Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Elliði hefur áður varið sig gegn spurningum með því að hann sé ekki „pólitíkus“
Minnihlutinn í sveitarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að vísa húsamáli Elliða Vignissonar bæjarstjóra til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Elliði hefur varið sig í málinu með því að hann sé ekki kjörinn fulltrúi og þurfi þar af leiðandi ekki að ræða viðskipti sín í smáatriðum.
FréttirLaxeldi
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, segir alveg ljóst í lögum að það er Arctic Fish sem á að borga fyrir rekkafarana. Forstjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyrirtækið ætli að greiða fyrir rekkafarana.
FréttirLaxeldi
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
Laxeldisfyrirtæið Arnarlax gaf það út fyrir mánuði síðan að félagið yrði skráð á markað í haust og verður af því á föstudaginn kemur. Síðan þá hefur eytt stærsta slys sem hefur átt sér stað í sjókvíaeldi á Íslandi verið í hámæli.
Fréttir
3
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Reiknistofa bankanna vann að þróun á nýrri greiðslulausn á árunum 2017 til 2019. Lausnin hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borgað með henni í verslunum með beingreiðslum af bankareikningi. Lausnin hefði getað sparað neytendum stórfé í kortanotkun og færslugjöld. Hún var hins vegar aldrei notuð þar sem viðskiptabankarnir vildu það ekki.
FréttirSamherjamálið
2
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, vék sæti þegar almenningshlutafélagið ákvað að kaupa hlutabréf í sölufyrirtæki Samherja af útgerðinni. Síldarvinnslan ákvað einnig að kaupa hlutabréf af fyrirtæki í eigu Þorsteins Más og Kristjáns Vilhelmssonar fyrir rúmlega 2 milljarða króna.
Menning
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður opnar sýningu um Samherja á Dalvík. Hann segir að með verkinu vilji hann eiga í samtali við Norðlendinga um Samherja og þær snúnu tilfinningar sem fólk ber í brjósti í garð fyrirtækisins.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
5
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
Í siðareglum kjörinna fulltrúa í Ölfusi kemur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Elliði Vignisson situr í nefndum á vegum bæjarstjórnar Ölfuss auk þess sem hann situr alla bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundi. Hann telur sig samt vera undanþeginn siðareglum kjörinna fulltrúa sem koma eiga í veg fyrir hagsmunaárekstra.
FréttirLaxeldi
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, getur ekki svarað spurningum um hvort ljósstýring hafi verið notuð eða ekki í kví félagsins í Patreksfirði. 3500 laxar sluppu úr kvínni í sumar og er grunur um að stór hluti þeirra hafi verið kynþroska vegna mistaka við ljósastýringu. Slíkt væri brot á rekstrarleyfi Arctic Fish.
FréttirLaxeldi
3
Slysaslepping Arctic Fish: Grunur um brot svo eldislaxinn varð kynþroska
Matvælastofnun rannsakar nú hvort Arctic Fish hafi brotið gegn skilyrði í starfsleyfi með því að viðhafa ekki ljósastýringu í laxeldiskví sinni. Göt komu á kvína og sluppu um 3.500 eldislaxar út. Grunur er um að hátt hlutfall eldislaxanna hafi verið kynþroska sem skýrir af hverju þeir leita upp í ár hér á landi í miklum mæli.
FréttirLaxeldi
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, sveitarstjórnarkona VG í Múlaþingi, segir að það sé mikilvægt að settar verði reglur á sveitastjórnarstiginu um gjafir frá fyrirtækjum. Nýlega gaf Fiskeldi Austfjarða 6 til 8 milljóna króna gjöf í formi mengunarvarna til Seyðisfjarðarbæjar. Yfirhafnarvörður segir málið verið storm í vatnsglasi þar sem höfnin hafi upphaflega ætlað að kaupa búnaðinn af Fiskeldi Austfjarða.
FréttirLaxeldi
4
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
Bæjarfulltrúar minnihlutans í Múlaþingi hafa spurt spurninga um gjöfina frá laxeldisfyrirtækinu. Fiskeldi Austfjarða þarf að fá íbúa Múlaþings í lið með sér ef það á að verða af laxeldisáformum fyrirtækisins í Seyðisfirði.
FréttirLaxeldi
1
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar slysasleppingar Arctic Fish
Matvælastofnun vísar slysasleppingum Arctic Fish til lögreglunnar. Tvö göt komu á sjókví hjá Arctic Fish nú í sumar. Eldislaxar úr kvínni hafa verið að veiðast í ám víða um landið síðustu vikurnar. Um er að ræða fyrstu slíku rannsóknina á Íslandi.
ÚttektJarðefnaiðnaður í Ölfusi
8
Leynd yfir viðskiptum Elliða við námufjárfesta í Ölfusi: „Það er bara mitt mál“
Íbúar Ölfuss standa nú frammi fyrir því að ákveða hvort Þorlákshöfn eigi að verða námubær til framtíðar. Stærðarinnar mölunarverksmiðja þýska steypurisans Heidelberg er plönuð í túnfætinum. Samhliða á Elliði Vignisson bæjarstjóri í fasteignaviðskiptum við námufjárfestana Einar Sigurðsson og Hrólf Ölvisson sem eru sveipuð leynd.
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn
Tilboð Leós til Tómasar: „Ég er líka eiginlega bara sorgmæddur“
Bæjarfulltrúarnir sem störfuðu með Tómasi Ellert Tómassyni í meirihlutanum í Árborg segjast hafa orðið misundrandi þegar þeir sáu fréttir af tilboðinu sem hann fékk. Enginn þeirra fékk viðlíka tilboð, frá Leó Árnasyni fjárfesti eða öðrum.
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn
3
Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara vegna frétta af tilboði sem hann fékk sem kjörinn fulltrúi. Tilboðið kom frá Leó Árnasyni fjárfesti og forsvarsmanni Sigtúns þróunarfélags. Tómas segir að erindi skýrslutökunnar sé að ræða um „mögulegt mútubrot“.
Myndband
1
„Ég er ekki að múta mönnum"
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, segir að Leó Árnason fjárfestir hafi lagt fram tilboð um fjárhagslegan stuðning við Miðflokkinn á fundi árið 2020. Í staðinn hafi Miðflokkurinn í Árborg átt að vinna að því að sveitarfélagið hætti við að kaupa hús Landsbankans á Selfossi. Leó segir að hann hafi oft hjálpað stjórnmálamönnum úr ýmsum flokkum en að hann hafi aldrei ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn. Í myndbandinu má heyra upplifanir og útskýringar þeirra Tómasar og Léos á fundinum.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.