Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ráðuneytið hélt fund til að lægja óánægjuöldur um frumvarp um laxeldi

Mat­væla­ráðu­neyt­ið hélt upp­lýs­inga­fund þar sem far­ið var yf­ir um­deilt frum­varp um lagar­eldi sem mik­ið hef­ur ver­ið í um­ræð­unni síð­ustu. Sjald­gæft er að ráðu­neyti haldi slíka fundi um laga­frum­vörp sem bú­ið er að leggja fram og mæla fyr­ir á Al­þingi.

Ráðuneytið hélt fund til að lægja óánægjuöldur um frumvarp um laxeldi
Féllu í skuggann Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði að inntak frumvarpsins um lagareldið hafi fallið í skuggann af umræðu um að rekstrarleyfin í greininni ættu að vera ótímabundin. Mynd: Golli

Matvælaráðuneyti Bjarkeyjar Gunnarsdóttur hélt upplýsingafund um umdeilt frumvarp um lagareldi á Hilton-hótelinu á Suðurlandsbraut í morgun þar sem farið var yfir efni frumvarpsins. Sjaldgæft er að slíkir upplýsingafundir séu haldnir um lagafrumvörp sem búið er að leggja fram og mæla fyrir á Alþingi. 

„Þær fyrirætlanir að hafa leyfin ótímabundin hafa mætt andstöðu fjölmargra aðila og ég hef skilning á því og hef talið nauðsynlegt að bregðast við.
Bjarkey Gunnarsdóttir,
matvælaráðherra

Umræður um frumvarpið í samfélaginu leiddu til þess að ráðuneytið tók U-beygju um það atriði þess sem hefur verið umdeildast: Að gera rekstrarleyfin í laxeldinu ótímabundin.   Í stað þess að hafa rekstrarleyfin í laxeldinu ótímabundin hefur matvælaráðuneytið sent breytingartillögur til atvinnuveganefndar um að rekstrarleyfin eigi að vera tímabundin. 

Kolbeinn og KristinnÁgætlega var mætt á fundinn á Hilton-hótelinu á Suðurlandsbraut. Kolbeinn Árnason skristofustjóri fiskeldis í matvælaráðuneytinu hélt erindi um frumvarpið og áhugamenn um laxeldi, eins og til dæmis Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri Bæjarins besta á ísafirði, voru meðal gesta.

Telur innihald frumvarpsins hafa fallið í skuggann

Í ávarpi sínu á upplýsingafundinum kom Bjarkey Gunnarsdóttir inn á þetta atriði sérstaklega og er ljóst af því sem ráðherrann segir að stór hluti ástæðunnar fyrir því að fundurinn var haldinn er umræðan um þetta atriði frumvarpsins um ótímabundnu leyfin.

Hún sagði: „Að lokum vil ég segja að þetta er metnaðarfullt frumvarp sem að snýst fyrst og fremst um að gera umhverfis- og náttúruvernd hærra undir höfði þegar kemur að hagnýtingu sameiginlegra auðlinda og þeim ytri áhrifum sem af því hljótast. Málið hefur sannarlega fengið mikla umfjöllun og féllu þau atriði sem ég hef rakið [...] í skuggann af því. Við gerð frumvarpsins var talið að best mætti ná þessum markmiðum með því að gera rekstrarleyfin ótímabundin og hafa afturköllunar- og skerðingarheimildir frumvarpsins mun ríkari enda kom fram í áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar að leyfin í núgildandi kerfi væru í raun ótímabundin þar sem Matvælastofnun skorti heimildir til að synja endurnýjun. Þær fyrirætlanir að hafa leyfin ótímabundin hafa mætt andstöðu fjölmargra aðila og ég hef skilning á því og hef talið nauðsynlegt að bregðast við. Atvinnuveganefnd er nú með málið til umfjöllunar og tillögur þar að lútandi.

Greinin fór óbreytt í gegnum þrjá ráðherra VG

Út frá þessum orðum Bjarkeyjar er líklegt að fundurinn sé viðbragð við umræðunni um um greinina um ótímabundnu leyfin sem leiddi meðal annars til harkalegra orðaskipta á Alþingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði meðal annars um það og og greinina um ótímabundnu leyfin. „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka [...] „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“

Eitt af því sem er sérstaklega áhugavert við þessa grein lagafrumvarpsins er að hún fór óbreytt í gegnum þrjá matvælaráðherra Vinstri grænna við vinnslu frumvarpsins. Fyrst Svandísi Svavarsdóttur, svo Katrínu Jakobsdóttur sem tók við af Svandísi þegar hún fór í veikindaleyfi og loks Bjarkeyju Gunnarsdóttir. Það var ekki fyrr en sagt var frá greininni í Heimildinni og í kjölfar umræðna á Alþingi að matvælaráðuneytið dró í land og vildi tímabinda leyfin. 

Rétt eins og Bjarkey hefur Svandís nú dregið í land og sagst vera fylgjandi því að tímabinda rekstrarleyfin. Á Alþingi sagði hún: „Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“

Afstaða Katrínar til málsins liggur ekki fyrir þar sem hún fæst ekki til að tjá sig um það efnislega.

Gagnrýnendur sjókvíaeldisÞekktir gagnrýnendur sjóvkvíaeldis komu á upplýsingafundinn eins og til dæmis Óttar Ingvason, eigandi Haffjarðarár á Snæfellsnesi, sem er lengst til vinstri á myndinni, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Elvar Friðriksson frá Verndarsjóði Atlantshafslaxsins (NASF) sem er annar til hægr á myndinni.
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kári Jónsson skrifaði
  Hvað kosta 3-ráðherrar xV-flokksinns norska og íslenska auðkýfinga ? Það verður aldrei sagt um þessa 3-ráðherra (Svandísi/Katrínu/Bjarkey að þær geti ekki lesið sér til gagns, það er fræðilegur möguleiki að stöllurnar séu menntaðir vitleysingar, held samt ekki.
  0
 • SH
  Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
  Það verður ekki lengur um villst, að það var einbeittur vilji VG að gefa norskum fiskeldisfyrirtæjum eftir firðina okkar til ótímabundins reksturs. Að "vinstrisinnaður náttúruverndarflokkur" eigi hér hlut að máli er svo fáheyrt að það ætti með réttu að vera heimsfrétt. Ekki síst vegna þess að leiðtogi sama flokks hefur í kjölfarið ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.
  9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
8
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu