulegra en af er látið. Að Moshensky hafi til að mynda verið í fámennu fylgdarliði Lukashenko í opinberum heimsóknum og ferðast með fjölskyldu forsetans til veisluhalda í útlöndum í einkaþotum hvítrússneska ríkisins, til viðbótar við að að fá afnot af sömu einkaþotum til ferðalaga víða um heim.

Á undanförnum áratug hefur Moshensky þannig flogið hátt í þrjátíu sinnum með einkaþotum hvítrússneska ríkisins til ýmissa landa. Þoturnar eru ekki ætlaðar undir almennt flug heldur til að þjónusta æðstu menn ríkisins. Rekstur þeirra er greiddur af skattfé. Ekkert bendir til þess að vélarnar séu leigðar út heldur. Þó þær séu sagðar eins og fljúgandi einkabílar fyrir fjölskyldu Lukashenko – og nána bandamenn hans.

Í einkaþotu einræðis­stjórnarinnarAlexander Moshensky hefur ferðast víða með Bombardier einkaþotu hvítrússneska ríkisins undanfarinn áratug. Til dæmis í afmæli vinar síns, Dímitrí Lukashenko, ásamt afmælisbarninu og konu hans.

Í flugflota hvítrússnesku ríkisstjórnarinnar eru þrjár þotur. Forsetavélin svokallaða, Boeing 767, önnur íburðarminni Boeing 737 og svo minni einkaþota að gerðinni Bombardier. Vélunum hefur verið bannað að fljúga um lofthelgi ESB, sem hluta af refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Minsk.

Flestar ferðirnar hefur Moshensky farið með Bombardier þotunni. Síðast, svo vitað sé, í mars árið 2020 til Sharm el Sheik í Egyptalandi. Alls eru flugferðirnar 26 með vélinni til áfangastaða víða um heiminn. Dúbaí, Písa á Ítalíu, Moldóvía og Lundúnir eru meðal áfangastaða. 

Stærsta vélin í flugflota Lukashenko, og sú sem hann velur sjálfur oftast að ferðast með, er sú af gerðinni Boeing 767. Ekki er um að ræða neina hefðbundna vél af þeirri gerð, heldur sérútbúna og innréttaða forsetavél, sem kollegi Lukashenko í einræðisherrastétt, Saparmurat Nyasov, fyrrverandi forseti Túrkmenistan, lét kaupa undir sig árið 2005 fyrir hátt í tuttugu milljarða króna og nefnd hefur verið fljúgandi forsetahöllin.

 Margoft hefur verið fjallað um yfirgengilegan flottræfilsháttinn sem réð ríkjum við innréttingu vélarinnar. Í henni er til að mynda gullhúðað klósett og leður- og harðviðarinnréttingar. Eldflaugavarnarkerfi er um borð og sérstakur útbúnaður til þess að auðvelda forsetanum að halda sér á lífi ef til óhapps kemur á flugi. Eftir dauða Nyasov neitaði hins vegar eftirmaður hans að nota flugvélina, þar sem vélinni fylgdi ólukka. Lukashensko lét því hvít-rússneska ríkið kaupa hana undir sig árið 2012.

Alexander Moshensky hefur líka ferðast með forsetanum í þeirri vél. En gögnin sýna að Moshensky var farþegi í vélinni í lok október 2016, og þannig í fylgdarliði Lukashenko í opinberri heimsókn til Doha í Katar. Í myndum sem birtust á opinberum heimasíðum yfirvalda beggja landa vegna heimsóknarinnar er Moshensky hvergi sjáanlegur.

Íslenski konsúllinn meðNákvæmlega hvaða erindi íslenski kjörræðismaðurinn hafði í ferð með Lukashenko til Doha í október 2016 er óljóst. Frá komu forsetans til Doha og móttöku þarlendra yfirvalda.

Hins vegar er greint frá því að í heimsókninni hafi ein af samstarfsyfirlýsingum, sem þjóðirnar undirrituðu í heimsókn Lukashenko, snúið að samstarfi katarskra stjórnvalda og þróunarbanka Hvíta-Rússlands. Stjórnarseta í þeim banka hefur verið meðal þess sem Moshensky hefur verið tilnefndur til að gegna af stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Afmæli í Tyrklandi

Flugfloti hvítrússneska ríkisins hefur oftsinnis orðið tilefni frétta, einkum og sér í lagi í tengslum við notkun fjölskyldu Lukashenko og náinna bandamanna á flugvélunum til einkanota. Hóps sem Aleksander Moshensky virðist tilheyra.

Lýsingar á lúxuslífi Lukashenko, sona hans þriggja og tengdadætra, í ferðalögum um allan heim, eiga upphaf og endi um borð í þessum vélum. Lifistandardinn í þessum ferðum vekur eðlilega furðu. Einkum og sérílagi þar sem fjölskyldan er á framfæri ríkisins um störf. Uppgefnar tekjur af þessum störfum eru í engu samræmi við lúxuslíferni fjölskyldunnar á þessum ferðalögum. 

Þannig hefur Anna, eiginkona Dimitrí, miðsonar Lukashenko, verið óspör við að sýna frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum; þar sem jafnan er gist á fínustu og dýrustu hótelum og snætt á eftirsóttum og rándýrum Michelin-veitingahúsum. Þangað er iðulega flogið á kostnað ríkisins, í flugvélum stjórnvaldanna, tengdapabba hennar.

Í ljós hefur komið nýlega að þau Anna og Dimitrí Lukashenko hafi auðgast ævintýralega á því að vera milliliðir um sölu á trukkum ríkisfyrirtækisins BelAz til rússneskra fyrirtækja. Jafnvel er fullyrt að hagnaður þeirra af þeim viðskiptum sé jafnvel meiri en það sem fellur í hlut ríkisfyrirtækisins.

Í þessa stöðu kemst Anna ekki bara í krafti tengdaföður síns, heldur einnig stöðu eiginmannsins, Dimitrí. Þetta miðjubarn einræðisherrans er nefnilega líka formaður hins valdamikla en um leið furðulega félagsskapar Íþróttaklúbbs forseta Hvíta-Rússlands, félagsskapar sem var svartlistað með viðskiptaþvingunum beggja vegna atlantsála síðasta vetur. Það félag er stór eigandi rússnesks dótturfyrirtækis BelAz vörubílaframleiðandans. Og í stjórn þessa íþróttaklúbbs situr líka Aleksander Moshensky.

Dimitrí og Anna Lukashenko hafa samkvæmt fréttum BIC verið óspör á að nýta sér flugflota hvítrússnesku ríkisstjórnarinnar í ferðalögum síðustu árin.  Og þegar Dimitrí hélt upp á 43 ára afmælið sitt í Tyrklandi í mars 2013, bauð hann að sjálfsögðu félaga sínum Moshensky, sem flaug með Dimitri og Önnu Lukashenko fram og til baka í veisluna, í þotu ríkisstjórnarinnar.

Eftir kosningarnar 2020 var  sama flugvél í fréttum vegna flugs hennar til Tyrklands, á sama tíma og kosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi. Grunur lék á að fjölskylda Lukashenko forseta hefði flúið til Tyrklands af ótta við að upp úr syði í landinu.

Ísraelska blaðið Haaretz hefur sömuleiðis fjallað um þessa sömu flugvél í tengslum við flug hennar frá Minsk, í gegnum Georgíu og til Ísrael í lok ágúst síðastliðinn, vegna gruns um að í vélinni hafi þá verið Viktor Lukashenko, elsti sonur einræðisherrans. Eins og Dimitrí er Viktor líka undir viðskipta- og ferðaþvingunum ESB og því varð þessi sérkennilega flugleið fyrir valinu.

Viktor, sem hefur verið ráðgjafi föður síns í þjóðaröryggismálum og setið í þjóðaröryggisráði landsins, er á svörtum lista beggja vegna Atlantshafsins, undir ferða- og viðskiptabanni. Að sama skapi hafa dularfullar ferðir þessarar sömu flugvélar verið tilefni vangaveltna um ferðir fjölskyldu Lukashenko, nú síðast í nóvember í fréttum vefmiðla hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.

Þar sagði um þessa tilteknu vél: „Þessa einkaþotu ríkisstjórnarinnar nota fjölskyldumeðlimir Lukashenko reglulega – rétt eins og aðrir nánir samverkamenn hans.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.
248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Greining

248 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa þeg­ar yf­ir­gef­ið ís­lensku krón­una

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.
„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
FréttirOrkumál

„Al­veg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.
Fer á puttanum um firðina
Viðtal

Fer á putt­an­um um firð­ina

Jamie Lee, sem er fædd og upp­al­in í Hong Kong, féll kylli­flöt fyr­ir Ís­landi þeg­ar hún kom hing­að í ferða­lag. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Fine Food Islandica sem rækt­ar belt­is­þara í Stein­gríms­firði og synd­ir stund­um út að lín­un­um til að at­huga með þara­börn­in sín.
And Björk of Course
Bíó Tvíó#243

And Björk of Cour­se

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Lárus­ar Ým­is Ósk­ars­son­ar og Bene­dikts Erl­ings­son­ar frá 2004, And Björk of Cour­se. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Milljarðar upp um skorsteininn  á okkar kostnað – eða: Mun skynsemin ráða?
Páll Hermannsson
Aðsent

Páll Hermannsson

Millj­arð­ar upp um skor­stein­inn á okk­ar kostn­að – eða: Mun skyn­sem­in ráða?

Páll Her­manns­son skoð­ar hvaða mögu­leik­ar eru í boði til að minnka þann auka­kostn­að sem los­un­ar­gjöld leggja á sigl­ing­ar gáma­skipa.
Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Fréttir

Gervi­greind sem­ur leiktexta fyr­ir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.
Greiðslubyrðin hefur rúmlega tvöfaldast á rúmum tveimur árum
Fréttir

Greiðslu­byrð­in hef­ur rúm­lega tvö­fald­ast á rúm­um tveim­ur ár­um

Lán­taki með með­al­lán á óverð­tryggð­um vöxt­um borg­ar nú að minnsta kosti um 346 þús­und krón­ur á mán­uði af því. Það er 103,5 pró­sent meira en við­kom­andi gerði fyr­ir einu ári síð­an.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.