Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka 58 þúsund stríðsglæpi rússneska hersins
FréttirÚkraínustríðið

Yf­ir­völd í Úkraínu rann­saka 58 þús­und stríðs­glæpi rúss­neska hers­ins

Yf­ir­völd í Úkraínu rann­saka nú allt að 58 þús­und mann­rétt­inda­brot rúss­neska hers­ins í land­inu. Ætt­ingj­ar óbreyttra borg­ara sem rúss­neski her­inn hef­ur myrt leita nú rétt­ar síns vegna ör­laga þeirra en óvíst hvort nokk­uð komi út úr þeim rann­sókn­um. Sak­sókn­ar­inn sem rann­sak­ar stríðs­glæp­ina, Yuriy Belou­sov, seg­ir að hon­um fall­ist hend­ur yf­ir um­fangi glæp­anna.
Þorsteinn hafnar aðdróttunum um „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Þor­steinn hafn­ar að­drótt­un­um um „mút­u­starf­semi“ í Þor­láks­höfn

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Horn­steins og tals­mað­ur þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg, hafn­ar öll­um ávirð­ing­um um að fyr­ir­tæk­ið sé að bera fé á íbúa Þor­láks­hafn­ar til að afla fyr­ir­tæk­inu stuðn­ings við fyr­ir­hug­aða verk­smiðju í bæn­um. Hann upp­lýs­ir í yf­ir­lýs­ingu að Heidel­berg hafi greitt 3,5 millj­ón­ir í styrki til fé­laga­sam­taka í Þor­láks­höfn.
Björgunarsveitin í Þorlákshöfn þáði styrk frá þýska sementsrisanum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn þáði styrk frá þýska sementsris­an­um

Skipu­lags­stofn­un hef­ur ákveð­ið að bygg­ing möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg þurfi að fara í um­hverf­is­mat. Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn taldi hins veg­ar ekki þörf á því að fram­kvæmd­in færi í um­hverf­is­mat. Björg­un­ar­sveit­in í Þor­láks­höfn, Mann­björg, er einn af þeim að­il­um sem þáði fjár­styrk frá Heidel­berg fyr­ir jól, í að­drag­anda íbúa­kosn­ing­ar um fram­kvæmd­ina.
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji þarf að borga skatt vegna af­l­ands­fé­lags sem út­gerð­in sór af sér

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji þarf að borga skatta á Ís­landi vegna launa­greiðslna til ís­lenskra starfs­manna sinna er­lend­is sem fengu greidd laun frá skatta­skjóls­fé­lag­inu Cape Cod FS. Sam­herji reyndi ít­rek­að að hafna tengsl­um sín­um við Cape Cod FS og sagði fjöl­miðla ill­gjarna. Nið­ur­staða sam­komu­lags Skatts­ins við Sam­herja sýn­ir hins veg­ar að skýr­ing­ar Sam­herja á tengsl­um sín­um við fé­lag­ið voru rang­ar.
Líf úkraínsku flóttamannanna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“
VettvangurLeigufélagið Alma

Líf úkraínsku flótta­mann­anna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“

Leigu­fé­lag­ið Alma ætl­ar að hækka leig­una hjá úkraínsk­um flótta­mönn­um sem búa í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Garða­bæ um allt að 114 pró­sent. Flótta­menn­irn­ir segja all­ir að þeir geti ekki greitt þá leigu sem Alma vill fá en þeir binda von­ir við að Garða­bær veiti þeim fjár­hags­lega að­stoð. Flótta­mönn­un­um líð­ur vel í Urriða­holti og þeir vilja ekki þurfa að flytja.
Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­þak mun alltaf stranda á Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eini rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn sem hef­ur ekki opn­að á mögu­leik­ann á leigu­þaki. Um­ræð­an um Ölmu leigu­fé­lag leiddi til þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son ræddu þann mögu­leika. Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins hafa mælt fyr­ir frum­vörp­um á þingi um að setja leigu­þak en þess­um frum­vörp­um var hafn­að á þingi.
Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði bæj­ar­stjóri hjálp­ar fyr­ir­tæki sem sel­ur hon­um hús við áhrifa­kaup í Ölfusi

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi á Suð­ur­landi, hef­ur að­stoð­að þýska fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg og fyr­ir­tæki sem það á með ís­lenska námu­fyr­ir­tæk­inu Jarð­efna­iðn­aði við að reyna að kaupa sér vel­vild í Þor­láks­höfn með veit­ingu fjár­styrkja. Jarð­efna­iðn­að­ur er í eigu út­gerð­ar­manns­ins Ein­ars Sig­urðs­son­ar. Þetta fyr­ir­tæki á líka hús­ið sem Elliði býr í.
Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Stærsti hags­muna­að­ili lax­eld­is á Ís­landi ákveð­ur að stýra ekki fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu

Stærsti eig­andi og hags­mun­að­ili í ís­lensku lax­eldi Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, hef­ur gef­ið það út op­in­ber­lega að hann muni ekki stýra fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Fjöl­miðl­ar í Nor­egi slá mál­inu upp sem tals­verð­um tíð­ind­um.
Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Menning

Í kaf­báti Jóns Kalm­ans: „Áfeng­ið fer eins og sandpapp­ír á karakt­er­inn“

Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur til­eink­ar Ei­ríki Guð­munds­syni heitn­um, vini sín­um, nýj­ustu skáld­sögu sína. Ei­rík­ur lést í ág­úst á síð­asta ári eft­ir að hafa glímt við alkó­hól­isma um ára­bil. Í bók Jóns Kalm­ans eru áhrifa­mikl­ar lýs­ing­ar á áhrif­um alkó­hól­isma á ein­stak­linga og að­stand­end­ur þeirra.
Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Bæj­ar­stjór­inn í Ölfusi kaup­ir hús af um­svifa­miklu námu­fyr­ir­tæki í sveit­ar­fé­lag­inu

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi, keypti íbúð­ar­hús af fé­lagi sem er í eigu námu­fyr­ir­tæk­is­ins Jarð­efna­iðn­að­ur. Fyr­ir­tæk­ið flyt­ur út vik­ur frá Þor­láks­höfn og vinn­ur að því að tryggja sér frek­ari námu­rétt­indi í sveit­ar­fé­lag­inu. Eig­end­ur fé­lags­ins eru út­gerð­ar­mað­ur­inn Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son. Elliði seg­ir enga hags­muna­árekstra hafa kom­ið upp vegna þess­ara við­skipta.
Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða
FréttirLeigufélagið Alma

Líf­eyr­is­sjóð­ur hef­ur keypt skulda­bréf Ölmu leigu­fé­lags fyr­ir tæpa 3 millj­arða

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hef­ur bund­ið fé sjóðs­fé­laga sinna í leigu­fé­lag­inu Ölmu sem tals­vert hef­ur ver­ið fjall­að um á síð­ustu vik­um. Fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Festu seg­ist skilja að ein­hver kunni að fetta fing­ur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigu­fé­lög. Hann seg­ir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagn­vart við­skipta­vin­um sín­um.
Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar
FréttirLeigufélagið Alma

Alma frysti leig­una hjá fólki og vís­aði til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar

Leigu­fé­lag­ið Alma frysti leig­una hjá leigj­end­um sín­um um mitt ár á grund­velli að­stæðna í sam­fé­lag­inu. Fé­lag­ið sagði að fryst­ing­in gilti út þetta ár. Alma hef­ur nú boð­að stíf­ar hækk­an­ir á nýj­um leigu­samn­ing­um þrátt fyr­ir að að­stæð­ur í sam­fé­lag­inu hafi ekki breyst frá miðju ári.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  3
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  4
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
  10
  Fréttir

  Kári svar­ar færslu Eddu um vændis­kaup­anda: „Ekki ver­ið að tala um mig“

  Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.