Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu

Breskt skúffu­fé­lag, Max Cred­it In­vest­ment Lim­ited, sem fjár­magn­að hef­ur við­skipti hví­trúss­neska ólíg­ark­ans Al­eks­and­ers Mos­hen­sky komst ný­ver­ið í eigu ís­lend­ings­ins Karls Kon­ráðs­son­ar. Verð­ið sem Karl greiddi fyr­ir fé­lag­ið virð­ist ekki í neinu sam­ræmi við eign­ir þess og um­svif, sem virð­ast ein­skorð­ast við að miðla pen­ing­um milli af­l­ands­fé­lags og fyr­ir­tækja Mos­hen­sky í Aust­ur-Evr­ópu. Úkraínsk skatta­yf­ir­völd rann­sök­uðu slík við­skipti.

Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Höfuðstöðvarnar Á heimili Karls Konráðssonar í Gerðunum í Reykjavík er nú að finna höfuðstöðvar Slark ehf, sem aftur á Slark Invest í London. Það félag keypti fyrir lítið félagið Max Credit Investment limited sem verið hefur hjartað í tugmilljarða lánastarfsemi til fyrirtækja Aleksander Moshensky undanfarin áratug.

Það vekur ekki sérstaka athygli, hvíta húsið í Gerðunum í Reykjavík, þaðan sem nú er rekin nokkurs konar fjármálamiðstöð hvítrússneska ólígarkans og kjörræðismanns Íslands: Alexanders Moshensky. Í hverfinu, sem kennt er við smáíbúðir sem þar voru reistar í húsnæðisátaki í lok stríðsins, fyrir sérstök smáíbúðalán hins opinbera, er nú miðstöð milljarða króna lánveitinga milli aflandseyju í Indlandshafi og fyrirtækja í Austur-Evrópu.

Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited (MCI), hefur í meira en áratug fjármagnað tugmilljarða króna fjárfestingar í Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litáen. Sjálft hefur félagið sótt fjármagn frá aflandsfélögum á Kýpur og Seychelles-eyjum.

Sóðaleg vinna eða svaðilför?

Í íslenskri orðabók er orðið „slark“ sagt geta merkt ýmislegt: Erfiða, jafnvel sóðalega, vinnu til dæmis. Hávaðalæti og svaðilfarir. En líka þá athöfn að ganga um iðjulaus. Hvort eitthvað af þessu varpar ljósi á það hvers vegna þetta breska skúffufélag var skyndilega selt til Íslands árið 2020, er ekki vitað. 

Í öllu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Áhugavert þegar maður er að reyna að púsla saman hvernig Ísland virkar þá kemur nafnið Logos fyrir aftur og aftur. Það virðist sem að sú stofa sé einhverskonar tengipunktur allra valda síðustu 20 ára.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu