Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
Tveir bandarískir blaðamenn, Douglas Frantz og Catherine Collins, hafa gefið út bók um sjókvíaeldi á laxi. Bókin fjallar fyrst og fremst um laxeldi í Bandaríkjunum og Kanada en svo er einnig rætt um eldið í Evrópu, meðal annars í Noregi og á Íslandi. Kjarni bókarinnar snýst um að draga upp stóru myndina af laxeldi í heiminum, bæði kostum þess og göllum.
FréttirLaxeldi
3
Jens Garðar blæs til sóknar fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm, segir að laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm ætli að auka upplýsingagjöf og fræðslu um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75 prósent íbua í Múlaþingi er á móti því að laxeldi í sjó hefjist i Seyðisfirði. Jens Garðar er sannfærður um að viðhorf íbúa muni breytast þegar réttar upplýsingar liggja fyrir.
FréttirLaxeldi
6
Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“
Mikill meirihluti íbúa í Múlaþingi er andsnúinn fyrirhuguðu laxeldi í Seyðisfirði. Minnihluti sveitarstjórnarinnar berst gegn laxeldi í firðinum og reynir aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm, Jens Garðar Helgason að fá stjórnmálamennina í lið með fyrirtækinu. Sveitarstjórnarmaðurinn Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn þeirra sem berst gegn eldinu.
SkýringLaxeldi
1
Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi
Síldarvinnslan, Skinney-Þinganes, Ísfélag Vestmannaeyja og Hólmi ehf., fyrirtæki sem eigendur útgerðarinnar Eskju eiga, hafa öll keypt hluti í hérlendum laxeldisfyrirtækjum á liðnum árum. Þetta er tiltölulega nýleg þróun þar sem útgerðarfélögin íslensku áttu lengi vel ekki hlutafé í þessum fyrirtækjum.
FréttirLaxeldi
3
Færeyingar ætla líka að hækka skatta á laxeldisfyrirtæki en Ísland lækkar gjöld þeirra
Færeyska ríkisstjórnin hefur boðað allt að fjórföldun á skattheimtu á laxeldisfyrirtæki í Færeyjum. Skattahækkunin kemur í kjölfar skattahækkana á laxeldi í Noregi. Sambærilegar skattahækkanir eru ekki fyrirhugaðar hér á landi en í lok árs í fyrra var meðal annars fallið frá aukinni gjaldtöku á laxeldisfyrirtæki.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax greiðir út 32 milljarða króna arð en kvartar yfir skattlagningu
Norski laxeldisrisinn Salmar AS, eigandi Arnarlax á Bíldudal, hefur greitt út nærri 100 milljarða króna arð á síðustu þremur árum. Fyrirtækið kvartar á sama tíma yfir aukinni skattlagningu í Noregi og segir ekki rétt að arðsemi félagsins sé of mikil.
FréttirLaxeldi
Fyrrverandi formaður SFS keypti hlutabréf í laxeldisfyrirtæki viku áður en þau ruku upp við kaup Ísfélagsins
Aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm, Jens Garðar Helgason, hefur keypt hlutabréf í félaginu og eru hagsmunir hans og þess samtvinnaðir. Síðustu kaup Jens Garðars áttu sér stað á þriðjudaginn í síðustu viku, rúmri viku áður en tilkynnt var um kaup Ísfélags Vestmannaeyja á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu. Jens Garðar hefur hagnast um rúma miljón á rúmri viku vegna þessa.
FréttirLaxeldi
Rúmur meirihluti landsmanna vill banna laxeldi í sjókvíum
Meirihluti landsmanna er á móti laxeldi í sjókvíum og vill banna þessa framleiðsluaðferð á eldisfiski. Þetta kemur fram í könnun Gallup sem unnin var fyrir hagsmunaðila sem berjast gegn laxeldi í sjókvíum hér á landi.
Fréttir
Ríkisendurskoðun segir starfsmann ráðuneytis hafa setið báðum megin borðs
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um laxeldi á Íslandi er bent á að Jón Þrándur Stefánsson hafi á sama tíma starfað fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála og hjá ráðgjafafyrirtæki stjórnarformanns Arnarlax.
FréttirLaxeldi
2
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
Forsætisráðherra segir að taka eigi skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu fiskeldis á Íslandi með auðmýkt. „Sameinumst um það að gera betur í þessum málum.“ Hún var spurð á Alþingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxtarsproti íslensks efnahagslífs“ skyldi búa við óboðlegt og slælegt eftirlit og að stjórnsýslan væri í molum.
FréttirLaxeldi
2
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
Stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum hefur fest sig í sessi og stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi er veikburða og brotakennd að mati Ríkisendurskoðunar, sem gerir athugasemdir í 23 liðum í nýútkominni skýrslu um sjókvíaeldi
FréttirLaxeldi
Stærsti hagsmunaaðili laxeldis á Íslandi ákveður að stýra ekki fjölskyldufyrirtækinu
Stærsti eigandi og hagsmunaðili í íslensku laxeldi Gustav Magnar Witzøe, eigandi Salmar, hefur gefið það út opinberlega að hann muni ekki stýra fjölskyldufyrirtækinu. Fjölmiðlar í Noregi slá málinu upp sem talsverðum tíðindum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.