Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu
Stærsti eigandi og hagsmunaðili í íslensku laxeldi Gustav Magnar Witzøe, eigandi Salmar, hefur gefið það út opinberlega að hann muni ekki stýra fjölskyldufyrirtækinu. Fjölmiðlar í Noregi slá málinu upp sem talsverðum tíðindum.
FréttirLaxeldi
5
Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára
Eldislaxar drepast í stórum stíl vegna vetrarsára í sjókvíum við Ísland. Myndir frá Löxum í Reyðarfirði sýna kör sem eru full af dauðum löxum í lok árs 2020. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa segir að fyrirtækið hafi lent í erfiðleikum vegna vetrarsára árið 2020 en að unnið hafi verið að úrbótum til að koma í veg fyrir þetta. 8 til 10 kör af sárugum fiski voru fyllt á hverjum degi og hann var notaður í dýrafóður.
Fréttir
1
Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Byggðastofnun gerði samning um úthlutun 800 tonna byggðakvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpavogi. Þetta gerði Byggðastofnun þrátt fyrir að fyrirtækin sem hún samdi við séu í meirihutaeigu norskra laxeldisrisa og að íslensk lög banni slíkt eignarhald í íslenskri útgerð.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
Norskir auðmenn flýja aukna skattheimtu í Noregi í hrönnum og setjast að í Sviss. Meðal þessara auðmanna er Anders Måsøval sem er einn stærsti eigandi íslensks laxeldis í gegnum fyrirtækið Laxa. Á sama tíma leiðir aukin skattheimta á laxeldisfyrirtæki í Noregi til þess að þau hætta við fjárfestingar, meðal annars fyrirtækin sem eiga obbann í laxeldinu á Íslandi.
FréttirLaxeldi
2
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
Matvælastofnun íhugar að leggja fyrstu sektina á íslenskt sjókvíaeldisfyrirtæki, Arnarlax. Sektin mögulega er fyrir ranga upplýsingagjöf um fjölda eldislaxa í sjókví á Vestfjörðum. Karl Steinar Óskarsson hjá MAST getur ekki greint frá upphæð sektarinnar né hvers eðlis misræmið í upplýsingunum frá Arnarlaxi var.
FréttirLaxeldi
1
Hlutabréf Kjartans í Arnarlaxi hafa fjórfaldast í verði
Einn helsti forvígismaður laxeldis í sjókvíum á Íslandi er Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Hann er persónulega stór hagsmunaaðili í sjókvíaeldinu þar sem hann á hlutabréf í Arnarlax sem eru bókfærð á tæpa 2,2 milljarða króna. Kjartan hefur talað fyrir tíföldun á framleiðslu á eldislaxi á Íslandi og sagt að aukin skattheimta á laxeldi í Noregi geti komið Íslendingum vel.
FréttirLaxeldi
1
Norðmenn seldu laxeldiskvóta fyrir 53 milljarða: Kvótinn ekki seldur á Íslandi
Norsk stjórnvöld buðu upp framleiðsluleyfi á eldislaxi í október og seldu tæplega 25 þúsund tonna kvóta fyrir 53 milljarða króna. Fyrirtækin sem meðal annarra geta keypt þennan kvóta dýrum dómum eru sömu fyrirtæki og borga ekkert beint verð fyrir hann á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ræddi um þessa kvótasölu Norðmanna í minnisblaði til ríkisstjórnarinnar.
FréttirLaxeldi
Ráðherra spyr MAST spurninga um eftirlit með slysasleppingum í laxeldi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að eftirlitsstofnunin MAST telji að laxeldisfyrirtækið Arnarlax hafi veitt misvísandi upplýsingar um strok úr laxeldiskvíum fyrirtækisins á Vestfjörðum. Ráðherra hefur vegna þessa óskað eftir upplýsingum frá MAST um hvernig eftirliti stofnunarinnar með slyasleppingum úr sjókvíum er háttað.
FréttirLaxeldi
Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar, eigandi Arnarlax, segir að rannsókn samkeppnisyfirvalda muni seinka samruna þess og Norway Royal Salmon, stærsta hluthafa Arctic Fish á Ísafirði. Páll Gunnar Pálsson. forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að yfirlýsingar Salmar bendi til að fyrirtækið hafi búist við að samruninn fengi hraðari afgreiðslu hjá yfirvöldum.
FréttirLaxeldi
3
Líkir afleiðingum af skattheimtunni á eldislaxi í Noregi við upphaf Íslandsbyggðar
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir að saga endurtaki sig kannski nú þegar norsk laxeldisfyrirtæki flýi skattheimtuna þar í landi og komi til Íslands í leit að hagstæðara skattaumhverfi fyri iðnaðinn.
FréttirLaxeldi
1
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að nú standi yfir vinna sem gengur út á að endurskoða laga- og regluverk með laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Hún segir að einnig sé til skoðunar hvort heppilegt sé að mikill meirihluti hlutabréfa í íslenskum laxeldisfyrirtækjum sé í eigu erlendra aðila. Svandís segir að laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á Íslandi en að vanda þurfi til verka.
FréttirLaxeldi
Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi
Með nýjum auðlindaskatti í Noregi þurfa laxeldisfyrirtæki að greiða 40 prósenta skatt til ríkisins. Skattaprósenta greinarinnar verður því 62 prósent. Enginn slíkur sambærilegur auðlindaskattur er hér á Íslandi auk þess sem laxeldisfyrirtækin greiða ekki fyrir laxeldiskvóta sína til íslenska ríkisins. Skattlagningin í Noregi getur haft veruleg áhrif á íslenskt laxeldi þar sem norsk laxeldisfyrirtæki eru stærstu eigendurnir.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.