Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fagráð MAST spyr hvort laxeldi „eigi sér raunverulega framtíð“ á Íslandi

Fagráð Mat­væla­stofn­un­ar spyr gagn­rýnna spurn­inga um dýra­vel­ferð­ina í lax­eld­inu. Af­föll­in í lax­eld­inu eru tal­in það mik­il að slíkt sé ekki rétt­an­legt út frá dýra­ver­d­un­ar­sjón­ar­mið­um og að þetta þarfn­ist skoð­un­ar.

Fagráð MAST spyr hvort laxeldi „eigi sér raunverulega framtíð“ á Íslandi
Myndir Veigu sem vöktu alþjóðlega athygli Myndi Veigu Grétarsdóttur af lúsétnum og dauðum eldislöxum í eldiskvíum Arctic Fish vöktu alþjóðlega athygli fyrra. Fagráð dýravelferðar hjá Matvælastofnun spyr nú að því í fundargerð hvort sjókvíaeldi eigi sér framtíð á Íslandi. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Fagráð um velferð dýra, sem starfar á vegum Matvælastofnunar (MAST) spyr að því hvort laxeldi geti átt sér framtíð hér á landi vegna þeirra affalla sem eru í greininni. Þetta kemur fram í nýbirtri fundargerð fagráðsins frá fundi sem haldinn var 15. maí síðastliðinn.

Þar segir orðrétt: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.

Afföll í laxeldi eru mikil hér á landi og eru reglulega sagðar fréttir um mikinn dauða fiska í greininni, meðal annars vegna sjúkdóma. 

Fundagerðin barst seint á heimasíðu MAST og birtist fyrst í dag tæpum mánuði eftir umræddan fund. 

„Í umræðunum á fundinum kom í ljós mikill vilji fundargesta til þess finna lausnir á miklum afföllum laxfiska í eldinu sem allir voru sammála um að væri stærsta dýravelferðarmál greinarinnar.“
Úr fundargerð fagráðsins

Eitt af því sem fagráðið vísar til óbeint eru fréttir af lúsafaraldri hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum Arctic Fish og Arnarlaxi síðla árs í fyrra. Myndir af lúsétnum og dauðum eldislöxum sem Veiga Grétarsdóttir tók í Tálknafirði vöktu alþjóðlega athygli og leiddu til mikillar umræðu hér á landi um meðal annars velferð eldislaxanna í kvíunum. 

Tekið skal fram að einn nefndarmaður í fagráðinu, Hilmar Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, lýsti því yfir á fundinum að hann væri ósammála efasemdum um hvort laxeldi ætti sér framtíð sem atvinnugrein hér á landi. 

Situr í fagráðinuEinn af þeim sem situr í fagráðinu er Henry Alexander Henryson.

Hlutverk fagráðsins er meðal annars eftirfarandi, samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar: „Að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra.“ Fagráðið getur því haft áhrif á stefnumörkun hins opinbera í málum sem snerta dýravelferð hér á landi. 

Störf fagráðsins eru líklega þekktust í umræðunni um hvalveiðar Hvals hf. Í fyrra komst fagráðið að þeirri niðurstöðu til dæmis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun langreyða hér við land. Sú niðurstaða hafði mikil áhrif á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að banna Hval hf. að veiða langreyðar í fyrrasumar. 

Allur textinn um laxeldið úr fundargerð fagráðsins fylgir hér að neðan: 

„Á undanförnum árum hefur orðið stórkostleg aukning á framleiðslu laxa í sjókvíum við strendur Íslands. Á aprílfundi sínum á síðasta ári hóf fagráð um velferð dýra umræðu um dýravelferðarmál í ljósi þessarar auknu framleiðslu þar sem meðal annars sérfræðingar MAST í lagareldi komu fyrir ráðið. Í umræðunum á fundinum kom í ljós mikill vilji fundargesta til þess finna lausnir á miklum afföllum laxfiska í eldinu sem allir voru sammála um að væri stærsta dýravelferðarmál greinarinnar. Um leið var því fagnað að gagnsæi hefur aukist umtalsvert og framleiðslugreinin gengist undir ítarlegar kröfur um upplýsingagjöf. Ljóst er að árið 2023 endaði ekki mikið betur hvað afföll varðar heldur en árið 2022. Mikil umræða um lagareldi hefur verið í samfélaginu undanfarnar vikur eftir að drög voru lögð fram um breytt lagaumhverfi. Varla hefur þó verið minnst á velferð fiskanna og hvernig drögin taka á dýravelferðarsjónarmiðum. Fagráðið varar við að sá hugsunarháttur nái að skjóta rótum á Íslandi að velferð fiska skipti takmörkuðu máli þegar kemur að lagareldi. Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.

Þorvaldur Þórðarson vék af fundi að lokinni afgreiðslu þessa fundarliðar.

Hilmar Vilberg Gylfason óskaði að bókað yrði að hann ggæti ekki tekið undir eftirfarandi setningu í ályktuninni „,...og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kjartan Eggertsson skrifaði
  Það fólk sem hefur áhyggjur af laxeldi í sjó ætti að bytja á því að reyna að réttlæta alifuglarækt og svínarækt dýra sem aldrei komast undir bert loft og aldrei sjá sólarljósið.
  0
 • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
  Vantar ekki niðurlag á þessa grein?
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár