Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Birtu segir að mögulega hefði verið betra fyrir hluthafa Vátryggingafélags Íslands (VÍS)  að bíða með að kaupa fjárfestingarbankann Fossa í fyrra og fá fyrirtækið á lægra verði. Þetta segir framkvæmdastjórinn, Ólafur Sigurðsson, aðspurður um hvort rétt hafi verið af Birtu, sem er hluthafi í VÍS, að greiða atkvæði með kaupum tryggingafélagsins á Fossum í fyrra í ljósi slæmrar stöðu Fossa í nýjasta ársreikningi fjárfestingarbankans. Eftir sameininguna tók sameinað félag upp nafnið Skagi. 

550 milljóna króna tap og tekjustöðnun

Aðspurður hvort VÍS hafi verið að skera Fossa úr snörunni í viðskiptunum í ljósi þess að fjárfestingarbankinn tapaði 550 milljónum króna í fyrra, tekjur stóðu í stað og félagið átti einungis 112 milljónir króna í lausu fé í fyrra miðað við 762 milljónir árið 2022 segir Ólafur. „Það var hækkandi vaxtastig og ýmislegt slæmt í umhverfinu. [...] VÍS hefði vissulega getað beðið og fengið þetta þá á lægra verði eða gert eitthvað annað. Það er þarna fimm manna stjórn og hún kynnir þessi áform og við höfum ekki haft sterkar skoðanir á því þegar fyrirtæki sem við eigum vilja sameinast.

Talsvert hefur verið fjallað um þessi viðskipti í fjölmiðlum, meðal annars þar sem viðskiptavild var svo stór hluti af viðskiptunum.  VÍS borgaði 2,7 milljarða yfirverð fyrir Fossa vegna viðskiptavildar og vörumerkis bankans. Verðið var 4,7 milljarðar króna.

Þrír lífeyrissjóðir lögðust gegn því að VÍS keypti bankann á þessu verði, meðal annars lífeyrissjóðurinn Gildi. Núverandi framkvæmdastjóri Gildis, Davíð Rúdólfsson, sagði við Heimildina. „Við erum ennþá að spyrja félagið spurninga um málið af því við höfum verulegar efasemdir um að þetta sé ásættanlegt verð sem verið er að greiða fyrir hlutinn.

„Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim.“
Ólafur Siguðsson,
framkvæmdastjóri Birtu

Telur of snemmt að dæma viðskiptin

Þegar Heimildin ræddi við Ólaf Sigurðsson um viðskiptin í fyrra sagði hann meðal annars að viðskiptin væru ekki það stór fyrir Birtu og að sjóðurinn leggist ekki gegn slíkum viðskiptum ef stjórn félags sem sjóðurinn er hluthafi í vill ráðast í þau. 

Orðrétt sagði Ólafur í júní í fyrra:  „Birta greiddi atkvæði með þeim tillögum sem lagðar voru fram í gær [miðvikudaginn 14. júní]. Samkvæmt eigendastefnu Birtu fellur eignarhlutur sjóðsins í VÍS ekki undir meiriháttar hagsmunagæslu eins og hún er skilgreind í 4. mgr. 1. gr. gildandi eigendastefnu. Hluturinn er um 0,2% af eignum Birtu og 3,7% af hlutafé VÍS. Þegar hagsmunir Birtu teljast vera minniháttar, tekur afstaða okkar mið af því að sjóðurinn getur auðveldlega komið sér út úr aðstæðum telji stjórn og starfsfólk það þjóna hagsmunum Birtu best. Við ákvörðun á fundinum var einnig horft til þess að Birta hefur áður samþykkt sambærilega breytingu á tilgangi tryggingafélags á markaði þegar breytingar voru gerðar á tilgangi og starfsemi TM í byrjun árs 2020.

Ólafur segir í dag að líklega sé of snemmt að dæma til um gæði viðskiptanna en að sannarlega hefði verið mögulega hægt að semja betur við Fossa. „Miðað við ársreikninginn þá hefði kannski verið hægt að semja betur við þá. Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim. Mér finnst of snemmt að dæma um það núna. Það er best að láta tímann leiða þetta í ljós en hver stjórn verður að bera ábyrg fyrir sínum fjárfestingum.

Hann vísar einnig til þess í svari sínu að nýlega skrifaði greiningarfyrirtækið Jakobson Capital með jákvæðum hætti um sameiningu VÍS og Fossa og undirstrikar með þessari tilvísun það mat að gefa þurfi sameiningunni tíma. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Alltaf er það eigandi peningana í lífeyrissjóðnum sem tapar ?
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    2 ,7 milljarðar fyrir velvild og vörumerki og svo breyta þeir nafninu? You can't make this shit up.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
9
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
10
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár