„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg vill byggja verksmiðju sem er á stærð við fyrirhugaðan þjóðarleikvang inni í miðri Þorlákshöfn. Framkvæmdin er umdeild í bænum og styrkveitingar þýska Heidelbergs til félagasamtaka í bænum hafa vakið spurningar um hvort fyrirtækið reyni að kaupa sér velvild. Bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir vill ekki að Þorlákshöfn verði að verksmiðjubæ þar sem móberg úr fjöllum Íslands er hið nýja gull.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
Þýska sementsfyrirtækið ver peningum í styrkveitingar í Ölfusi til að reyna að auka velvild íbúa í sinn garð í aðdraganda byggingar mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Þetta er mat meirihluta íbúa í sveitarfélaginu, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina. Talsmaður Heidelbergs, Þorsteinn Víglundsson. hefur lýst andstæðri skoðun í viðtölum um styrkina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyrir þýska fyrirtækinu.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi eru mjög eða fremur andvígir byggingu mölunarverksmiðjunnar í bænum. Til samanburðar eru einungis 19,3 prósent íbúa fremur eða mjög hlynntir byggingu verksmiðjunnar. Þetta er niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal 382 íbúa í Ölfusi. Könnunin olli titringi í Ölfusi þegar hún var gerð á síðustu dögum.
VettvangurLeigufélagið Alma
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
Úkraínsku flóttamennirnir Volodymyr Cherniavskyi og kona hans, Snizhana Prozhoha, búa ásamt tveimur dætrum sínum í íbúð á efstu hæðinni í blokk leigufélagsins Ölmu í Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fjölskyldan flutti til Íslands í mars í fyrra eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev landleiðina til borgarinnar Lviv í vesturhluta landsins og komu sér þaðan yfir til Póllands og svo til Íslands. Ljósmyndari Heimildarinnar fékk að fylgjast með þeim í leik og starfi í nokkur skipti í byrjun janúar og kynnast lífi þeirra á Íslandi.
FréttirÚkraínustríðið
2
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka 58 þúsund stríðsglæpi rússneska hersins
Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú allt að 58 þúsund mannréttindabrot rússneska hersins í landinu. Ættingjar óbreyttra borgara sem rússneski herinn hefur myrt leita nú réttar síns vegna örlaga þeirra en óvíst hvort nokkuð komi út úr þeim rannsóknum. Saksóknarinn sem rannsakar stríðsglæpina, Yuriy Belousov, segir að honum fallist hendur yfir umfangi glæpanna.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
3
Þorsteinn hafnar aðdróttunum um „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri fyrirtækisins Hornsteins og talsmaður þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg, hafnar öllum ávirðingum um að fyrirtækið sé að bera fé á íbúa Þorlákshafnar til að afla fyrirtækinu stuðnings við fyrirhugaða verksmiðju í bænum. Hann upplýsir í yfirlýsingu að Heidelberg hafi greitt 3,5 milljónir í styrki til félagasamtaka í Þorlákshöfn.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
1
Björgunarsveitin í Þorlákshöfn þáði styrk frá þýska sementsrisanum
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg þurfi að fara í umhverfismat. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn taldi hins vegar ekki þörf á því að framkvæmdin færi í umhverfismat. Björgunarsveitin í Þorlákshöfn, Mannbjörg, er einn af þeim aðilum sem þáði fjárstyrk frá Heidelberg fyrir jól, í aðdraganda íbúakosningar um framkvæmdina.
GreiningSamherjaskjölin
1
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
Útgerðarfélagið Samherji þarf að borga skatta á Íslandi vegna launagreiðslna til íslenskra starfsmanna sinna erlendis sem fengu greidd laun frá skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS. Samherji reyndi ítrekað að hafna tengslum sínum við Cape Cod FS og sagði fjölmiðla illgjarna. Niðurstaða samkomulags Skattsins við Samherja sýnir hins vegar að skýringar Samherja á tengslum sínum við félagið voru rangar.
VettvangurLeigufélagið Alma
4
Líf úkraínsku flóttamannanna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“
Leigufélagið Alma ætlar að hækka leiguna hjá úkraínskum flóttamönnum sem búa í blokk leigufélagsins Ölmu í Garðabæ um allt að 114 prósent. Flóttamennirnir segja allir að þeir geti ekki greitt þá leigu sem Alma vill fá en þeir binda vonir við að Garðabær veiti þeim fjárhagslega aðstoð. Flóttamönnunum líður vel í Urriðaholti og þeir vilja ekki þurfa að flytja.
GreiningLeigufélagið Alma
3
Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðisflokkurinn er eini ríkisstjórnarflokkurinn sem hefur ekki opnað á möguleikann á leiguþaki. Umræðan um Ölmu leigufélag leiddi til þess að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson ræddu þann möguleika. Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa mælt fyrir frumvörpum á þingi um að setja leiguþak en þessum frumvörpum var hafnað á þingi.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
3
Elliði bæjarstjóri hjálpar fyrirtæki sem selur honum hús við áhrifakaup í Ölfusi
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi á Suðurlandi, hefur aðstoðað þýska fyrirtækið Heidelberg og fyrirtæki sem það á með íslenska námufyrirtækinu Jarðefnaiðnaði við að reyna að kaupa sér velvild í Þorlákshöfn með veitingu fjárstyrkja. Jarðefnaiðnaður er í eigu útgerðarmannsins Einars Sigurðssonar. Þetta fyrirtæki á líka húsið sem Elliði býr í.
FréttirLaxeldi
Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu
Stærsti eigandi og hagsmunaðili í íslensku laxeldi Gustav Magnar Witzøe, eigandi Salmar, hefur gefið það út opinberlega að hann muni ekki stýra fjölskyldufyrirtækinu. Fjölmiðlar í Noregi slá málinu upp sem talsverðum tíðindum.
Menning
Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tileinkar Eiríki Guðmundssyni heitnum, vini sínum, nýjustu skáldsögu sína. Eiríkur lést í ágúst á síðasta ári eftir að hafa glímt við alkóhólisma um árabil. Í bók Jóns Kalmans eru áhrifamiklar lýsingar á áhrifum alkóhólisma á einstaklinga og aðstandendur þeirra.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Ölfusi, keypti íbúðarhús af félagi sem er í eigu námufyrirtækisins Jarðefnaiðnaður. Fyrirtækið flytur út vikur frá Þorlákshöfn og vinnur að því að tryggja sér frekari námuréttindi í sveitarfélaginu. Eigendur félagsins eru útgerðarmaðurinn Einar Sigurðsson og Hrólfur Ölvisson. Elliði segir enga hagsmunaárekstra hafa komið upp vegna þessara viðskipta.
Lífeyrissjóðurinn Festa hefur bundið fé sjóðsfélaga sinna í leigufélaginu Ölmu sem talsvert hefur verið fjallað um á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri eignastýringar Festu segist skilja að einhver kunni að fetta fingur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigufélög. Hann segir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagnvart viðskiptavinum sínum.
FréttirLeigufélagið Alma
3
Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar
Leigufélagið Alma frysti leiguna hjá leigjendum sínum um mitt ár á grundvelli aðstæðna í samfélaginu. Félagið sagði að frystingin gilti út þetta ár. Alma hefur nú boðað stífar hækkanir á nýjum leigusamningum þrátt fyrir að aðstæður í samfélaginu hafi ekki breyst frá miðju ári.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.