Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.

Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
Fyrst banki og nú orkuveita Karl Konráðsson fyrrverandi bankamaður hjá MP banka hefur nú í tvígang eignast verðmæt fyrirtæki sem áður tilheyrðu íslenska kjörræðismanninum í Belarús. Eigendaskiptin hafa í bæði skiptin orðið í tengslum við það þegar yfirvöld erlendra ríkja hugðust refsa Aleksander Moshensky fyrir samband hans og stuðning við einræðisherrann í Belarús. Margt bendir til þess að um málamyndagjörninga sé að ræða. Mynd: Heimildin Tómas

Íslenskur bankamaður, sem allt bendir til að hafi tekið að sér að leppa eignarhald á fjárfestingafélagi fyrir kjörræðismann Íslands í Belarús, var nýlega skráður eigandi að helmingshlut í úkraínsku orkufyrirtæki, sem áður var skráð á auðjöfurinn Moshensky. Yfirvofandi refsiaðgerðir yfirvalda og alþjóðastofnana vofðu yfir kjörræðismanninum í aðdraganda þess að eignarhaldið var flutt til Íslands, fyrir málamyndaverð.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá í Úkraínu er Íslendingurinn Karl Konráðsson nú skráður eigandi helmingshlutar í orkufyrirtækinu Ekotechnik Velyka Dobron (EVD), sem framleiðir og selur rafmagn sem aflað er í gegnum tvö stór sólarorkuver fyrirtækisins í Vestur-Úkraínu á samtals 50 hektara landsvæði.

Í sigti refsiaðgerða

EVD, sem stofnað var árið 2012, býr yfir getu til að framleiða allt að 30 megawött af rafmagni og er í hópi 20 stærstu sólarorkuframleiðenda landsins. Margir tugir slíkra fyrirtækja hófu starfsemi á síðastliðnum áratug, eftir að þarlend stjórnvöld gerðu endurnýjanlega orkuframleiðslu að forgangsmáli. Hluti af því voru loforð úkraínska ríkisins um ívilnanir til fjárfestinga í geiranum auk þess að skuldbinda sig til að kaupa alla orku sem framleidd yrði.

EVD átti samkvæmt uppgjöri ársins 2021 eignir sem metnar voru á ríflega 2,2 milljarða íslenskra króna. Það sama ár var hagnaður af rekstri þess ríflega jafnvirði 300 milljóna króna. Ekki fylgdi sögunni af þessum eigendaskiptum hve verðmæti viðskiptanna var, eða á hvaða forsendum þau fóru fram.

Í fréttum fjölmiðla í Belarús og Úkraínu er sterklega gefið í skyn að þetta nýjasta strandhögg Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sé gert í þeim tilgangi að forða eignahlutnum frá viðskiptaþvingunum sem vofðu að sögn yfir fyrri eiganda fyrirtækisins. Sá er ólígarkinn Aleksander Moshensky frá Belarús, og kjörræðismaður Íslands í landinu.

Moshensky hafði áður fært eignarhald þessa félags á nafn dóttur sinnar á þrítugsaldri, sem að sögn stundar nám í Bretlandi. Það gerði hann árið 2020 þegar ESB virtist ætla að leggja viðskiptabann á Moshensky og fyrirtæki hans vegna tengsla hans við einræðisherrann í Belarús. Nokkuð sem Moshensky tókst að afstýra, ekki síst fyrir orð og þrýsting íslenskra stjórnvalda, að því er Heimildin hefur áður greint frá.

Þessi eignatilfærsla innan fjölskyldu Moshenskys virtist ekki duga eftir innrásina í Úkraínu. Í maí í fyrra lögðu þarlend yfirvöld hald á og frystu eignir félags hans, Santa Kholod, en það flytur inn, selur og dreifir sjávarafurðum í Úkraínu. Kyrrsetningin var, samkvæmt fréttum, framkvæmd á grundvelli ákvæðis úkraínskra hegningarlaga um bann við misnotkun stjórnenda einkafyrirtækis á eignum þess, þá helst með vísan til fjármögnunar aðgerða þar sem beita á valdi til að breyta stjórnskipan, taka völd í landinu, breyta landamærum. Það er að segja: fjármagna landráð.

Í umfjöllun fjölmiðla var vakin athygli á því að þetta ákvæði hafi verið notað í sams konar málum gegn öðrum fyrirtækjum tengdum Belarús frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna eru yfirvöld í Belarús þátttakendur í hinni ólögmætu innrás. 

Ekki löngu eftir þessar aðgerðir fluttist eignarhald úkraínska orkufyrirtækisins frá Moshensky til Karls Konráðssonar, í gegnum félagið, Max Credit Investments ltd (MCI). Félagið MCI er skráð í London en því stýrir Karl að sögn frá heimili sínu í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. 

MCI eignaðist Karl raunar á svipaðan hátt og orkufyrirtækið nú, þegar hann tók yfir hlut Moshenskys í því í ársbyrjun árið 2020. Það gerði Karl í gegnum íslenska félagið Slark ehf., sem síðan stofnaði félagið Slark invest í London, sem Karl nýtti svo til að kaupa MCI. Fyrir MCI greiddi Karl andvirði 140 þúsund íslenskra króna. Kaupverð sem vart getur talist annað en reyfarakaup þegar litið er til verðmætanna sem fylgdu með í kaupunum.

MCI átti enda rúmlega hálfs milljarðs króna eignir umfram skuldir og var umfangsmikill lánveitandi sem veltir milljörðum króna ár hvert. Karl Konráðsson hafði áður verið skráður stjórnandi MCI, svo að segja frá því það var stofnað af fyrrum vinnuveitendum hans, MP-banka árið 2008, af útibúi íslensku lögmannsstofunnar Logos í Lundúnum. Þrátt fyrir þessa Íslandstengingu hefur félagið aldrei svo vitað sé átt í neinum viðskiptum hér á landi eða haft hingað tengingar. 

Ekki aðrar en þær að vera eins konar fjármögnunarmiðstöð fyrirtækjasamsteypu, kjörræðismanns Íslands í Belarús. Aleksander Moshensky hefur fjármagnað starfsemi fyrirtækja sinna í Rússlandi, Úkraínu og Litáen, með lánveitingum frá MCI, sem aftur hefur verið fjármagnað með lánum frá aflandsfélaginu Alpha Mar Foundation á Seychelles-eyjum. Í staðinn hafa vaxtagreiðslur af sömu lánum runnið úr starfsemi fyrirtækjanna í Austur-Evrópu, óskattlagðar, til MCI og þaðan til Seychelles-eyja, þar sem hagnaðurinn safnast upp sáralítið eða ekkert skattlagður.

Lengi vel var á huldu hver ætti félagið á Seychelles-eyjum, sem á endanum hagnast á allri þessari hringekju. Auk þess að vera alræmt skattaskjól eru Seychelles-eyjar líka vinsæl staðsetning fyrir þá sem vilja af einhverjum sökum leyna raunverulegu eignarhaldi. Moshensky vildi ekki svara því þegar Heimildin innti hann svara við því fyrir ári hvort hann ætti félagið. En jafnvel þótt Karl Konráðsson hafi staðfest að Moshensky ætti félagið neitaði hann að gefa upp til hverra hann vísaði þegar hann talaði um eigendur félagsins í fleirtölu.

Svarið fannst á Kýpur

Aukin áhersla ESB-ríkja á aukið gagnsæi vegna fyrirtækja sem stunduðu viðskipti í Rússlandi eða Belarús, virðist svo hafa orðið til þess að yfirvöld á Kýpur kröfðu Moshensky um að gefa upp hver væri svokallaður „raunverulegur eigandi“ kýpversk dótturfélags fyrirtækisins á Seychelles-eyjum, í lok síðasta árs. Sá var Aleksander Moshensky sjálfur.

Þannig varð endanlega ljóst að þessi um margt flókna hringekja, sem teygði sig milli landa og heimsálfa, var í raun lítið annað en viðskipti eins og sama mannsins við sjálfan sig til þess eins gerð að færa hagnað úr fyrirtækjum í Litáen, Úkraínu. Rússlandi og Belarús, undan sköttum og í skattfrelsið á Seychelles-eyjum. 

Samkvæmt nýjasta ársreikningi MCI sem skilað var nú í byrjun ágúst, hefur félagið flutt peninga áfram til Seychelles-eyja sem aldrei fyrr síðan eignarhald MCI færðist til Íslands. Á ríflega einu og hálfu ári, frá miðju ári 2020 til ársloka 2022, fóru 13 milljarðar króna með þessum hætti í gegnum MCI, frá fyrirtækjum Moshenskys til félags hans á Seychelles-eyjum.

Því til viðbótar hefur svo MCI nú eignast orkufyrirtækið EVD í Úkraínu.

Neitar að tjá sig

Þegar Heimildin fjallaði fyrst um hin sérkennilegu fyrirtækjaumsvif Karls Konráðssonar fyrir ári síðan, hafnaði hann því alfarið að um væri að ræða einhvers konar málamyndagjörning, í því skyni að bregðast við yfirvofandi hættu á viðskiptaþvingunum eða afskiptum skattayfirvalda í Úkraínu af félaginu MCI. Hann hefði einungis séð tækifæri í viðskiptunum sem hann ætlaði að sinna heiman frá sér. 

Spurður um nýjustu viðskipti sín, í úkraínska orkufyrirtækinu, vildi Karl engu svara þegar Heimildin innti hann svara við því, nú fyrir helgi.

„Ég hef ekkert við ykkur að segja,“ sagði Karl þegar Heimildin náði af honum tali og innti hann upplýsinga um nýfrágengin fyrirtækjakaup sín í Úkraínu. Hann vildi engum spurningum svara um viðskipti sín eða fyrirtækisins MCI.

„Ég hef ekkert við ykkur að segja“
Karl Konráðsson,
skráður eigandi orkufyrirtækis í Úkraínu

Spurður hvort skattayfirvöld hefðu sett sig í samband við hann vegna málefna félagsins, staðfesti Karl að svo hefði verið, en sagði aðspurður „bara allt í góðu“ og neitaði því að nokkur rannsókn væri í gangi. Eins og áður hefur verið greint frá halda úkraínsk skattayfirvöld því fram að eitt úkraínskra félaga Moshenskys, hafi komið hagnaði undan sköttum þar í landi, með lántökum hjá MCI, sem þrátt fyrir að annað hefði verið gefið í skyn, væri í raun nátengt félag því úkraínska.   

Að sama skapi kom fram í umfjöllun litáíska ríkissjónvarpsins á dögunum að margt þætti grunsamlegt við lánveitingar MCI til litáensks félags Moshensky, af sömu ástæðu. Samkvæmt lýsingum yfirmanns skattrannsókna hjá litáíska skattinum var sú uppsetning sem þar hafði verið komið upp, líkleg til að sæta afskiptum yfirvalda. Ekki liggur fyrir hvort það hafi gerst í framhaldi af umfjöllun Heimildarinnar, LRT og BIC um málið.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Þetta þarf eingum að koma á óvart. Það vita þeir sem vilja vita að Úkraína er gjörspilt land, alveg á pari við Ísland. Enda undi Hunter Biden hag sínum vel þar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár